Er ekki hægt að borga okkur líka? Eyrún Baldursdóttir skrifar 6. febrúar 2019 12:30 Nýverið bárust þær gleðifréttir frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu að ráðherra stefni á að greiða kennaranemum á fimmta ári laun fyrir starfsnám sitt. Sem hjúkrunarfræðinemi velti ég því strax fyrir mér hvort hið sama gæti gerst fyrir hina fjölmörgu nemendur á Heilbrigðisvísindasviði sem vinna launalaust á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum á meðan á námi sínu stendur. Mikill sigur vannst á síðasta ári þegar ljósmóðurfræðinemar fengu þá kröfu uppfyllta að nemalaun voru aftur tekin upp í þeirra klíníska námi. Það var stórt skref í í hagsmunabaráttu stúdenta en við í Röskvu viljum halda áfram og krafa okkar er að allt starfsnám háskólanema verði metið til launa líkt og fram kemur í stefnu Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Fyrsta skref gæti til dæmis verið að jafna kjör allra stúdenta sem stunda nám á framhaldsstigi í samræmi við ljósmóðurfræðinema. Menntamálaráðherra hefur gefið út að ein ástæða þess að nauðsynlegt sé að greiða kennaranemum laun á meðan námi stendur sé til þess að auka aðsókn í námið. Við í Röskvu teljum að þær forsendur gildi einnig fyrir hjúkrunarfræðinema en gríðarlegur skortur er á starfandi hjúkrunarfræðingum. Aðsókn í námið er langt frá því að vera nægileg til þess að tryggja endurnýjun starfstéttar sem er að eldast hratt. Sömuleiðis þurfa yfirvöld að viðurkenna að tími og framlag stúdenta er mikils virði og nauðsynlegur þáttur í heilbrigðiskerfinu eins og það er í dag. Launað starfsnám allra nema á Heilbrigðisvísindasviði er mikilvægt jafnréttismál. Það er nánast ómögulegt fyrir stúdenta að ná endum saman á námslánum einum og sér. Húsnæðiskostnaður, samgöngur og almennt uppihald er kostnaðarsamt og þurfa flestir stúdentar að vinna meðfram námi. Álagið í sumum greinum á Heilbrigðisvísindasviði, t.d. hjá læknanemum, er gríðarlegt. Auk fullrar viðveruskyldu á heilbrigðisstofnun frá kl. 08-16 á virkum dögum taka nemar launalausar helgarvaktir í 12 klukkustundir í senn. Ofan á það þurfa þeir nemendur, sem hafa minna á milli handanna eða hafa ekki fjárhagslegan stuðning frá foreldrum, að vinna hlutastarf til að afla tekna. Slíkt fyrirkomulag er óásættanlegt. Það gæti stuðlað að kulnun strax á námsárunum og gerir nám í heilbrigðisvísindum óaðgengilegt þeim sem ekki hafa sterkt fjárhagslegt bakland. Við í Röskvu sættum okkur ekki við slíkt fyrirkomulag lengur. Launað starfsnám á að vera tryggt fyrir alla nemendur, líka á Heilbrigðisvísindasviði. Stúdentar geta haft áhrif á hverjir leiða þessa baráttu og þú getur treyst því að við í Röskvu munum gera það þeim krafti sem einkennir öll okkar störf. Kjósum háskóla fyrir alla, kjósum Röskvu. Eyrún Baldursdóttir, 1. sæti á Heilbrigðisvísindasviði fyrir Röskvu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyrún Baldursdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Sjá meira
Nýverið bárust þær gleðifréttir frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu að ráðherra stefni á að greiða kennaranemum á fimmta ári laun fyrir starfsnám sitt. Sem hjúkrunarfræðinemi velti ég því strax fyrir mér hvort hið sama gæti gerst fyrir hina fjölmörgu nemendur á Heilbrigðisvísindasviði sem vinna launalaust á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum á meðan á námi sínu stendur. Mikill sigur vannst á síðasta ári þegar ljósmóðurfræðinemar fengu þá kröfu uppfyllta að nemalaun voru aftur tekin upp í þeirra klíníska námi. Það var stórt skref í í hagsmunabaráttu stúdenta en við í Röskvu viljum halda áfram og krafa okkar er að allt starfsnám háskólanema verði metið til launa líkt og fram kemur í stefnu Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Fyrsta skref gæti til dæmis verið að jafna kjör allra stúdenta sem stunda nám á framhaldsstigi í samræmi við ljósmóðurfræðinema. Menntamálaráðherra hefur gefið út að ein ástæða þess að nauðsynlegt sé að greiða kennaranemum laun á meðan námi stendur sé til þess að auka aðsókn í námið. Við í Röskvu teljum að þær forsendur gildi einnig fyrir hjúkrunarfræðinema en gríðarlegur skortur er á starfandi hjúkrunarfræðingum. Aðsókn í námið er langt frá því að vera nægileg til þess að tryggja endurnýjun starfstéttar sem er að eldast hratt. Sömuleiðis þurfa yfirvöld að viðurkenna að tími og framlag stúdenta er mikils virði og nauðsynlegur þáttur í heilbrigðiskerfinu eins og það er í dag. Launað starfsnám allra nema á Heilbrigðisvísindasviði er mikilvægt jafnréttismál. Það er nánast ómögulegt fyrir stúdenta að ná endum saman á námslánum einum og sér. Húsnæðiskostnaður, samgöngur og almennt uppihald er kostnaðarsamt og þurfa flestir stúdentar að vinna meðfram námi. Álagið í sumum greinum á Heilbrigðisvísindasviði, t.d. hjá læknanemum, er gríðarlegt. Auk fullrar viðveruskyldu á heilbrigðisstofnun frá kl. 08-16 á virkum dögum taka nemar launalausar helgarvaktir í 12 klukkustundir í senn. Ofan á það þurfa þeir nemendur, sem hafa minna á milli handanna eða hafa ekki fjárhagslegan stuðning frá foreldrum, að vinna hlutastarf til að afla tekna. Slíkt fyrirkomulag er óásættanlegt. Það gæti stuðlað að kulnun strax á námsárunum og gerir nám í heilbrigðisvísindum óaðgengilegt þeim sem ekki hafa sterkt fjárhagslegt bakland. Við í Röskvu sættum okkur ekki við slíkt fyrirkomulag lengur. Launað starfsnám á að vera tryggt fyrir alla nemendur, líka á Heilbrigðisvísindasviði. Stúdentar geta haft áhrif á hverjir leiða þessa baráttu og þú getur treyst því að við í Röskvu munum gera það þeim krafti sem einkennir öll okkar störf. Kjósum háskóla fyrir alla, kjósum Röskvu. Eyrún Baldursdóttir, 1. sæti á Heilbrigðisvísindasviði fyrir Röskvu
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun