Breska stúlkan sem gekk til liðs við ISIS eignaðist dreng og vill komast til Bretlands Birgir Olgeirsson skrifar 17. febrúar 2019 13:12 Shamima Begum fór til Sýrlands árið 2015 til að ganga til liðs við ISIS ásamt tveimur öðrum stúlkum. Vísir/Getty Shamima Begum, táningurinn sem fór frá Bretlandi til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin sem kenndu sig við íslamskt ríki, hefur fætt barn. Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar er vitnað í yfirlýsingu sem lögmaður fjölskyldu hennar sendi fjölmiðlum. Í yfirlýsingunni kemur fram að móður og barni heilsist vel. Það var blaðamaður Times sem fann Begum í flóttamannabúðum í Sýrlandi í síðustu viku og sagði frá því að Begum væri langt gengin og vildi fara aftur til Bretlands barnsins vegna. Í samtali við blaðamann Times sagðist Begum hafa eignast tvö börn til viðbótar sem dóu í Sýrlandi. Sky News ræddi einnig við hina nítján ára gömlu Begum í flóttamannabúðunum en þar sagði hún fólki ætti að sýna hennar aðstæðum skilning. „Ég vissi ekki hvað ég var að koma mér út í,“ sagði Begum við Sky.Shamima þegar hún yfirgaf Bretland árið 2015.Vísir/EPALögmaður fjölskyldu hennar, Mohammed Tasnime Akunjee, sagði í yfirlýsingunni að fjölskyldan hefði verið upplýst um að barnið væri fætt. „Við höfum ekki haft beint samband við Samima. Við vonumst til að koma á samtali við hana fljótlega svo við getum fengið beina staðfestingu,“ segir í yfirlýsingunni. Lögmaðurinn greindi síðar frá því á Twitter að Begum hefði eignast dreng. Jeremy Wright, ráðherra menningarmála í Bretlandi, sagði við BBC að þjóðerni barnsins lægi ekki fyrir að svo stöddu. Hann bætti við að ef Begum vill snúa aftur til Bretlands þá sé henni það velkomið en hún geti búist við að vera látin svara fyrir gjörðir sínar. Begum fór til Sýrlands til að ganga til liðs við ISIS í febrúar árið 2015 ásamt bresku táningsstúlkunum Kadiza Sultana og Amira Abase. Begum sagði við Times að Kadiza hefði farist í sprengjuárás en örlög Amiru Abase væru á huldu. Sagðist Begum hafa náð að flýja frá Baghuz, eitt af síðust vígum ISIS í austur Sýrlandi, fyrir tveimur vikum en eiginmaður hennar, Hollendingur sem hafði gerst múslimi, hefði gefist upp fyrir sýrlenskum hermönnum. Bretland Sýrland Tengdar fréttir Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira
Shamima Begum, táningurinn sem fór frá Bretlandi til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin sem kenndu sig við íslamskt ríki, hefur fætt barn. Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar er vitnað í yfirlýsingu sem lögmaður fjölskyldu hennar sendi fjölmiðlum. Í yfirlýsingunni kemur fram að móður og barni heilsist vel. Það var blaðamaður Times sem fann Begum í flóttamannabúðum í Sýrlandi í síðustu viku og sagði frá því að Begum væri langt gengin og vildi fara aftur til Bretlands barnsins vegna. Í samtali við blaðamann Times sagðist Begum hafa eignast tvö börn til viðbótar sem dóu í Sýrlandi. Sky News ræddi einnig við hina nítján ára gömlu Begum í flóttamannabúðunum en þar sagði hún fólki ætti að sýna hennar aðstæðum skilning. „Ég vissi ekki hvað ég var að koma mér út í,“ sagði Begum við Sky.Shamima þegar hún yfirgaf Bretland árið 2015.Vísir/EPALögmaður fjölskyldu hennar, Mohammed Tasnime Akunjee, sagði í yfirlýsingunni að fjölskyldan hefði verið upplýst um að barnið væri fætt. „Við höfum ekki haft beint samband við Samima. Við vonumst til að koma á samtali við hana fljótlega svo við getum fengið beina staðfestingu,“ segir í yfirlýsingunni. Lögmaðurinn greindi síðar frá því á Twitter að Begum hefði eignast dreng. Jeremy Wright, ráðherra menningarmála í Bretlandi, sagði við BBC að þjóðerni barnsins lægi ekki fyrir að svo stöddu. Hann bætti við að ef Begum vill snúa aftur til Bretlands þá sé henni það velkomið en hún geti búist við að vera látin svara fyrir gjörðir sínar. Begum fór til Sýrlands til að ganga til liðs við ISIS í febrúar árið 2015 ásamt bresku táningsstúlkunum Kadiza Sultana og Amira Abase. Begum sagði við Times að Kadiza hefði farist í sprengjuárás en örlög Amiru Abase væru á huldu. Sagðist Begum hafa náð að flýja frá Baghuz, eitt af síðust vígum ISIS í austur Sýrlandi, fyrir tveimur vikum en eiginmaður hennar, Hollendingur sem hafði gerst múslimi, hefði gefist upp fyrir sýrlenskum hermönnum.
Bretland Sýrland Tengdar fréttir Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira
Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48