Innlent

Kastaði fjarstýringu í fangavörð og hrækti á annan

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Brotið var framið í fangelsinu á Hólmsheiði
Brotið var framið í fangelsinu á Hólmsheiði vísir/vilhelm
Maður sem afplánaði dóm í fangelsinu á Hólmsheiði hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að kasta sjónvarpsfjarstýringu í andlit fangavarðar og hrækja á annan fangavörð.

Brotin voru framin í fangelsinu þann 31. mars 2018 en þann dag kastaði hann fjarstýringunni með þeim afleiðingum að fangavörðurinn hlaut af eymsli vinstra megin yfir nefi og milli augnabrúna og mar, sem var tveir til þrír sentimetrar í þvermál, vinstra megin á nefi.

Sama dag hrækti hann á annan fangavörð. Endaði hrákinn í andliti og hægra auga fangavarðarins. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust en er brotið var framið afplánaði hann 20 mánaða fangelsisdóm fyrir brot gegn valdstjórninni, líkamsárás, auðgunarbrot og fleiri brot.

Þar áður hefur honum allt frá 2005 verið refsað átta sinnum fyrir margvísleg brot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×