Gleðitíðindi fyrir Breiðholtið Hjörvar Ólafsson skrifar 7. febrúar 2019 10:00 Mjóddin. Fréttablaðið Þriðjudagurinn í þessari viku var gleðidagur fyrir félagsmenn Íþróttafélags Reykjavíkur, ÍR, en þá var skrifað undir samning um byggingu á fjölnota íþróttahúsi á ÍR-svæðinu við Skógarsel. Forráðamenn ÍR og embættismenn borgarinnar undirrituðu þá samning þess efnis að nýtt 5.000 fermetra fjölnota íþróttahús verði reist á ÍR-svæðinu við Skógarsel. Nú hefur leyfi til byggingar verið veitt á þeirri lóð þar sem húsið á að rísa. Framkvæmdir við byggingu hússins eru hafnar og áætlað er að það verði tekið í notkun í upphafi næsta árs. Húsið mun nýtast öllum ÍR-ingum vel en áætla má að það muni helst nýtast undir knattspyrnu og frjálsíþróttir. ÍR hefur á sínum snærum tíu deildir, en auk knattspyrnu og frjálsra íþrótta eru fimleikar, handbolti, körfubolti, skíði, júdó, taekwondo, karate og keila starfrækt í Breiðholtsfélaginu. „Það eru þrjú ár síðan ég óskaði eftir því á fundi með Reykjavíkurborg að einhverjar framkvæmdir myndu hefjast á félagssvæði okkar á næstu árum. Það var tilfinningarík stund að sjá 11 vinnuvélar við störf á svæðinu okkar í vikunni. Þetta mun gjörbreyta landslaginu hjá okkur og bæta aðstöðuna umtalsvert. Það hafa engar meiri háttar framkvæmdir verið gerðar á æfingasvæði okkar síðan árið 1980 þannig að okkur finnst þetta vera orðið tímabært,“ segir Ingigerður H. Guðmundsdóttir, formaður ÍR, um framkvæmdirnar sem hófust í vikunni. Húsið mun samanstanda af fjölnota íþróttasal, sem er á stærð við hálfan knattspyrnuvöll, auk æfingasvæðis fyrir frjálsar íþróttir í vesturenda hússins. Þá er gert ráð fyrir búningsaðstöðu, lyftingasal, geymslurýmum, tæknirými, salernisaðstöðu, aðstöðu fyrir áhorfendur og lyftu í hliðarbyggingu. Heildarkostnaður við þessi mannvirki er áætlaður 1,2 milljarðar króna. Á svæði ÍR í Suður-Mjódd er einnig verið að búa til nýjan frjálsíþróttavöll ásamt þjónustuhúsi, sem nú þegar er uppsteypt. Frjálsíþróttavöllurinn verður tekinn í notkun í sumar. Einnig er gert ráð fyrir byggingu íþróttahúss með parketgólfi þar sem mögulegt er að stunda handbolta, körfubolta og þær bardagagreinar sem félagið leggur stund á. Það hús verður með áhorfendasætum, en ekki hefur verið tímasett hvenær þær framkvæmdir hefjast. Þá er í bígerð að hefja byggingu á fimleikahúsi, en staðsetning og tímasetning á þeim framkvæmdum hefur ekki verið ákveðin. Samanlagt munu allar fyrrgreindu framkvæmdirnar kosta um það bil 2,3 milljarða króna. „Það er auðvitað himinn og haf á milli þess hvernig aðstaðan er núna og hvernig þetta mun líta út þegar framkvæmdunum lýkur. Við erum með 2.800 iðkendur í félaginu og núverandi aðstaða er löngu sprungin. Þetta er mikil lyftistöng fyrir íþróttalífið í Breiðholtinu og nærumhverfi þess. Það hefur verið sameiginlegur skilningur okkar og Reykjavíkurborgar að húsið muni einnig þjónusta félög á borð við Leikni, Fylki og Víking sem eru okkar næstu nágrannar. Þetta hús getur að sjálfsögðu ekki verið fyrir öll félögin í Reykjavík, en það mun hjálpa til við að leysa aðstöðuvanda fyrrgreindra félaga. Það á eftir að útfæra það hvernig skipting á tímum verður í húsinu,“ segir Ingigerður um þá aðstöðu sem er að rísa. Þetta er annað fjölnota íþróttahúsið sem rís í Reykjavíkurborg, en fyrir stendur Egilshöllin í Grafarvogi. Til samanburðar má nefna að í Kópavogi er eitt fjölnota íþróttahús og ein knattspyrnuhöll. Þar af leiðandi eru tvær hallir sem þjónusta þau tvö félög sem starfrækja fleiri en eina deild í Kópavogi, en þau níu félög sem gera slíkt hið sama í Reykjavík verða að gera sér tvær hallir að góðu. Egilshöll á að þjónusta öll félögin, en slíku er ekki til að dreifa í þessari höll sem er einungis ætluð ÍR-ingum og nágrönnum þeirra til afnota. Aðrar íþróttir Júdó Karate Reykjavík Taekwondo Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjá meira
Þriðjudagurinn í þessari viku var gleðidagur fyrir félagsmenn Íþróttafélags Reykjavíkur, ÍR, en þá var skrifað undir samning um byggingu á fjölnota íþróttahúsi á ÍR-svæðinu við Skógarsel. Forráðamenn ÍR og embættismenn borgarinnar undirrituðu þá samning þess efnis að nýtt 5.000 fermetra fjölnota íþróttahús verði reist á ÍR-svæðinu við Skógarsel. Nú hefur leyfi til byggingar verið veitt á þeirri lóð þar sem húsið á að rísa. Framkvæmdir við byggingu hússins eru hafnar og áætlað er að það verði tekið í notkun í upphafi næsta árs. Húsið mun nýtast öllum ÍR-ingum vel en áætla má að það muni helst nýtast undir knattspyrnu og frjálsíþróttir. ÍR hefur á sínum snærum tíu deildir, en auk knattspyrnu og frjálsra íþrótta eru fimleikar, handbolti, körfubolti, skíði, júdó, taekwondo, karate og keila starfrækt í Breiðholtsfélaginu. „Það eru þrjú ár síðan ég óskaði eftir því á fundi með Reykjavíkurborg að einhverjar framkvæmdir myndu hefjast á félagssvæði okkar á næstu árum. Það var tilfinningarík stund að sjá 11 vinnuvélar við störf á svæðinu okkar í vikunni. Þetta mun gjörbreyta landslaginu hjá okkur og bæta aðstöðuna umtalsvert. Það hafa engar meiri háttar framkvæmdir verið gerðar á æfingasvæði okkar síðan árið 1980 þannig að okkur finnst þetta vera orðið tímabært,“ segir Ingigerður H. Guðmundsdóttir, formaður ÍR, um framkvæmdirnar sem hófust í vikunni. Húsið mun samanstanda af fjölnota íþróttasal, sem er á stærð við hálfan knattspyrnuvöll, auk æfingasvæðis fyrir frjálsar íþróttir í vesturenda hússins. Þá er gert ráð fyrir búningsaðstöðu, lyftingasal, geymslurýmum, tæknirými, salernisaðstöðu, aðstöðu fyrir áhorfendur og lyftu í hliðarbyggingu. Heildarkostnaður við þessi mannvirki er áætlaður 1,2 milljarðar króna. Á svæði ÍR í Suður-Mjódd er einnig verið að búa til nýjan frjálsíþróttavöll ásamt þjónustuhúsi, sem nú þegar er uppsteypt. Frjálsíþróttavöllurinn verður tekinn í notkun í sumar. Einnig er gert ráð fyrir byggingu íþróttahúss með parketgólfi þar sem mögulegt er að stunda handbolta, körfubolta og þær bardagagreinar sem félagið leggur stund á. Það hús verður með áhorfendasætum, en ekki hefur verið tímasett hvenær þær framkvæmdir hefjast. Þá er í bígerð að hefja byggingu á fimleikahúsi, en staðsetning og tímasetning á þeim framkvæmdum hefur ekki verið ákveðin. Samanlagt munu allar fyrrgreindu framkvæmdirnar kosta um það bil 2,3 milljarða króna. „Það er auðvitað himinn og haf á milli þess hvernig aðstaðan er núna og hvernig þetta mun líta út þegar framkvæmdunum lýkur. Við erum með 2.800 iðkendur í félaginu og núverandi aðstaða er löngu sprungin. Þetta er mikil lyftistöng fyrir íþróttalífið í Breiðholtinu og nærumhverfi þess. Það hefur verið sameiginlegur skilningur okkar og Reykjavíkurborgar að húsið muni einnig þjónusta félög á borð við Leikni, Fylki og Víking sem eru okkar næstu nágrannar. Þetta hús getur að sjálfsögðu ekki verið fyrir öll félögin í Reykjavík, en það mun hjálpa til við að leysa aðstöðuvanda fyrrgreindra félaga. Það á eftir að útfæra það hvernig skipting á tímum verður í húsinu,“ segir Ingigerður um þá aðstöðu sem er að rísa. Þetta er annað fjölnota íþróttahúsið sem rís í Reykjavíkurborg, en fyrir stendur Egilshöllin í Grafarvogi. Til samanburðar má nefna að í Kópavogi er eitt fjölnota íþróttahús og ein knattspyrnuhöll. Þar af leiðandi eru tvær hallir sem þjónusta þau tvö félög sem starfrækja fleiri en eina deild í Kópavogi, en þau níu félög sem gera slíkt hið sama í Reykjavík verða að gera sér tvær hallir að góðu. Egilshöll á að þjónusta öll félögin, en slíku er ekki til að dreifa í þessari höll sem er einungis ætluð ÍR-ingum og nágrönnum þeirra til afnota.
Aðrar íþróttir Júdó Karate Reykjavík Taekwondo Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti