Erlent

Vill rannsaka hvort staðið hafi til að steypa Trump af stóli

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. Vísir/EPA
Öldungadeildarþingmaðurinn Lindsey Graham, sem fer fyrir laganefnd þingsins hefur heitið því að komast til botns í sögusögnum sem verið hafa á sveimi þess efnis að menn úr leyniþjónustu Bandaríkjanna og víðar úr stjórnkerfinu hafi rætt það sín í milli að beita 25. viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna til þess að koma Donald Trump forseta frá völdum.

Þessar viðræður eiga að hafa átt sér stað árið 2017. Málið hefur af og til dúkkað upp síðustu misserin en það var þáttur í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes í gær sem fyllti mælinn hjá Graham.

Þar var í viðtali Andrew McCabe, fyrrverandi starfandi forstjóri Alríkislögreglunnar, sem segir að aðstoðarutanríkisráðherrann Rod Rosenstein hafi rætt það af alvöru að beita ákvæðinu, sem gerir mönnum kleift að losna við forseta, ef hann er metinn óhæfur til að sinna störfum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×