Heyrnarlausir flosna úr starfi því ríkið greiðir ekki atvinnutúlkun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. febrúar 2019 20:30 Formaður félags heyrnarlausra segir óskiljanlegt að hið opinbera skuli ekki bjóða upp á atvinnutúlkun fyrir heyrnarlausa hér á landi sem hafi verið gert annars staðar á Norðurlöndum áratugum saman. Stór hópur heyrnarlausra sem hefur menntað sig, og vill og getur unnið, flosni úr starfi vegna þessa og fari á örorkubætur. Þá sé erfitt fyrir heyrnarlausa að fá vinnu þar sem vinnuveitandinn þurfi að greiða fyrir túlkaþjónustuna. Atvinnutúlkun gerir heyrnarlausum kleift að fá túlk til dæmis á starfsmannafundi og viðburði tengda vinnu eða á endurmenntunarnámskeið en ríkið greiðir ekki fyrir slíka þjónustu til handa heyrnarlausum hér á landi. Aftur á móti er táknmálstúlkaþjónusta í framhaldsskólum og í Háskóla Íslands kostuð af ríkinu. Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður félags heyrnarlausra, segir þetta hafa leitt til þess að heyrnalausir hafi dregist aftur úr eða jafnvel staðnað í starfi. Þá fækki þetta tækifærum fólksins á að fá vinnu þar sem vinnuveitandinn þarf sjálfur að greiða fyrir túlkaþjónustu. Félagið hafi lengi reynt að vekja athygli stjórnavalda á þessu en í dag er stór hluti félagsmanna á örorkubótum, hópur sem vill og getur verið á vinnumarkaði. „Þetta er stór mannauður af fólki sem að upplifir kulnun eða of mikla streytu í starfi til að takast á við þessar áskoranir í vinnunni,“ segir Heiðdís Dögg. Atvinnutúlkun hafi staðið heyrnarlausum til boð á öllum Norðurlöndunum í áratugi. Sjálf er Heiðdís menntaður hjúkrunarfræðingur og þekkir vandamálið að eigin raun. „Svo eru fleiri heyrnarlausir sem eru víða sem vilja fá endurmenntun eða taka þátt í fundum sem lenda í vandræðum útaf þessu. Þau staðna í raun á meðan annað starfsfólk fær miklu fleiri tækifæri,“ segir Heiðdís.Ríkið spari á því að greiða atvinnutúlkÁætlaður kostnaður til að uppfylla túlkaþörf fyrir heyrnarlausa á vinnumarkaði er um þrjátíu milljónir á ári samkvæmt útreikningum félagsins. Félagið hefur nú reiknað út hve mikið ríkið sparar ef fimmtíu heyrnarlausir fara af fullum bótum og að vinna fyrir 320.000 krónur á mánuði en það væru um 112 milljónir á ári, auk þess sem ríkið fengi 39 milljónir í skatttekjur af laununum. Samtals væri ávinningurinn því 122 milljónir. „Og þetta hefur áhrif á almennt geðheilbrigði hvort fólk eru virkir þjóðfélagsþegnar eða ekki. Ekki gott að vera loka sig af og vera á bótum,“ segir Heiðdís. Félagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Formaður félags heyrnarlausra segir óskiljanlegt að hið opinbera skuli ekki bjóða upp á atvinnutúlkun fyrir heyrnarlausa hér á landi sem hafi verið gert annars staðar á Norðurlöndum áratugum saman. Stór hópur heyrnarlausra sem hefur menntað sig, og vill og getur unnið, flosni úr starfi vegna þessa og fari á örorkubætur. Þá sé erfitt fyrir heyrnarlausa að fá vinnu þar sem vinnuveitandinn þurfi að greiða fyrir túlkaþjónustuna. Atvinnutúlkun gerir heyrnarlausum kleift að fá túlk til dæmis á starfsmannafundi og viðburði tengda vinnu eða á endurmenntunarnámskeið en ríkið greiðir ekki fyrir slíka þjónustu til handa heyrnarlausum hér á landi. Aftur á móti er táknmálstúlkaþjónusta í framhaldsskólum og í Háskóla Íslands kostuð af ríkinu. Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður félags heyrnarlausra, segir þetta hafa leitt til þess að heyrnalausir hafi dregist aftur úr eða jafnvel staðnað í starfi. Þá fækki þetta tækifærum fólksins á að fá vinnu þar sem vinnuveitandinn þarf sjálfur að greiða fyrir túlkaþjónustu. Félagið hafi lengi reynt að vekja athygli stjórnavalda á þessu en í dag er stór hluti félagsmanna á örorkubótum, hópur sem vill og getur verið á vinnumarkaði. „Þetta er stór mannauður af fólki sem að upplifir kulnun eða of mikla streytu í starfi til að takast á við þessar áskoranir í vinnunni,“ segir Heiðdís Dögg. Atvinnutúlkun hafi staðið heyrnarlausum til boð á öllum Norðurlöndunum í áratugi. Sjálf er Heiðdís menntaður hjúkrunarfræðingur og þekkir vandamálið að eigin raun. „Svo eru fleiri heyrnarlausir sem eru víða sem vilja fá endurmenntun eða taka þátt í fundum sem lenda í vandræðum útaf þessu. Þau staðna í raun á meðan annað starfsfólk fær miklu fleiri tækifæri,“ segir Heiðdís.Ríkið spari á því að greiða atvinnutúlkÁætlaður kostnaður til að uppfylla túlkaþörf fyrir heyrnarlausa á vinnumarkaði er um þrjátíu milljónir á ári samkvæmt útreikningum félagsins. Félagið hefur nú reiknað út hve mikið ríkið sparar ef fimmtíu heyrnarlausir fara af fullum bótum og að vinna fyrir 320.000 krónur á mánuði en það væru um 112 milljónir á ári, auk þess sem ríkið fengi 39 milljónir í skatttekjur af laununum. Samtals væri ávinningurinn því 122 milljónir. „Og þetta hefur áhrif á almennt geðheilbrigði hvort fólk eru virkir þjóðfélagsþegnar eða ekki. Ekki gott að vera loka sig af og vera á bótum,“ segir Heiðdís.
Félagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira