Tryggvi fær loksins að snúa heim á Hvolsvöll í haust Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. febrúar 2019 19:45 Tryggvi Ingólfsson fær að snúa heim aftur á dvalar- og hjúkrunarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli í haust, eftir að hafa verið í stofufangelsi á Landspítalanum í á að verða eitt ár. Tryggvi fagnar fréttunum en segir þó allt of langt að bíða til haustsins. Stuðningsmenn Tryggva afhentu félags- og barnamálaráðherra samantekt um málefni Tryggva fyrir helgi, auk þess sem oddviti Rangárþings eystra og sveitarstjóri fengu samskonar gögn. Tryggvi lamaðist frá hálsi þegar hann datt af hestbaki árið 2006 en eftir slysið fékk hann pláss á Kirkjuhvoli í heimabæ sínum Hvolsvelli og leið þar mjög vel í þau ellefu ár sem hann bjó þar. Tryggvi þurfti að fara í aðgerð á Landspítalanum og dvelja þar í þrjá mánuði en þegar hann ætlaði að snúa aftur heim á Kirkjuhvol höfðu tólf starfsmenn heimilisins skrifað undir bréf þess efnis að þeir myndu ganga út ef Tryggvi kæmi aftur. Á meðan hefur Tryggvi þurft að vera í „stofufangelsi á Landspítalanum, eins og hann segir sjálfur, í að verða eitt ár. Hafa læknar þó metið hann útskriftarhæfan.Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra tók við skýrslu um málefni Tryggva frá stuðningsmönnum hans á föstudaginn. Þar var líka Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.Magnús HlynurEn getur Tryggvi ímyndað sér af hverju þessi tólf starfsmenn vildu ekki fá hann aftur á Kirkjuhvol?„Nei, það get ég ekki. Ég hef í tvígang beðið um að fá að tala við þau og funda með þeim ef það væri eitthvað, sem ég hefði gert af mér, sem ég áttaði mig ekki á. Vildi þá leiðrétta það og koma því í lag. Í bæði skiptin var mér neitað um það,“ segir Tryggvi. En Tryggvi vill fara aftur á Kirkjuhvol. „Já, ég hef alltaf sagt það að ég vildi fara á Kirkjuhvol þrátt fyrir þetta, því að þarna leið mér vel. Mér fannst starfsfólkið sem annaðist mig alla vega mjög góðir vinir mínir,“ bætir Tryggvi við. Tryggvi eyðir deginum mikið í tölvunni þar sem hann stýrir músinni með hökunni og kinnum. Á föstudaginn fékk Tryggvi bestu fréttir sem hann hefur fengið lengi þegar hann fékk tölvupóst frá Antoni Kára Halldórssyni, sveitarstjóra Rangárþings eystra. „Þar sem að hann tilkynnti mér það að Kirkjuhvoll væri tilbúinn að taka á móti mér 1. september næstkomandi. Ég er mjög lukkulegur með þetta. Það eina sér mér finnst slæmt að þurfa að bíða í sjö mánuði í viðbót og ég veit í rauninni ekkert hvar ég á að bíða.“ Tryggvi hrósar starfsfólki lungadeildar Landspítalans fyrri frábæra umönnun en hann þráir þó ekkert heitara en að komast heim á Kirkjuhvol sem fyrst. Ekki hafa fengist neinar skýringar hjá sveitarstjórn Rangárþings eystra, sem fer með málefni Kirkjuhvols, af hverju Tryggva var úthýst af heimilinu á sínum tíma.Lilja Einarsdóttir, oddviti Rangárþings eystra og Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri tóku líka á móti skýrslu um málefni Tryggva á föstudaginn en það var Sæunn Þóra Þórarinsdóttir, sem vann skýrsluna sem sá um að afhenda þeim hana.AðsendTryggvi styttir sér stundir með því að vinna í tölvunni sinni en hann notar hökuna og kinnar til að stjórna músinni.Magnús HlynurTryggvi sem segist vera í stofufangelsi á Landsspítalanum enda voru læknar búnir að útskrifa hann af spítalanum fyrir tæplegu ári síðan. Á meðan hann kemst ekki í burtu þá teppir hann tvö pláss á lungadeildinni með tilheyrandi kostnaði. Heilbrigðismál Landspítalinn Rangárþing eystra Tengdar fréttir Þráir að komast heim á Hvolsvöll Stuðningshópur Tryggva Ingólfssonar á Hvolsvelli hefur sett á laggirnar undirskriftalista þar sem skorað er á sveitarstjóra Rangárþings eystra og ráðherra heilbrigðisráðuneytis að finna lausn á búsetuúrræðum fyrir Tryggva. 31. janúar 2019 09:45 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Sjá meira
Tryggvi Ingólfsson fær að snúa heim aftur á dvalar- og hjúkrunarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli í haust, eftir að hafa verið í stofufangelsi á Landspítalanum í á að verða eitt ár. Tryggvi fagnar fréttunum en segir þó allt of langt að bíða til haustsins. Stuðningsmenn Tryggva afhentu félags- og barnamálaráðherra samantekt um málefni Tryggva fyrir helgi, auk þess sem oddviti Rangárþings eystra og sveitarstjóri fengu samskonar gögn. Tryggvi lamaðist frá hálsi þegar hann datt af hestbaki árið 2006 en eftir slysið fékk hann pláss á Kirkjuhvoli í heimabæ sínum Hvolsvelli og leið þar mjög vel í þau ellefu ár sem hann bjó þar. Tryggvi þurfti að fara í aðgerð á Landspítalanum og dvelja þar í þrjá mánuði en þegar hann ætlaði að snúa aftur heim á Kirkjuhvol höfðu tólf starfsmenn heimilisins skrifað undir bréf þess efnis að þeir myndu ganga út ef Tryggvi kæmi aftur. Á meðan hefur Tryggvi þurft að vera í „stofufangelsi á Landspítalanum, eins og hann segir sjálfur, í að verða eitt ár. Hafa læknar þó metið hann útskriftarhæfan.Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra tók við skýrslu um málefni Tryggva frá stuðningsmönnum hans á föstudaginn. Þar var líka Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.Magnús HlynurEn getur Tryggvi ímyndað sér af hverju þessi tólf starfsmenn vildu ekki fá hann aftur á Kirkjuhvol?„Nei, það get ég ekki. Ég hef í tvígang beðið um að fá að tala við þau og funda með þeim ef það væri eitthvað, sem ég hefði gert af mér, sem ég áttaði mig ekki á. Vildi þá leiðrétta það og koma því í lag. Í bæði skiptin var mér neitað um það,“ segir Tryggvi. En Tryggvi vill fara aftur á Kirkjuhvol. „Já, ég hef alltaf sagt það að ég vildi fara á Kirkjuhvol þrátt fyrir þetta, því að þarna leið mér vel. Mér fannst starfsfólkið sem annaðist mig alla vega mjög góðir vinir mínir,“ bætir Tryggvi við. Tryggvi eyðir deginum mikið í tölvunni þar sem hann stýrir músinni með hökunni og kinnum. Á föstudaginn fékk Tryggvi bestu fréttir sem hann hefur fengið lengi þegar hann fékk tölvupóst frá Antoni Kára Halldórssyni, sveitarstjóra Rangárþings eystra. „Þar sem að hann tilkynnti mér það að Kirkjuhvoll væri tilbúinn að taka á móti mér 1. september næstkomandi. Ég er mjög lukkulegur með þetta. Það eina sér mér finnst slæmt að þurfa að bíða í sjö mánuði í viðbót og ég veit í rauninni ekkert hvar ég á að bíða.“ Tryggvi hrósar starfsfólki lungadeildar Landspítalans fyrri frábæra umönnun en hann þráir þó ekkert heitara en að komast heim á Kirkjuhvol sem fyrst. Ekki hafa fengist neinar skýringar hjá sveitarstjórn Rangárþings eystra, sem fer með málefni Kirkjuhvols, af hverju Tryggva var úthýst af heimilinu á sínum tíma.Lilja Einarsdóttir, oddviti Rangárþings eystra og Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri tóku líka á móti skýrslu um málefni Tryggva á föstudaginn en það var Sæunn Þóra Þórarinsdóttir, sem vann skýrsluna sem sá um að afhenda þeim hana.AðsendTryggvi styttir sér stundir með því að vinna í tölvunni sinni en hann notar hökuna og kinnar til að stjórna músinni.Magnús HlynurTryggvi sem segist vera í stofufangelsi á Landsspítalanum enda voru læknar búnir að útskrifa hann af spítalanum fyrir tæplegu ári síðan. Á meðan hann kemst ekki í burtu þá teppir hann tvö pláss á lungadeildinni með tilheyrandi kostnaði.
Heilbrigðismál Landspítalinn Rangárþing eystra Tengdar fréttir Þráir að komast heim á Hvolsvöll Stuðningshópur Tryggva Ingólfssonar á Hvolsvelli hefur sett á laggirnar undirskriftalista þar sem skorað er á sveitarstjóra Rangárþings eystra og ráðherra heilbrigðisráðuneytis að finna lausn á búsetuúrræðum fyrir Tryggva. 31. janúar 2019 09:45 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Sjá meira
Þráir að komast heim á Hvolsvöll Stuðningshópur Tryggva Ingólfssonar á Hvolsvelli hefur sett á laggirnar undirskriftalista þar sem skorað er á sveitarstjóra Rangárþings eystra og ráðherra heilbrigðisráðuneytis að finna lausn á búsetuúrræðum fyrir Tryggva. 31. janúar 2019 09:45