Allt að 35% þeirra sem fá kulnun í starfi hafa ekki náð sér samkvæmt nýrri rannsókn Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. febrúar 2019 11:52 Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknardeildar Gautaborgar á málþingi um kulnun í starfi. Vísir/Sigurjón Allt að þrjátíu og fimm prósent þeirra sem hafa leitað sér aðstoðar vegna kulnunar í starfi hafa ekki náð sér sjö árum eftir að einkenni komu upp. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn. Kulnun í starfi er vaxandi samfélagslegur vandi og áríðandi að stjórnvöld og atvinnurekendur bregðist við með öflugra forvarnarstarfi. BSRB stóð fyrir málþingi um kulnun, álag og starfsumhverfi nú fyrir hádegi en þar stóð Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar sagði frá niðurstöðum rannsóknar sem nú er í vinnslu. „Helstu niðurstöður hvað varðar sjúklinga sem að hafa orðið fyrir kulnun eru áhyggjuefni mundi ég segja vegna þess að við höfum verið að fylgja eftir sjúklingum í sjö ár eftir að þeir sóttu hjálpar í heilbrigðiskerfinu og við erum að sjá að hluti þessa fólks, 30 til 35% eru bara ekki búin að ná sér,“ segir Ingibjörg. Rannsóknin er unnin í Svíþjóð og segir Ingibjörg að hjá þessum hópi sé þreytan enn til staðar og snýr rannsóknin meðal annars að því að rannsaka starfsemi heilans. Hægt sé að skipta þeim sem fá kulnun í starfi í tvo hópa. „Það verður að aðskilja þennan tiltölulega litla hóp þar sem að við erum að tala um veikt fólk, þar sem að hefur orðið veruleg áhrif á heilastarfsemi og þú ert bara ekki að virka sem einstaklingur og þennan stóra hóp sem hefur mikið að gera, er með streitueinkenni og kannski komið með svefntruflanir. Það er ekki heilbrigðisþjónustan heldur þar þarf fólk að huga að sínu lífi og starfsaðstæðum,“ segir Ingibjörg. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir grípa þurfi til fyrirbyggjandi aðgerða á vinnustöðum. „Það er ekkert ein lausn sem hentar öllum. Það er skylda atvinnurekenda að framkvæma áhættumat til þess að tryggja að fólki líði vel bæði andlega og líkamlega í vinnunni það er það sem við viljum sjá,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Vinnumarkaður Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Allt að þrjátíu og fimm prósent þeirra sem hafa leitað sér aðstoðar vegna kulnunar í starfi hafa ekki náð sér sjö árum eftir að einkenni komu upp. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn. Kulnun í starfi er vaxandi samfélagslegur vandi og áríðandi að stjórnvöld og atvinnurekendur bregðist við með öflugra forvarnarstarfi. BSRB stóð fyrir málþingi um kulnun, álag og starfsumhverfi nú fyrir hádegi en þar stóð Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar sagði frá niðurstöðum rannsóknar sem nú er í vinnslu. „Helstu niðurstöður hvað varðar sjúklinga sem að hafa orðið fyrir kulnun eru áhyggjuefni mundi ég segja vegna þess að við höfum verið að fylgja eftir sjúklingum í sjö ár eftir að þeir sóttu hjálpar í heilbrigðiskerfinu og við erum að sjá að hluti þessa fólks, 30 til 35% eru bara ekki búin að ná sér,“ segir Ingibjörg. Rannsóknin er unnin í Svíþjóð og segir Ingibjörg að hjá þessum hópi sé þreytan enn til staðar og snýr rannsóknin meðal annars að því að rannsaka starfsemi heilans. Hægt sé að skipta þeim sem fá kulnun í starfi í tvo hópa. „Það verður að aðskilja þennan tiltölulega litla hóp þar sem að við erum að tala um veikt fólk, þar sem að hefur orðið veruleg áhrif á heilastarfsemi og þú ert bara ekki að virka sem einstaklingur og þennan stóra hóp sem hefur mikið að gera, er með streitueinkenni og kannski komið með svefntruflanir. Það er ekki heilbrigðisþjónustan heldur þar þarf fólk að huga að sínu lífi og starfsaðstæðum,“ segir Ingibjörg. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir grípa þurfi til fyrirbyggjandi aðgerða á vinnustöðum. „Það er ekkert ein lausn sem hentar öllum. Það er skylda atvinnurekenda að framkvæma áhættumat til þess að tryggja að fólki líði vel bæði andlega og líkamlega í vinnunni það er það sem við viljum sjá,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Vinnumarkaður Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira