Trump lýsir yfir neyðarástandi á landamærunum Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2019 16:31 Trump greindi frá ákvörðun sinni í löngu máli fyrir utan Hvíta húsið. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti í dag yfir neyðarástandi á landamærunum á Mexíkó til að hann komist í kringum Bandaríkjaþing og geti ráðstafað fjármunum til að reisa landamæramúr. Nær öruggt er talið að ákvörðuninni verði strax skotið til dómstóla. Á blaðmannafundi í Rósagarði Hvíta hússins staðfesti Trump að hann myndi skrifa undir útgjaldafrumvörp sem Bandaríkjaþing hefur samþykkt og fjármagna rekstur ríkisstofnana út september. Fjárheimildir stofnananna renna út eftir daginn í dag. Rekstur um fjórðungs alríkisstofnana stöðvaðist í 35 daga í desember og janúar þegar Trump hótaði að synja sambærilegum frumvörpum staðfestingar nema hann fengi um 5,7 milljarða dollara í landmæramúrinn sinn. Trump viðurkenndi að yfirlýsingin myndi enda fyrir dómstólum í dag en var kokhraustur um að hann myndi fara með sigur fyrir Hæstarétti. Íhaldsmenn sitja nú í meirihluta í hæstaréttinum eftir að Trump skipaði tvo hægrisinnaða dómara í fyrra og árið 2017. Sagði hann að forsendurnar fyrir yfirlýsingunni væri sú að „eiginleg innrás“ ætti sér nú stað á landamærunum. „Við erum að tala um innrás í landið okkar með eiturlyfjum, með fólkssmyglurum, með alls kyns glæpamönnum og gengjum,“ fullyrti forsetinn. Samkvæmt Hvíta húsinu ætlar Trump sér að ráðstafa um átta milljörðum dollara til að reisa landamæramúrinn. Þingið hefur aðeins samþykkt 1,4 milljarða dollara í frekari girðingar og aðrar hindranir á landamærunum. Reuters-fréttastofan segir að féð muni meðal annars koma úr sjóðum varnarmálaráðuneytisins vegna fíkniefnamála og byggingarsjóði hersins. Leiðtogar demókrata fordæmdu yfirlýsingu Trump þegar í stað. Í yfirlýsingu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, og Chuck Schumer, leiðtoga demókrata í öldungadeildinni, kölluðu þau ákvörðun Trump „ólögmæta“. „Forsetinn er ekki yfir lögin hafinn. Þingið getur ekki leyft forsetanum að tæta stjórnarskrána í sundur,“ sögðu þau Schumer og Pelosi. Ákvörðunin er heldur ekki óumdeild innan Repúblikanaflokksins þó að margir þeirra, þar á meðal Mitch McConnell, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, hafi lýst yfir stuðningi við hana. Óttast þeir fordæmið sem Trump setti með því að fara í kringum þingið með þessum hætti til að fjármagna stefnumál sín. Það gæti meðal annars gert næsta forseta úr röðu demókrata kleift að lýsa yfir neyðarástandi vegna mannskæðra skotárása eða loftslagsbreytinga. Trump virðist ekki endilega hafa hjálpað eigin málstað í mögulegum málarekstri um yfirlýsinguna með ummælum sínum í dag. Fréttamaður NBC bendir þannig á að forsetinn virðist hafa viðurkennt að engin nauðsyn hafi krafist þess að hann lýsti yfir neyðarástandi. „Ég þurfti ekki að gera þetta. Ég vil bara gera þetta hraðar,“ sagði Trump."I could do the wall over a longer period of time. I didn't need to do this, but I'd rather do it much faster," President Trump to @PeterAlexander on national emergency declaration to secure funding for border wall. https://t.co/bmuewGdv83 pic.twitter.com/8VwyqyZy7H— NBC Nightly News with Lester Holt (@NBCNightlyNews) February 15, 2019 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti í dag yfir neyðarástandi á landamærunum á Mexíkó til að hann komist í kringum Bandaríkjaþing og geti ráðstafað fjármunum til að reisa landamæramúr. Nær öruggt er talið að ákvörðuninni verði strax skotið til dómstóla. Á blaðmannafundi í Rósagarði Hvíta hússins staðfesti Trump að hann myndi skrifa undir útgjaldafrumvörp sem Bandaríkjaþing hefur samþykkt og fjármagna rekstur ríkisstofnana út september. Fjárheimildir stofnananna renna út eftir daginn í dag. Rekstur um fjórðungs alríkisstofnana stöðvaðist í 35 daga í desember og janúar þegar Trump hótaði að synja sambærilegum frumvörpum staðfestingar nema hann fengi um 5,7 milljarða dollara í landmæramúrinn sinn. Trump viðurkenndi að yfirlýsingin myndi enda fyrir dómstólum í dag en var kokhraustur um að hann myndi fara með sigur fyrir Hæstarétti. Íhaldsmenn sitja nú í meirihluta í hæstaréttinum eftir að Trump skipaði tvo hægrisinnaða dómara í fyrra og árið 2017. Sagði hann að forsendurnar fyrir yfirlýsingunni væri sú að „eiginleg innrás“ ætti sér nú stað á landamærunum. „Við erum að tala um innrás í landið okkar með eiturlyfjum, með fólkssmyglurum, með alls kyns glæpamönnum og gengjum,“ fullyrti forsetinn. Samkvæmt Hvíta húsinu ætlar Trump sér að ráðstafa um átta milljörðum dollara til að reisa landamæramúrinn. Þingið hefur aðeins samþykkt 1,4 milljarða dollara í frekari girðingar og aðrar hindranir á landamærunum. Reuters-fréttastofan segir að féð muni meðal annars koma úr sjóðum varnarmálaráðuneytisins vegna fíkniefnamála og byggingarsjóði hersins. Leiðtogar demókrata fordæmdu yfirlýsingu Trump þegar í stað. Í yfirlýsingu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, og Chuck Schumer, leiðtoga demókrata í öldungadeildinni, kölluðu þau ákvörðun Trump „ólögmæta“. „Forsetinn er ekki yfir lögin hafinn. Þingið getur ekki leyft forsetanum að tæta stjórnarskrána í sundur,“ sögðu þau Schumer og Pelosi. Ákvörðunin er heldur ekki óumdeild innan Repúblikanaflokksins þó að margir þeirra, þar á meðal Mitch McConnell, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, hafi lýst yfir stuðningi við hana. Óttast þeir fordæmið sem Trump setti með því að fara í kringum þingið með þessum hætti til að fjármagna stefnumál sín. Það gæti meðal annars gert næsta forseta úr röðu demókrata kleift að lýsa yfir neyðarástandi vegna mannskæðra skotárása eða loftslagsbreytinga. Trump virðist ekki endilega hafa hjálpað eigin málstað í mögulegum málarekstri um yfirlýsinguna með ummælum sínum í dag. Fréttamaður NBC bendir þannig á að forsetinn virðist hafa viðurkennt að engin nauðsyn hafi krafist þess að hann lýsti yfir neyðarástandi. „Ég þurfti ekki að gera þetta. Ég vil bara gera þetta hraðar,“ sagði Trump."I could do the wall over a longer period of time. I didn't need to do this, but I'd rather do it much faster," President Trump to @PeterAlexander on national emergency declaration to secure funding for border wall. https://t.co/bmuewGdv83 pic.twitter.com/8VwyqyZy7H— NBC Nightly News with Lester Holt (@NBCNightlyNews) February 15, 2019
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira