Danskur vottur Jehóva í sex ára fangelsi í Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2019 11:17 Maður er skírður á samkomu votta Jehóva. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/EPA Rússneskur dómstóll dæmdi danskan vott Jehóva í sex ára fangelsi fyrir að skipuleggja starfsemi bannaðra öfgasamtaka í dag. Dönsk stjórnvöld hafa mótmælt dómnum og hvatt Rússa til að virða trúfrelsi. Dennis Christensen er 46 ára gamall byggingarstarfsmaður. Hann var handtekinn í maí árið 2017 á bænafundi í Oryol, um 320 kílómetrum suður af Moskvu. Dómstóll á svæðinu hafði lagt bann við starfsemi votta Jehóva árið áður, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hæstiréttur Rússlands hefur síðan komist að þeirri niðurstöðu að vottar séu öfgasamtök og skipaði fyrir um að trúfélagið skyldi leyst upp um allt land. Eftir að Christensen var handtekinn hafa nærri því hundrað vottar verið ákærðir í Rússlandi. AP-fréttastofan segir að um tuttugu þeirra dúsi í fangelsi þar sem þeir bíða réttarhalda. Christensen lýsti sig saklausan af ákærunni og sagðist aðeins hafa iðkað trú sína. Vísaði hann til rússnesku stjórnarskrárinnar sem tryggði trúfrelsi. Lögmaður hans segist ætla að áfrýja dómnum sem hann telur hluta af herferð stjórnvalda gegn trúfrelsi í landinu. Rússnesk stjórnvöld hafa notað almennt orðalag í lögum um öfgasamtök til þess að ofsækja andófsmenn, pólitíska aðgerðasinna og trúarminnihluta. Danmörk Rússland Trúmál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Rússneskur dómstóll dæmdi danskan vott Jehóva í sex ára fangelsi fyrir að skipuleggja starfsemi bannaðra öfgasamtaka í dag. Dönsk stjórnvöld hafa mótmælt dómnum og hvatt Rússa til að virða trúfrelsi. Dennis Christensen er 46 ára gamall byggingarstarfsmaður. Hann var handtekinn í maí árið 2017 á bænafundi í Oryol, um 320 kílómetrum suður af Moskvu. Dómstóll á svæðinu hafði lagt bann við starfsemi votta Jehóva árið áður, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hæstiréttur Rússlands hefur síðan komist að þeirri niðurstöðu að vottar séu öfgasamtök og skipaði fyrir um að trúfélagið skyldi leyst upp um allt land. Eftir að Christensen var handtekinn hafa nærri því hundrað vottar verið ákærðir í Rússlandi. AP-fréttastofan segir að um tuttugu þeirra dúsi í fangelsi þar sem þeir bíða réttarhalda. Christensen lýsti sig saklausan af ákærunni og sagðist aðeins hafa iðkað trú sína. Vísaði hann til rússnesku stjórnarskrárinnar sem tryggði trúfrelsi. Lögmaður hans segist ætla að áfrýja dómnum sem hann telur hluta af herferð stjórnvalda gegn trúfrelsi í landinu. Rússnesk stjórnvöld hafa notað almennt orðalag í lögum um öfgasamtök til þess að ofsækja andófsmenn, pólitíska aðgerðasinna og trúarminnihluta.
Danmörk Rússland Trúmál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“