„Ég held áfram að byggja múrinn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. febrúar 2019 08:24 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er harðákveðinn í að byggja múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, sama hvað það kostar virðist vera. vísir/getty Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segist ætla að halda áfram að byggja múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna og lokið verði við byggingu múrsins. Hvort hann þurfi að lýsa yfir neyðarástandi til að ljúka verkinu segir hann að eigi eftir að koma í ljós. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ítarlegu viðtali við forsetann í New York Times. Trump hefur ekki verið mjög hrifinn af blaðinu í gegnum tíðina en viðtalið kom til eftir að forsetinn bauð útgefanda New York Times, A. G. Sulzberger, í kvöldmat. Sagði forsetinn að þeir gætu rætt málin sín á milli (off the record) en Sulzberger afþakkaði boðið en spurði Trump hvort hann vildi ekki bara koma í viðtal on the record við tvo blaðamenn New York Times. Samþykkti forsetinn það.Sjá einnig:Trump sagður færast nær því að lýsa yfir neyðarástandi vegna múrsins Farið er um víðan völl í viðtalinu og meðal annars rætt um stefnu forsetans í Sýrlandi, forsetakosningarnar á næsta ári og auðvitað Demókratann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, en hún og Trump hafa deilt hart um fyrrnefndan múr. Deila þeirra varð til þess að alríkisstofnunum Bandaríkjanna var lokað í rúman mánuð en þær voru opnaðar tímabundið á meðan viðræður um fjármögnun múrsins halda áfram. „Ég hef alltaf átt gott samstarf við hana en núna held ég að því sé lokið,“ segir Trump í viðtalinu og vísar í Pelosi. „Ég held að hún sé að gera landinu mikinn óleik. Ef hún samþykkir ekki múrinn þá er restin bara peningaeyðsla og tímaeyðsla því það er mikil þörf á múrnum,“ segir Trump.Sjá einnig:Fallegi múrinn sem varð að girðingu Forsetinn hefur íhugað að lýsa yfir neyðarástandi til þess að geta sett peninga í múrinn án þess að samþykki þingsins liggi fyrir. Engin eining er innan Repúblikanaflokksins um að fara þá leið og ef af henni verður má búast við að einhverjir höfði mál vegna þess. „Ég held áfram að byggja múrinn og við munum ljúka verkinu. Hvort að ég lýsi yfir neyðarástandi eða ekki, það kemur í ljós,“ segir Trump en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump tilbúinn til að loka alríkisstofnunum á nýjan leik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er tilbúinn til að loka þriðjungi alríkisstofnanna Bandaríkjanna á nýjan leik í febrúar, náist ekki samningur sem honum þykir ásættanlegur um byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 27. janúar 2019 23:00 Trump hefur ekki staðið undir væntingum kjósenda Ný skoðanakönnun bendir til þess að kjósendur telji Trump standa sig verr en þeir bjuggust við þegar hann tók við embætti fyrir tveimur árum. 28. janúar 2019 12:33 Trump-liðar reiðir út í forsetann: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga Margir af bandamönnum og helstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósáttir við að forsetinn hafi gefið eftir í deilunni um vegginn og bundið endi á lengstu lokun alríkisstofnanna í sögu Bandaríkjanna, án þess að fá fjármagn til að hefja byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 26. janúar 2019 22:00 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segist ætla að halda áfram að byggja múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna og lokið verði við byggingu múrsins. Hvort hann þurfi að lýsa yfir neyðarástandi til að ljúka verkinu segir hann að eigi eftir að koma í ljós. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ítarlegu viðtali við forsetann í New York Times. Trump hefur ekki verið mjög hrifinn af blaðinu í gegnum tíðina en viðtalið kom til eftir að forsetinn bauð útgefanda New York Times, A. G. Sulzberger, í kvöldmat. Sagði forsetinn að þeir gætu rætt málin sín á milli (off the record) en Sulzberger afþakkaði boðið en spurði Trump hvort hann vildi ekki bara koma í viðtal on the record við tvo blaðamenn New York Times. Samþykkti forsetinn það.Sjá einnig:Trump sagður færast nær því að lýsa yfir neyðarástandi vegna múrsins Farið er um víðan völl í viðtalinu og meðal annars rætt um stefnu forsetans í Sýrlandi, forsetakosningarnar á næsta ári og auðvitað Demókratann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, en hún og Trump hafa deilt hart um fyrrnefndan múr. Deila þeirra varð til þess að alríkisstofnunum Bandaríkjanna var lokað í rúman mánuð en þær voru opnaðar tímabundið á meðan viðræður um fjármögnun múrsins halda áfram. „Ég hef alltaf átt gott samstarf við hana en núna held ég að því sé lokið,“ segir Trump í viðtalinu og vísar í Pelosi. „Ég held að hún sé að gera landinu mikinn óleik. Ef hún samþykkir ekki múrinn þá er restin bara peningaeyðsla og tímaeyðsla því það er mikil þörf á múrnum,“ segir Trump.Sjá einnig:Fallegi múrinn sem varð að girðingu Forsetinn hefur íhugað að lýsa yfir neyðarástandi til þess að geta sett peninga í múrinn án þess að samþykki þingsins liggi fyrir. Engin eining er innan Repúblikanaflokksins um að fara þá leið og ef af henni verður má búast við að einhverjir höfði mál vegna þess. „Ég held áfram að byggja múrinn og við munum ljúka verkinu. Hvort að ég lýsi yfir neyðarástandi eða ekki, það kemur í ljós,“ segir Trump en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump tilbúinn til að loka alríkisstofnunum á nýjan leik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er tilbúinn til að loka þriðjungi alríkisstofnanna Bandaríkjanna á nýjan leik í febrúar, náist ekki samningur sem honum þykir ásættanlegur um byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 27. janúar 2019 23:00 Trump hefur ekki staðið undir væntingum kjósenda Ný skoðanakönnun bendir til þess að kjósendur telji Trump standa sig verr en þeir bjuggust við þegar hann tók við embætti fyrir tveimur árum. 28. janúar 2019 12:33 Trump-liðar reiðir út í forsetann: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga Margir af bandamönnum og helstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósáttir við að forsetinn hafi gefið eftir í deilunni um vegginn og bundið endi á lengstu lokun alríkisstofnanna í sögu Bandaríkjanna, án þess að fá fjármagn til að hefja byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 26. janúar 2019 22:00 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Trump tilbúinn til að loka alríkisstofnunum á nýjan leik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er tilbúinn til að loka þriðjungi alríkisstofnanna Bandaríkjanna á nýjan leik í febrúar, náist ekki samningur sem honum þykir ásættanlegur um byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 27. janúar 2019 23:00
Trump hefur ekki staðið undir væntingum kjósenda Ný skoðanakönnun bendir til þess að kjósendur telji Trump standa sig verr en þeir bjuggust við þegar hann tók við embætti fyrir tveimur árum. 28. janúar 2019 12:33
Trump-liðar reiðir út í forsetann: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga Margir af bandamönnum og helstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósáttir við að forsetinn hafi gefið eftir í deilunni um vegginn og bundið endi á lengstu lokun alríkisstofnanna í sögu Bandaríkjanna, án þess að fá fjármagn til að hefja byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 26. janúar 2019 22:00