Breikkun þjóðvegarins um Kjalarnes frestast Kristján Már Unnarsson skrifar 1. febrúar 2019 12:15 Frá Vesturlandsvegi um Kjalarnes. Vísir/Arnar Halldórsson Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað og verður eins milljarðs króna fjárveiting sem ætluð var til verksins næstu tvö ár skorin niður í 400 milljónir króna. Ástæðan er sögð tafir við verkhönnun og að samningar hafi ekki náðst við landeigendur. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Eftir tvö banaslys í fyrra á veginum um Kjalarnes blossuðu upp umræður um öryggi vegfarenda. Vegamálastjóri sagði þjóðveginn hættulegan og brýnt væri að skilja að akstursstefnur. Bæjarstjórn Akraness krafðist þess að samgönguyfirvöld brygðust tafarlaust við hættulegu ástandi vegarins og stóð fyrir íbúafundi um málið. Í samgönguáætlun sem lögð var fyrir Alþingi í haust var gert ráð fyrir að samtals einum milljarði króna yrði varið til endurbóta á veginum á þessu og næsta ári. Þessi fjárhæð hefur nú verið lækkuð um 600 milljónir króna, samkvæmt breytingartillögu, sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lagði fram í gær, en þar er gert ráð fyrir 200 milljónum í veginn um Kjalarnes í ár og öðrum 200 milljónum á næsta ári. Í greinargerð er gefin sú skýring að verkhönnun og samningum við landeigendur vegna þess verkefnis sé ólokið og því ljóst að ekki verði hægt að fara í það fyrr en í fyrsta lagi seint á árinu 2019.Frá Grindavíkurvegi.Mynd/Otti SigmarssonFjárveitingin er að hluta flutt yfir í Grindavíkurveg en þar stendur til að skilja akstursstefnur á þessu ári. Þingnefndin segir að kostnaðaráætlun vegna þess verkefnis hafi hækkað og til að unnt sé að tryggja að framkvæmdir geti hafist þurfi að hækka fjárveitingu til Grindavíkurvegar úr 500 milljónum króna í 700 milljónir. Þeir fjármunir séu fluttir af fjárveitingu Kjalarness. Nefndin tekur þó fram að lækkun fjárveitingar um 200 milljónir króna til Kjalarness ætti ekki að hafa áhrif á framvindu verksins eða seinka því enda sé gert ráð fyrir gjaldtöku á þeirri leið, og er vísað til yfirlits um hvaða vegaframkvæmdir verði fjármagnaðar með vegtollum. Núna er gert ráð fyrir að fyrsta stóra fjárveiting samgönguáætlunar til Kjalarness, 1.640 milljónir króna, verði árið 2021. Borgarstjórn Grindavík Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Segir brýnt að bæta veginn um Kjalarnes Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar. 4. janúar 2018 20:00 Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30 Annað banaslysið á svipuðum stað á fimm mánuðum Átta látnir í umferðarslysum það sem af er ári 5. júní 2018 18:30 Öryggi Vesturlandsvegar um Kjalarnes ekki gott Viðmið um dýpt hjólfara voru hækkuð úr 35mm í 50mm í kjölfar efnahagshrunsins 2009, svo ekki þyrfti að fara í viðhaldsframkvæmdir. Þess viðmið hafa ekki verið lækkuð aftur. 6. júní 2018 18:30 Banaslys á Kjalarnesi Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. 4. júní 2018 22:34 Banaslys á Kjalarnesi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins. 3. janúar 2018 14:13 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Sjá meira
Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað og verður eins milljarðs króna fjárveiting sem ætluð var til verksins næstu tvö ár skorin niður í 400 milljónir króna. Ástæðan er sögð tafir við verkhönnun og að samningar hafi ekki náðst við landeigendur. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Eftir tvö banaslys í fyrra á veginum um Kjalarnes blossuðu upp umræður um öryggi vegfarenda. Vegamálastjóri sagði þjóðveginn hættulegan og brýnt væri að skilja að akstursstefnur. Bæjarstjórn Akraness krafðist þess að samgönguyfirvöld brygðust tafarlaust við hættulegu ástandi vegarins og stóð fyrir íbúafundi um málið. Í samgönguáætlun sem lögð var fyrir Alþingi í haust var gert ráð fyrir að samtals einum milljarði króna yrði varið til endurbóta á veginum á þessu og næsta ári. Þessi fjárhæð hefur nú verið lækkuð um 600 milljónir króna, samkvæmt breytingartillögu, sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lagði fram í gær, en þar er gert ráð fyrir 200 milljónum í veginn um Kjalarnes í ár og öðrum 200 milljónum á næsta ári. Í greinargerð er gefin sú skýring að verkhönnun og samningum við landeigendur vegna þess verkefnis sé ólokið og því ljóst að ekki verði hægt að fara í það fyrr en í fyrsta lagi seint á árinu 2019.Frá Grindavíkurvegi.Mynd/Otti SigmarssonFjárveitingin er að hluta flutt yfir í Grindavíkurveg en þar stendur til að skilja akstursstefnur á þessu ári. Þingnefndin segir að kostnaðaráætlun vegna þess verkefnis hafi hækkað og til að unnt sé að tryggja að framkvæmdir geti hafist þurfi að hækka fjárveitingu til Grindavíkurvegar úr 500 milljónum króna í 700 milljónir. Þeir fjármunir séu fluttir af fjárveitingu Kjalarness. Nefndin tekur þó fram að lækkun fjárveitingar um 200 milljónir króna til Kjalarness ætti ekki að hafa áhrif á framvindu verksins eða seinka því enda sé gert ráð fyrir gjaldtöku á þeirri leið, og er vísað til yfirlits um hvaða vegaframkvæmdir verði fjármagnaðar með vegtollum. Núna er gert ráð fyrir að fyrsta stóra fjárveiting samgönguáætlunar til Kjalarness, 1.640 milljónir króna, verði árið 2021.
Borgarstjórn Grindavík Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Segir brýnt að bæta veginn um Kjalarnes Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar. 4. janúar 2018 20:00 Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30 Annað banaslysið á svipuðum stað á fimm mánuðum Átta látnir í umferðarslysum það sem af er ári 5. júní 2018 18:30 Öryggi Vesturlandsvegar um Kjalarnes ekki gott Viðmið um dýpt hjólfara voru hækkuð úr 35mm í 50mm í kjölfar efnahagshrunsins 2009, svo ekki þyrfti að fara í viðhaldsframkvæmdir. Þess viðmið hafa ekki verið lækkuð aftur. 6. júní 2018 18:30 Banaslys á Kjalarnesi Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. 4. júní 2018 22:34 Banaslys á Kjalarnesi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins. 3. janúar 2018 14:13 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Sjá meira
Segir brýnt að bæta veginn um Kjalarnes Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar. 4. janúar 2018 20:00
Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30
Annað banaslysið á svipuðum stað á fimm mánuðum Átta látnir í umferðarslysum það sem af er ári 5. júní 2018 18:30
Öryggi Vesturlandsvegar um Kjalarnes ekki gott Viðmið um dýpt hjólfara voru hækkuð úr 35mm í 50mm í kjölfar efnahagshrunsins 2009, svo ekki þyrfti að fara í viðhaldsframkvæmdir. Þess viðmið hafa ekki verið lækkuð aftur. 6. júní 2018 18:30
Banaslys á Kjalarnesi Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. 4. júní 2018 22:34
Banaslys á Kjalarnesi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins. 3. janúar 2018 14:13