Manni fer nú ekkert fram Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. febrúar 2019 14:00 "Þegar maður er kominn á eftirlaun er erfitt að segja hvað eru frístundir og hvað ekki,“ segir Vésteinn. Fréttablaðið/Ernir Vésteinn Ólason, prófessor og fyrrverandi forstöðumaður Árnastofnunar, er áttræður í dag. Hann heldur góðri heilsu og lætur enn muna um sig í fræða- og útgáfustörfum. „Það er ótrúlegt að þú sért áttræður,“ segi ég ósjálfrátt er ég hitti Véstein Ólason prófessor á heimili sínu og Unnar Alexöndru Jónsdóttur kennara við Klapparstíginn. „Já, þetta er samningur,“ segir hann kíminn. Hann er nýkominn inn frá því að viðra hundinn og Unnur tekur seppa í fangið svo hann verði ekki með gestalæti en við Vésteinn tyllum okkur í stofunni. Vésteinn var forstöðumaður Árnastofnunar síðustu tíu ár starfsævinnar en þó svo henni hafi átt að ljúka fyrir tíu árum kveðst hann ekki sverja af sér að vera enn að stússast í fræðunum. „Ég vinn samt ekki fullan vinnudag, manni fer nú ekkert fram með aldrinum. En það sem ég er aðallega að fást við núna er að ljúka verkefni sem ég byrjaði á þegar ég var á Árnastofnun. Það er Konungsbók Eddukvæða. Við erum að gera rafræna útgáfu af henni sem er þannig að þar er hægt að gera alls konar rannsóknir, umfram þær sem gerðar verða með venjulegri bók. Henni fylgir svo bók með nákvæmum texta og þremur ritgerðum, þannig að það verður búið að lýsa henni betur og nákvæmar en nokkurri annarri bók á Íslandi. Þetta verkefni er alveg á lokasprettinum. Ég er að lesa prófarkir og vona að við komum bókinni út í vor. Svo er annað sem ég er að grípa í. Fyrir 20 árum kom út bók sem heitir Samræður við söguöld, hún kom út á ensku um leið en er uppseld. Nú er verið að gefa hana út í rafbók hjá Forlaginu því stúdentar hingað og þangað nota þær og geta nálgast á netinu.“ Notar þú rafbækur sjálfur? „Já, svolítið, ég er ekkert mjög spenntur fyrir því en unga fólkið bæði sparar sér fé með því og nær strax í bókina.“ Nú berst talið að tómstundum þeirra hjóna. „Þegar maður er kominn á eftirlaun er erfitt að segja hvað eru frístundir og hvað ekki,“ segir Vésteinn brosandi. „En við göngum með hundinn, ferðumst stundum og eigum bústað austur í Grímsnesi sem við förum í, sérstaklega á sumrin, en líka að vetrinum um helgar. Svo förum við á tónleika. Erum svo vel staðsett að við erum fimm mínútur að labba í Hörpu og Þjóðleikhúsið. Svo fer hluti af tómstundunum í að hitta afkomendurna. Við eigum tvö börn, þrjú barnabörn og eitt barna-barnabarn.“ Vésteinn segir eitt og hálft ár síðan þau hjón fluttu á Klapparstíginn eftir að hafa búið í sama húsinu vestur í bæ í 45 ár. „Þetta er ágætt, aðeins minna pláss og útsýnið gott yfir flóann.“ Ætlarðu að halda upp á daginn? forvitnast ég. „Við erum að gera það í smáskömmtum. Héldum svolítið stórt upp á sjötugsafmælið en nú erum við að fá fjölskylduna hingað heim í smá hópum. Það verður lítið um að vera á afmælinu sjálfu, en einhverjir koma. Við erum alltaf með heitt á könnunni, líka fyrir okkur sjálf, ég er óttalegur kaffisvelgur og vil hafa það sterkt!“ Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Fleiri fréttir Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Sjá meira
Vésteinn Ólason, prófessor og fyrrverandi forstöðumaður Árnastofnunar, er áttræður í dag. Hann heldur góðri heilsu og lætur enn muna um sig í fræða- og útgáfustörfum. „Það er ótrúlegt að þú sért áttræður,“ segi ég ósjálfrátt er ég hitti Véstein Ólason prófessor á heimili sínu og Unnar Alexöndru Jónsdóttur kennara við Klapparstíginn. „Já, þetta er samningur,“ segir hann kíminn. Hann er nýkominn inn frá því að viðra hundinn og Unnur tekur seppa í fangið svo hann verði ekki með gestalæti en við Vésteinn tyllum okkur í stofunni. Vésteinn var forstöðumaður Árnastofnunar síðustu tíu ár starfsævinnar en þó svo henni hafi átt að ljúka fyrir tíu árum kveðst hann ekki sverja af sér að vera enn að stússast í fræðunum. „Ég vinn samt ekki fullan vinnudag, manni fer nú ekkert fram með aldrinum. En það sem ég er aðallega að fást við núna er að ljúka verkefni sem ég byrjaði á þegar ég var á Árnastofnun. Það er Konungsbók Eddukvæða. Við erum að gera rafræna útgáfu af henni sem er þannig að þar er hægt að gera alls konar rannsóknir, umfram þær sem gerðar verða með venjulegri bók. Henni fylgir svo bók með nákvæmum texta og þremur ritgerðum, þannig að það verður búið að lýsa henni betur og nákvæmar en nokkurri annarri bók á Íslandi. Þetta verkefni er alveg á lokasprettinum. Ég er að lesa prófarkir og vona að við komum bókinni út í vor. Svo er annað sem ég er að grípa í. Fyrir 20 árum kom út bók sem heitir Samræður við söguöld, hún kom út á ensku um leið en er uppseld. Nú er verið að gefa hana út í rafbók hjá Forlaginu því stúdentar hingað og þangað nota þær og geta nálgast á netinu.“ Notar þú rafbækur sjálfur? „Já, svolítið, ég er ekkert mjög spenntur fyrir því en unga fólkið bæði sparar sér fé með því og nær strax í bókina.“ Nú berst talið að tómstundum þeirra hjóna. „Þegar maður er kominn á eftirlaun er erfitt að segja hvað eru frístundir og hvað ekki,“ segir Vésteinn brosandi. „En við göngum með hundinn, ferðumst stundum og eigum bústað austur í Grímsnesi sem við förum í, sérstaklega á sumrin, en líka að vetrinum um helgar. Svo förum við á tónleika. Erum svo vel staðsett að við erum fimm mínútur að labba í Hörpu og Þjóðleikhúsið. Svo fer hluti af tómstundunum í að hitta afkomendurna. Við eigum tvö börn, þrjú barnabörn og eitt barna-barnabarn.“ Vésteinn segir eitt og hálft ár síðan þau hjón fluttu á Klapparstíginn eftir að hafa búið í sama húsinu vestur í bæ í 45 ár. „Þetta er ágætt, aðeins minna pláss og útsýnið gott yfir flóann.“ Ætlarðu að halda upp á daginn? forvitnast ég. „Við erum að gera það í smáskömmtum. Héldum svolítið stórt upp á sjötugsafmælið en nú erum við að fá fjölskylduna hingað heim í smá hópum. Það verður lítið um að vera á afmælinu sjálfu, en einhverjir koma. Við erum alltaf með heitt á könnunni, líka fyrir okkur sjálf, ég er óttalegur kaffisvelgur og vil hafa það sterkt!“
Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Fleiri fréttir Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Sjá meira