Lítið frumkvöðlafyrirtæki sem mætti „ríkisrisanum“ á Keflavíkurflugvelli Sylvía Hall skrifar 16. febrúar 2019 11:50 Hugmyndin að Baseparking kviknaði eftir frétt sem sagði frá því að bílastæði við Keflavíkurflugvöll væru full. Vísir/Vilhelm Ómar Þröstur Hjaltason, framkvæmdarstjóri Baseparking, var með erindi á aðalfundi Félags atvinnurekenda og lýsti þar upphafi fyrirtækisins og þeim áskorunum sem það hefur mætt frá því það hóf rekstur. Baseparking er bílastæðaþjónusta við Keflavíkurflugvöll sem hóf starfsemi sína árið 2017. Fyrirtækið tekur við bílum viðskiptavina sinna við flugstöðina, leggur þeim á bílastæði sínu við Ásbrú og afhendir svo bílana við flugstöðina við heimkomu. Helsti samkeppnisaðili Baseparking er Isavia sem er í eigu ríkisins og sér meðal annars um rekstur bílastæða við flugvöllinn.Sjá einnig: Frumkvöðlar saka ISAVIA um bellibrögð Hugmyndin kviknaði vorið 2017 þegar bílastæði flugvallarins voru full og vísaði Ómar þar í frétt Vísis þar sem sagt var frá því að farþegum væri ráðlagt að taka rútu eða láta skutla sér að flugvellinum. Ómar og viðskiptafélagi hans hafi þá áttað sig á því að það væri augljós markaður fyrir þjónustu í líkingu við þá sem þeir bjóða nú upp á. Hröð atburðarrás í upphafi „Byrjunin var svolítið skrautleg. Við vorum ekki með neitt ferli, engin kerfi utan um þetta. Við vorum bara með þetta í Excel skjali og tókum við pöntunum í email. Við vorum alltaf að skrifa inn vitlaus bílnúmer og vitlaus símanúmer og allt í klessu. Hlaupandi og týnandi öllu,“ sagði Ómar í erindi sínu. Hann minnist þess að eftir aðeins tvær vikur í rekstri var fyrirtækið með um 250 bíla á bílaplani sínu á Ásbrú. Þá hafi enginn lykill verið merktur, áttatíu Toyota-lyklar verið í kassa og eigendur tuttugu þeirra að lenda daginn eftir sagði Ómar skemmtilega frá og uppskar hlátur viðstaddra. Fyrirtækið óx hratt og fjölgaði viðskiptavinum Baseparking um 11.500 á árunum 2017 til 2018, um 600% aukning. „Það er mikið búið að fara úrskeiðis og mikið búið að lærast,“ sagði Ómar. Í erindi sínu sýndi Ómar mynd af gröfu sem lagt hafði verið fyrir bílastæði Baseparking með þeim afleiðingum að ekki var hægt að afhenda bíla í þeirra vörslu.Skjáskot/YoutubeKostnaðarsöm samskipti sem „ríkisrisinn“ finnur lítið fyrir Líkt og fyrr sagði er helsti keppinautur Baseparking Isavia sem er í ríkiseigu. Ómar segir samskipti Baseparking við Isavia hafa einkennst af því að hafa farið fram í gegnum lögmenn og ráðgjafa. „Samskiptin hafa kostað okkur gríðarlega peninga, þetta litla frumkvöðlafyrirtæki. Ég efast um að ríkisrisinn finni mikið fyrir því,“ sagði Ómar. Hann segir Baseparking hafa fengið um átta kærur fyrir ýmisleg „vitlaus brot“ og að samskiptin við samkeppnisaðilann hafi ekki verið auðveld í gegnum tíðina. Þá sé kæra í vinnslu hjá samkeppniseftirlitinu vegna framferðis Isavia. Í erindi sínu sýndi Ómar mynd af gröfu sem lagt hafði verið fyrir svokallað undirbúningsstæði Baseparking. Gröfunni hafði verið lagt fyrir innkeyrsluna og því hafði ekki verið hægt að afhenda bíla viðskiptavina. Hann segir kúnna sína hafa verið brjálaða en reiðin hafi aðallega beinst að Isavia fyrir uppátækið. Ómar tók fleiri dæmi um svipuð atvik þar sem lokað hefði verið fyrir bílastæði Baseparking með þeim afleiðingum að viðskiptavinir gátu ekki fengið bíla sína afhenta. Hann segir það hafa komið sér mest á óvart hve erfið samskiptin voru við samkeppnisaðilann. „Við höfum alltaf reynt að halda þessum samskiptum í góðu og viljað gera þetta í samstarfi og vonumst enn þá til að það gerist.“Erindi Ómars má sjá hér að neðan. Samkeppnismál Tengdar fréttir Vísa ásökunum um bellibrögð á bug Isavia vísar því á bug að fyrirtækið beiti bellibrögðum í samkeppni við bílastæðafyrirtækið BaseParking á Suðurnesjum. 19. desember 2017 06:00 Frumkvöðlar saka ISAVIA um bellibrögð Fyrirtækið BaseParking segir ISAVIA, í krafti aðstöðu sinnar, gera því lífið leitt með alls konar bellibrögðum. Hefur kvartað til Samkeppniseftirlitsins vegna framferðis ríkisfyrirtækisins sem býður upp á sömu þjónustu og BaseParking. 18. desember 2017 07:15 Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Ómar Þröstur Hjaltason, framkvæmdarstjóri Baseparking, var með erindi á aðalfundi Félags atvinnurekenda og lýsti þar upphafi fyrirtækisins og þeim áskorunum sem það hefur mætt frá því það hóf rekstur. Baseparking er bílastæðaþjónusta við Keflavíkurflugvöll sem hóf starfsemi sína árið 2017. Fyrirtækið tekur við bílum viðskiptavina sinna við flugstöðina, leggur þeim á bílastæði sínu við Ásbrú og afhendir svo bílana við flugstöðina við heimkomu. Helsti samkeppnisaðili Baseparking er Isavia sem er í eigu ríkisins og sér meðal annars um rekstur bílastæða við flugvöllinn.Sjá einnig: Frumkvöðlar saka ISAVIA um bellibrögð Hugmyndin kviknaði vorið 2017 þegar bílastæði flugvallarins voru full og vísaði Ómar þar í frétt Vísis þar sem sagt var frá því að farþegum væri ráðlagt að taka rútu eða láta skutla sér að flugvellinum. Ómar og viðskiptafélagi hans hafi þá áttað sig á því að það væri augljós markaður fyrir þjónustu í líkingu við þá sem þeir bjóða nú upp á. Hröð atburðarrás í upphafi „Byrjunin var svolítið skrautleg. Við vorum ekki með neitt ferli, engin kerfi utan um þetta. Við vorum bara með þetta í Excel skjali og tókum við pöntunum í email. Við vorum alltaf að skrifa inn vitlaus bílnúmer og vitlaus símanúmer og allt í klessu. Hlaupandi og týnandi öllu,“ sagði Ómar í erindi sínu. Hann minnist þess að eftir aðeins tvær vikur í rekstri var fyrirtækið með um 250 bíla á bílaplani sínu á Ásbrú. Þá hafi enginn lykill verið merktur, áttatíu Toyota-lyklar verið í kassa og eigendur tuttugu þeirra að lenda daginn eftir sagði Ómar skemmtilega frá og uppskar hlátur viðstaddra. Fyrirtækið óx hratt og fjölgaði viðskiptavinum Baseparking um 11.500 á árunum 2017 til 2018, um 600% aukning. „Það er mikið búið að fara úrskeiðis og mikið búið að lærast,“ sagði Ómar. Í erindi sínu sýndi Ómar mynd af gröfu sem lagt hafði verið fyrir bílastæði Baseparking með þeim afleiðingum að ekki var hægt að afhenda bíla í þeirra vörslu.Skjáskot/YoutubeKostnaðarsöm samskipti sem „ríkisrisinn“ finnur lítið fyrir Líkt og fyrr sagði er helsti keppinautur Baseparking Isavia sem er í ríkiseigu. Ómar segir samskipti Baseparking við Isavia hafa einkennst af því að hafa farið fram í gegnum lögmenn og ráðgjafa. „Samskiptin hafa kostað okkur gríðarlega peninga, þetta litla frumkvöðlafyrirtæki. Ég efast um að ríkisrisinn finni mikið fyrir því,“ sagði Ómar. Hann segir Baseparking hafa fengið um átta kærur fyrir ýmisleg „vitlaus brot“ og að samskiptin við samkeppnisaðilann hafi ekki verið auðveld í gegnum tíðina. Þá sé kæra í vinnslu hjá samkeppniseftirlitinu vegna framferðis Isavia. Í erindi sínu sýndi Ómar mynd af gröfu sem lagt hafði verið fyrir svokallað undirbúningsstæði Baseparking. Gröfunni hafði verið lagt fyrir innkeyrsluna og því hafði ekki verið hægt að afhenda bíla viðskiptavina. Hann segir kúnna sína hafa verið brjálaða en reiðin hafi aðallega beinst að Isavia fyrir uppátækið. Ómar tók fleiri dæmi um svipuð atvik þar sem lokað hefði verið fyrir bílastæði Baseparking með þeim afleiðingum að viðskiptavinir gátu ekki fengið bíla sína afhenta. Hann segir það hafa komið sér mest á óvart hve erfið samskiptin voru við samkeppnisaðilann. „Við höfum alltaf reynt að halda þessum samskiptum í góðu og viljað gera þetta í samstarfi og vonumst enn þá til að það gerist.“Erindi Ómars má sjá hér að neðan.
Samkeppnismál Tengdar fréttir Vísa ásökunum um bellibrögð á bug Isavia vísar því á bug að fyrirtækið beiti bellibrögðum í samkeppni við bílastæðafyrirtækið BaseParking á Suðurnesjum. 19. desember 2017 06:00 Frumkvöðlar saka ISAVIA um bellibrögð Fyrirtækið BaseParking segir ISAVIA, í krafti aðstöðu sinnar, gera því lífið leitt með alls konar bellibrögðum. Hefur kvartað til Samkeppniseftirlitsins vegna framferðis ríkisfyrirtækisins sem býður upp á sömu þjónustu og BaseParking. 18. desember 2017 07:15 Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Vísa ásökunum um bellibrögð á bug Isavia vísar því á bug að fyrirtækið beiti bellibrögðum í samkeppni við bílastæðafyrirtækið BaseParking á Suðurnesjum. 19. desember 2017 06:00
Frumkvöðlar saka ISAVIA um bellibrögð Fyrirtækið BaseParking segir ISAVIA, í krafti aðstöðu sinnar, gera því lífið leitt með alls konar bellibrögðum. Hefur kvartað til Samkeppniseftirlitsins vegna framferðis ríkisfyrirtækisins sem býður upp á sömu þjónustu og BaseParking. 18. desember 2017 07:15