Ráðgjafi Trump segir forsetann tilbúinn til að beita neitunarvaldi Andri Eysteinsson skrifar 17. febrúar 2019 16:17 Stephen Miller ráðgjafi Trump segir forsetann tilbúinn til að beita neitunarvaldi. EPA/Alex Wong Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hyggst beita neitunarvaldi sínu velji Bandaríkjaþing að hafna neyðarástandsyfirlýsingu forsetans. Þetta segir ráðgjafi forsetans, Stephen Miller við Fox News en AP greinir frá. Miller var gestur í sjónvarpsþættinum Fox News Sunday og sagði þar Trump ætla að verja neyðarástandsyfirlýsinguna með kjafti og klóm. Spurður hvort það þýddi að Trump myndi beita neitunarvaldi sínu yfir þinginu svaraði Miller játandi. Trump lýsti yfir neyðarástandi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó síðasta föstudag, það gerði hann til þess að komast í kringum ferla Bandaríkjaþings og ráðstafa fjármunum til þess að reisa landamæramúrinn sem hann hefur kallað eftir í áraraðir.Sjá einnig: Trump lýsir yfir neyðarástandi á landamærunum Ekki leið á löngu eftir yfirlýsingu Trump að andstæðingar hans, Demókratar, lýstu því yfir að þeir myndu stöðva forsetann og aflétta neyðarástandinuSjá einnig: Demókratar ætla að standa í vegi fyrir Trump Meðal aðgerða sem Demókratar hugðust beita væri að leggja fram frumvarp. Líklegt þykir að meirihluti þingmanna styðji slíkt frumvarp og því myndi það berast til forsetans. Hann myndi þó, eins og Miller sagði, líklegast beita neitunarvaldi og þar með skjóta því aftur til beggja þingdeilda. Þar þyrftu Demókratar að fá aukinn meirihluta í deildum þingsins til þess að ógilda neitun forsetans. Ólíklegt þykir þó að aukinn meirihluti sé til staðar fyrir afléttingu neyðarástandsyfirlýsingarinnar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar ætla að standa í vegi fyrir Trump Ákvörðun Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um að lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum við Mexíkó hefur fallið í grýttan jarðveg hjá demókrataflokknum. Þingmenn leita nú leiða til að stöðva Trump. 15. febrúar 2019 22:05 Trump lýsir yfir neyðarástandi á landamærunum Fastlega er gert ráð fyrir að neyðaryfirlýsingunni verði strax skotið til dómstóla sem gætu fellt hana úr gildi. 15. febrúar 2019 16:31 Trump gæti fengið mótframboð í Repúblikanaflokknum Fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts ætlar að gera sitt besta til að blóðga forsetann með því að bjóða sig fram gegn honum fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. 15. febrúar 2019 14:32 Trump mun lýsa yfir neyðarástandi Hann ætlar einnig að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem þingmenn Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins komust að samkomulagi um varðandi fjármögnun til öryggismála á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 14. febrúar 2019 21:32 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hyggst beita neitunarvaldi sínu velji Bandaríkjaþing að hafna neyðarástandsyfirlýsingu forsetans. Þetta segir ráðgjafi forsetans, Stephen Miller við Fox News en AP greinir frá. Miller var gestur í sjónvarpsþættinum Fox News Sunday og sagði þar Trump ætla að verja neyðarástandsyfirlýsinguna með kjafti og klóm. Spurður hvort það þýddi að Trump myndi beita neitunarvaldi sínu yfir þinginu svaraði Miller játandi. Trump lýsti yfir neyðarástandi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó síðasta föstudag, það gerði hann til þess að komast í kringum ferla Bandaríkjaþings og ráðstafa fjármunum til þess að reisa landamæramúrinn sem hann hefur kallað eftir í áraraðir.Sjá einnig: Trump lýsir yfir neyðarástandi á landamærunum Ekki leið á löngu eftir yfirlýsingu Trump að andstæðingar hans, Demókratar, lýstu því yfir að þeir myndu stöðva forsetann og aflétta neyðarástandinuSjá einnig: Demókratar ætla að standa í vegi fyrir Trump Meðal aðgerða sem Demókratar hugðust beita væri að leggja fram frumvarp. Líklegt þykir að meirihluti þingmanna styðji slíkt frumvarp og því myndi það berast til forsetans. Hann myndi þó, eins og Miller sagði, líklegast beita neitunarvaldi og þar með skjóta því aftur til beggja þingdeilda. Þar þyrftu Demókratar að fá aukinn meirihluta í deildum þingsins til þess að ógilda neitun forsetans. Ólíklegt þykir þó að aukinn meirihluti sé til staðar fyrir afléttingu neyðarástandsyfirlýsingarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar ætla að standa í vegi fyrir Trump Ákvörðun Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um að lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum við Mexíkó hefur fallið í grýttan jarðveg hjá demókrataflokknum. Þingmenn leita nú leiða til að stöðva Trump. 15. febrúar 2019 22:05 Trump lýsir yfir neyðarástandi á landamærunum Fastlega er gert ráð fyrir að neyðaryfirlýsingunni verði strax skotið til dómstóla sem gætu fellt hana úr gildi. 15. febrúar 2019 16:31 Trump gæti fengið mótframboð í Repúblikanaflokknum Fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts ætlar að gera sitt besta til að blóðga forsetann með því að bjóða sig fram gegn honum fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. 15. febrúar 2019 14:32 Trump mun lýsa yfir neyðarástandi Hann ætlar einnig að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem þingmenn Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins komust að samkomulagi um varðandi fjármögnun til öryggismála á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 14. febrúar 2019 21:32 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Demókratar ætla að standa í vegi fyrir Trump Ákvörðun Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um að lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum við Mexíkó hefur fallið í grýttan jarðveg hjá demókrataflokknum. Þingmenn leita nú leiða til að stöðva Trump. 15. febrúar 2019 22:05
Trump lýsir yfir neyðarástandi á landamærunum Fastlega er gert ráð fyrir að neyðaryfirlýsingunni verði strax skotið til dómstóla sem gætu fellt hana úr gildi. 15. febrúar 2019 16:31
Trump gæti fengið mótframboð í Repúblikanaflokknum Fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts ætlar að gera sitt besta til að blóðga forsetann með því að bjóða sig fram gegn honum fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. 15. febrúar 2019 14:32
Trump mun lýsa yfir neyðarástandi Hann ætlar einnig að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem þingmenn Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins komust að samkomulagi um varðandi fjármögnun til öryggismála á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 14. febrúar 2019 21:32