Eftirlýstir glæpamenn fyrri alda vakna til lífsins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. febrúar 2019 22:00 Halla Jónsdóttir og Eyvindur Jónsson, eða Fjalla-Eyvindur og Halla. Eftirlýstir Íslendingar frá fyrri tímum hafa fengið andlit í myndlistasýningu sem stendur nú yfir í Háskóla Íslands. Myndirnar eru unnar upp úr mannlýsingum sem voru lesnar upp á Alþingi en þær voru oft furðulega ítarlegar. „Hann er piltungsmenni að vexti, ljósleitur, varaþunnur, þjófóttur og vætir sæng um nætur." Þetta er ein af nokkrum mannlýsingum eftirlýstra Íslendinga frá 17. og 18. öld sem hafa nú verið færðar í mynd. „Þetta voru allt frá því að vera sýslumenn, yfir í niðursetninga. Við erum þarna með presta, við erum með vinnukonur, bændur, stórbændur og leiguliða, lausafólk og flakkara. Þetta er í raun með verðmætari heimildum á þverskurði þess þjóðfélags sem Ísland hafði að geyma á 17. og 18. öld," segir Daníel G. Daníelsson, sagnfræðinemi.Daníel G. Daníelsson, sagnfræðinemi.Nemendur í Myndlistarskóla Reykjavíkur voru fengnir til þess að teikna myndirnar upp úr lýsingum úr Alþingisbókum Íslands. Þar má finna tvö hundruð mannlýsingar sem lesnar vou upp á Alþingi og er þar engu sleppt. Tekið er fram hvort fólk sé skrifandi, drykkfellt eða duglegt. Þá er nokkur munur á því hvernig talað er um kynin og dæmi um það eru lýsingar á Höllu Jónsdóttur og Eyvindi Jónssyni, eða Fjalla-Eyvindi. „Honum er lýst sem geðþýðum og frekar vel liðnum einstaklingi á sínum tíma en henni er lýst sem dimmlitaðri og svipillri og það er sagt að hún sé ógeðsleg," segir Daníel. Harðsvífnir glæpamenn reyndust auðveldasta myndefnið. „Oftast eru glæpirnir þjófnaður af ýmsu tagi, hvort sem það sé smáþjófnaður eins og stuldur á skyri eða sauðaþjónfaður eða hestaþjófnaður og það í raun fer eftir alvarleika brotsins hversu nauðsynlegt það taldist að handsama þennan einstakling. Því alvarlegri glæpur, því ítarlegri lýsing," segir Daníel. Myndlist Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Eftirlýstir Íslendingar frá fyrri tímum hafa fengið andlit í myndlistasýningu sem stendur nú yfir í Háskóla Íslands. Myndirnar eru unnar upp úr mannlýsingum sem voru lesnar upp á Alþingi en þær voru oft furðulega ítarlegar. „Hann er piltungsmenni að vexti, ljósleitur, varaþunnur, þjófóttur og vætir sæng um nætur." Þetta er ein af nokkrum mannlýsingum eftirlýstra Íslendinga frá 17. og 18. öld sem hafa nú verið færðar í mynd. „Þetta voru allt frá því að vera sýslumenn, yfir í niðursetninga. Við erum þarna með presta, við erum með vinnukonur, bændur, stórbændur og leiguliða, lausafólk og flakkara. Þetta er í raun með verðmætari heimildum á þverskurði þess þjóðfélags sem Ísland hafði að geyma á 17. og 18. öld," segir Daníel G. Daníelsson, sagnfræðinemi.Daníel G. Daníelsson, sagnfræðinemi.Nemendur í Myndlistarskóla Reykjavíkur voru fengnir til þess að teikna myndirnar upp úr lýsingum úr Alþingisbókum Íslands. Þar má finna tvö hundruð mannlýsingar sem lesnar vou upp á Alþingi og er þar engu sleppt. Tekið er fram hvort fólk sé skrifandi, drykkfellt eða duglegt. Þá er nokkur munur á því hvernig talað er um kynin og dæmi um það eru lýsingar á Höllu Jónsdóttur og Eyvindi Jónssyni, eða Fjalla-Eyvindi. „Honum er lýst sem geðþýðum og frekar vel liðnum einstaklingi á sínum tíma en henni er lýst sem dimmlitaðri og svipillri og það er sagt að hún sé ógeðsleg," segir Daníel. Harðsvífnir glæpamenn reyndust auðveldasta myndefnið. „Oftast eru glæpirnir þjófnaður af ýmsu tagi, hvort sem það sé smáþjófnaður eins og stuldur á skyri eða sauðaþjónfaður eða hestaþjófnaður og það í raun fer eftir alvarleika brotsins hversu nauðsynlegt það taldist að handsama þennan einstakling. Því alvarlegri glæpur, því ítarlegri lýsing," segir Daníel.
Myndlist Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira