Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2019 23:48 Shamina Begum er hér lengst til hægri. Vísir/EPA Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. Nú er hún nítján ára gömul, ólétt og vill komast aftur heim. Eiginmaður hennar er í haldi sýrlenskra Kúrda og tvö börn sem hún eignaðist eru látin. Hún segist þó ekki sjá eftir því að hafa farið til Sýrlands. Stúlkurnar þrjár yfirgáfu Bretland í febrúar árið 2015. Þær sögðu foreldrum sínum ekki hvað þær ætluðu sér að gera. Hinar tvær voru Amira Abase, sem einnig var fimmtán ára gömul, og Kadiza Sultana, sextán ára. Ein þeirra féll, samkvæmt Begum, í loftárás og ekki er vitað hvar sú þriðja er niðurkomin. Þegar þær komu til Raqqa, sem var höfuðborg kalífadæmis Íslamska ríkisins, bjuggu þær í húsi með öðrum stúlkum og ungum konum sem gengu til liðs við hryðjuverkasamtökin. Þar voru þær geymdar þar til eiginmaður fannst fyrir þær. Í viðtali við Times (áskriftarvefur) segir Begum að hún hafi sóst eftir því að giftast vígamanni sem talaði ensku og væri á aldrinum 20 til 25. Tíu dögum seinna giftist hún 27 ára manni frá Hollandi og var hún með honum þar til fyrir tveimur vikum.Þeim tókst að flýja frá bænum Baghuz sem er kallaður síðasti bær kalífadæmisins. Kúrdar og bandamenn þeirra eru nú nálægt því að sigra ISIS-liða þar með stuðningi Bandaríkjanna. Eftir að þau flúðu gafst eigimaður Begum upp og er hann nú í haldi regnhlífarsamtakanna Syrian Democratic Forces eða SDF, eins og hundruð annarra erlendra vígamanna ISIS. Begum er nú ásamt um 39 þúsund öðrum í flóttamannabúðum í norðurhluta Sýrlands og segist hún komin um níu mánuði á leið. Fyrsta barn hennar, tæplega tveggja ára stúlka, dó fyrir um mánuði síðan og annað barn hennar dó vegna vannæringar fyrir um þremur mánuðum.Sjá einnig: Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjólBegum segist óttast um að þriðja barn hennar verði einnig veikt og því vilji hún komast aftur til Bretlands. Svo barnið gæti komist undir læknishendur. „Ég mun gera hvað sem ég þarf til að komast aftur heim og geta búið í friði með barni mínu.“ Það er þó alfarið óljóst hvort Begum muni komast heim. SDF er með hundruð erlendra vígamanna og erlendar eiginkonur vígamanna og börn þeirra í haldi. Hingað til hafa heimaríki þessa fólks ekki sýnt mikinn vilja til að taka á móti þeim aftur. Bandaríkin hafa þó á undanförnum vikum kallað eftir því að heimaríki fólksins taki ábyrgð á þeim en við litlar undirtektir. Ríkisstjórn Donald Trump hefur lýst því yfir að hermenn þeirra verði kallaðir heim til Bandaríkjanna eftir að kalífadæmið er fallið og óttast er að Óttast er að Kúrdar geti ekki staðið vörð um alla þessa fanga til lengri tíma og þá sérstaklega ef Tyrkir geri árásir á þá, eins og þeir hafa ítrekað hótað að gera. Því gætu þeir flúið. Bretland Sýrland Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Sjá meira
Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. Nú er hún nítján ára gömul, ólétt og vill komast aftur heim. Eiginmaður hennar er í haldi sýrlenskra Kúrda og tvö börn sem hún eignaðist eru látin. Hún segist þó ekki sjá eftir því að hafa farið til Sýrlands. Stúlkurnar þrjár yfirgáfu Bretland í febrúar árið 2015. Þær sögðu foreldrum sínum ekki hvað þær ætluðu sér að gera. Hinar tvær voru Amira Abase, sem einnig var fimmtán ára gömul, og Kadiza Sultana, sextán ára. Ein þeirra féll, samkvæmt Begum, í loftárás og ekki er vitað hvar sú þriðja er niðurkomin. Þegar þær komu til Raqqa, sem var höfuðborg kalífadæmis Íslamska ríkisins, bjuggu þær í húsi með öðrum stúlkum og ungum konum sem gengu til liðs við hryðjuverkasamtökin. Þar voru þær geymdar þar til eiginmaður fannst fyrir þær. Í viðtali við Times (áskriftarvefur) segir Begum að hún hafi sóst eftir því að giftast vígamanni sem talaði ensku og væri á aldrinum 20 til 25. Tíu dögum seinna giftist hún 27 ára manni frá Hollandi og var hún með honum þar til fyrir tveimur vikum.Þeim tókst að flýja frá bænum Baghuz sem er kallaður síðasti bær kalífadæmisins. Kúrdar og bandamenn þeirra eru nú nálægt því að sigra ISIS-liða þar með stuðningi Bandaríkjanna. Eftir að þau flúðu gafst eigimaður Begum upp og er hann nú í haldi regnhlífarsamtakanna Syrian Democratic Forces eða SDF, eins og hundruð annarra erlendra vígamanna ISIS. Begum er nú ásamt um 39 þúsund öðrum í flóttamannabúðum í norðurhluta Sýrlands og segist hún komin um níu mánuði á leið. Fyrsta barn hennar, tæplega tveggja ára stúlka, dó fyrir um mánuði síðan og annað barn hennar dó vegna vannæringar fyrir um þremur mánuðum.Sjá einnig: Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjólBegum segist óttast um að þriðja barn hennar verði einnig veikt og því vilji hún komast aftur til Bretlands. Svo barnið gæti komist undir læknishendur. „Ég mun gera hvað sem ég þarf til að komast aftur heim og geta búið í friði með barni mínu.“ Það er þó alfarið óljóst hvort Begum muni komast heim. SDF er með hundruð erlendra vígamanna og erlendar eiginkonur vígamanna og börn þeirra í haldi. Hingað til hafa heimaríki þessa fólks ekki sýnt mikinn vilja til að taka á móti þeim aftur. Bandaríkin hafa þó á undanförnum vikum kallað eftir því að heimaríki fólksins taki ábyrgð á þeim en við litlar undirtektir. Ríkisstjórn Donald Trump hefur lýst því yfir að hermenn þeirra verði kallaðir heim til Bandaríkjanna eftir að kalífadæmið er fallið og óttast er að Óttast er að Kúrdar geti ekki staðið vörð um alla þessa fanga til lengri tíma og þá sérstaklega ef Tyrkir geri árásir á þá, eins og þeir hafa ítrekað hótað að gera. Því gætu þeir flúið.
Bretland Sýrland Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Sjá meira