Flúði fimmtán ára í arma ISIS en ætlaði sér ekki að verða auglýsing fyrir samtökin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. febrúar 2019 14:00 Shamima Begum fór til Sýrlands árið 2015 til að ganga til liðs við ISIS ásamt tveimur öðrum stúlkum. Vísir/Getty Shamima Begun, skólastúlkan sem flúði Bretland árið 2015, þá fimmtán ára gömul, segist aldrei hafa ætlað sér að verða einhvers konar auglýsing fyrir hryðjuverkasamtökin ISIS. Hún vill nú snúa aftur til Bretlands.Blaðamaður Times fann Begum í flóttamannabúðum í Sýrlandi í síðustu viku og sagði frá því að Begum væri langt gengin og vildi fara aftur til Bretlands barnsins vegna. Í gær var greint frá því að hún væri búinn að eignast barnið en í dag birti BBC viðtali við Begun. „Ég styð sum bresk gildi og ég vil fara aftur til Bretlands og setjast þar að á ný. Ég er tilbúin til þess að aðlagast samfélaginu aftur og allt það,“ sagði hin 19 ára gamla Begun.Shamima þegar hún yfirgaf Bretland árið 2015.Vísir/EPAEitt að drepa hermenn, annað að drepa saklaust fólk Árið 2015 fór Begum til Sýrlands til að ganga til liðs við ISIS ásamt bresku táningsstúlkunum Kadiza Sultana og Amira Abase. Talið er að Kadiza hafi farist í sprengjuárás en örlög Amiru Abase eru á huldu.Í viðtalinu var Begun spurð að því hvort hún hafi gert sér grein fyrir því að ISIS hafi nýtt sér flótta þeirra frá Bretlandi í áróðursskyni. Sagði hún að það hafi ekki verið ætlun hennar að verða einhvers konar auglýsing fyrir ISIS. „Ég heyrði af því að margir hafi verið spenntir fyrir því að feta í fótspor okkar en það var ekki ég sem setti sjálfa mig í fréttirnar,“ svaraði Begun. Begun var einnig spurð hvað henni finndist um hryðjuverkaárásina í Manchester árið 2017, þegar 22 létust í sprengjutilræði sem ISIS segist bera ábyrgð á. „Mér finnst það vera rangt. Saklaust fólk var drepið,“ svaraði Begun. „Það er eitt að drepa hermann, það er sjálfsvörn en að drepa konur og börn, á sama hátt og konur og börn eru drepin í Baghuz núna í loftárásunum. Þetta gildir í báðar áttir.“Ýmislegt sem flækir heimkomuna Baghuz er síðasta vígi ISIS í Sýrlandi. Sagði Begun að liðsmenn ISIS hafi réttlæt hryðjuverkaárásirnar fyrir sér á þá leið að um hefndaraðgerðir væri að ræða. Hún hafi samþykkt þær röksemdarfærslur. Unnið er að því að koma Begun aftur til Bretlands en þar sem hún er breskur ríkisborgari þarf Bretland að taka á móti henni sé ekki hægt að sýna fram á að hún sé með annan ríkisborgararétt. Fjölskylda hennar segist vera reiðubúinn til þess að taka nýfætt barn hennar að sér á meðan hún sækir sér hjálp og glímir við afleiðingarnar af flóttanum frá árinu 2015.Sjá einnig:Sér mikið eftir því að hafa gengið til liðs við ISIS og vill nú heim til Bandaríkjanna Begun er stödd í flóttamannabúðum í Sýrlandi en í frétt BBC segir að verði hægt að koma henni á ræðismannaskrifstofu Bretlands í einhverju ríki, sé líklegt að hægt sé að koma henni til Bretlands. Þó séu ýmis mál sem geti flækt heimkomu hennar. Jeremy Wright, ráðherra menningarmála í Bretlandi, sagði við BBC á dögunum að þjóðerni barnsins lægi ekki fyrir að svo stöddu. Hann bætti við að ef Begum vill snúa aftur til Bretlands þá sé henni það velkomið en hún geti búist við að vera látin svara fyrir gjörðir sínar. Bretland Sýrland Tengdar fréttir Sér mikið eftir því að hafa gengið til liðs við ISIS og vill snúa heim til Bandaríkjanna Hoda Muthana, 24 ára gömul bandarísk kona sem gekk til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS, kveðst sjá mikið eftir því að hafa ferðast til Sýrlands á sínum tíma til að ganga til liðs við samtökin. 18. febrúar 2019 10:45 Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48 ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Kalífadæmi Íslamska ríkisins hefur dregist verulega saman og nú stjórna vígamenn hryðjuverkasamtakanna einungis um einum ferkílómetra í bænum Baghouz við landamæri Sýrlands og Írak. 14. febrúar 2019 23:29 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Shamima Begun, skólastúlkan sem flúði Bretland árið 2015, þá fimmtán ára gömul, segist aldrei hafa ætlað sér að verða einhvers konar auglýsing fyrir hryðjuverkasamtökin ISIS. Hún vill nú snúa aftur til Bretlands.Blaðamaður Times fann Begum í flóttamannabúðum í Sýrlandi í síðustu viku og sagði frá því að Begum væri langt gengin og vildi fara aftur til Bretlands barnsins vegna. Í gær var greint frá því að hún væri búinn að eignast barnið en í dag birti BBC viðtali við Begun. „Ég styð sum bresk gildi og ég vil fara aftur til Bretlands og setjast þar að á ný. Ég er tilbúin til þess að aðlagast samfélaginu aftur og allt það,“ sagði hin 19 ára gamla Begun.Shamima þegar hún yfirgaf Bretland árið 2015.Vísir/EPAEitt að drepa hermenn, annað að drepa saklaust fólk Árið 2015 fór Begum til Sýrlands til að ganga til liðs við ISIS ásamt bresku táningsstúlkunum Kadiza Sultana og Amira Abase. Talið er að Kadiza hafi farist í sprengjuárás en örlög Amiru Abase eru á huldu.Í viðtalinu var Begun spurð að því hvort hún hafi gert sér grein fyrir því að ISIS hafi nýtt sér flótta þeirra frá Bretlandi í áróðursskyni. Sagði hún að það hafi ekki verið ætlun hennar að verða einhvers konar auglýsing fyrir ISIS. „Ég heyrði af því að margir hafi verið spenntir fyrir því að feta í fótspor okkar en það var ekki ég sem setti sjálfa mig í fréttirnar,“ svaraði Begun. Begun var einnig spurð hvað henni finndist um hryðjuverkaárásina í Manchester árið 2017, þegar 22 létust í sprengjutilræði sem ISIS segist bera ábyrgð á. „Mér finnst það vera rangt. Saklaust fólk var drepið,“ svaraði Begun. „Það er eitt að drepa hermann, það er sjálfsvörn en að drepa konur og börn, á sama hátt og konur og börn eru drepin í Baghuz núna í loftárásunum. Þetta gildir í báðar áttir.“Ýmislegt sem flækir heimkomuna Baghuz er síðasta vígi ISIS í Sýrlandi. Sagði Begun að liðsmenn ISIS hafi réttlæt hryðjuverkaárásirnar fyrir sér á þá leið að um hefndaraðgerðir væri að ræða. Hún hafi samþykkt þær röksemdarfærslur. Unnið er að því að koma Begun aftur til Bretlands en þar sem hún er breskur ríkisborgari þarf Bretland að taka á móti henni sé ekki hægt að sýna fram á að hún sé með annan ríkisborgararétt. Fjölskylda hennar segist vera reiðubúinn til þess að taka nýfætt barn hennar að sér á meðan hún sækir sér hjálp og glímir við afleiðingarnar af flóttanum frá árinu 2015.Sjá einnig:Sér mikið eftir því að hafa gengið til liðs við ISIS og vill nú heim til Bandaríkjanna Begun er stödd í flóttamannabúðum í Sýrlandi en í frétt BBC segir að verði hægt að koma henni á ræðismannaskrifstofu Bretlands í einhverju ríki, sé líklegt að hægt sé að koma henni til Bretlands. Þó séu ýmis mál sem geti flækt heimkomu hennar. Jeremy Wright, ráðherra menningarmála í Bretlandi, sagði við BBC á dögunum að þjóðerni barnsins lægi ekki fyrir að svo stöddu. Hann bætti við að ef Begum vill snúa aftur til Bretlands þá sé henni það velkomið en hún geti búist við að vera látin svara fyrir gjörðir sínar.
Bretland Sýrland Tengdar fréttir Sér mikið eftir því að hafa gengið til liðs við ISIS og vill snúa heim til Bandaríkjanna Hoda Muthana, 24 ára gömul bandarísk kona sem gekk til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS, kveðst sjá mikið eftir því að hafa ferðast til Sýrlands á sínum tíma til að ganga til liðs við samtökin. 18. febrúar 2019 10:45 Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48 ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Kalífadæmi Íslamska ríkisins hefur dregist verulega saman og nú stjórna vígamenn hryðjuverkasamtakanna einungis um einum ferkílómetra í bænum Baghouz við landamæri Sýrlands og Írak. 14. febrúar 2019 23:29 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Sér mikið eftir því að hafa gengið til liðs við ISIS og vill snúa heim til Bandaríkjanna Hoda Muthana, 24 ára gömul bandarísk kona sem gekk til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS, kveðst sjá mikið eftir því að hafa ferðast til Sýrlands á sínum tíma til að ganga til liðs við samtökin. 18. febrúar 2019 10:45
Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48
ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Kalífadæmi Íslamska ríkisins hefur dregist verulega saman og nú stjórna vígamenn hryðjuverkasamtakanna einungis um einum ferkílómetra í bænum Baghouz við landamæri Sýrlands og Írak. 14. febrúar 2019 23:29