2018 var fjórða hlýjasta árið frá upphafi mælinga Kjartan Kjartansson skrifar 7. febrúar 2019 07:28 Aðeins árin 2015, 2016 og 2017 voru hlýrri en árið í fyrra samkvæmt mælingum NASA og NOAA. NASA Meðalhitinn á jörðinni var sá fjórði hæsti frá því að mælingar hófust í fyrra. Síðustu fimm ár eru nú þau hlýjustu í tæplega 140 ára mælingarsögunni og átján af nítján hlýjustu árunum hafi verið á þessari öld. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA og Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) kynntu niðurstöður mælinga sinna sameiginlega í gær. Hitinn var meira en einni gráðu yfir meðaltali síðari hluta 19. aldarinnar þegar menn byrjuðu fyrst að dæla gróðurhúsalofttegundum út í lofthjúp jarðar af alvöru. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnuninni innan við 1,5-2°C frá því tímabili. Miðað við núverandi losun manna gæti hlýnunin náð 3°C eða meira fyrir lok aldarinnar. Síðustu tvö ár hafa ekki verið eins hlý og metárið 2016. Það ár lagðist veðurfyrirbrigðið El niño í Kyrrahafinu ofan á manngerða hlýnun og magnaði hana upp. Andstæðan, la niña, hafði áhrif til kólnunar á meðalhita jarðar í fyrra áður en veikur el niño gerði vart við sig undir lok árs, að sögn New York Times. Zeke Hausfather, loftslagsvísindamaður hjá Berkeley Earth, sjálfstæðum loftslagsrannsóknahóp, telur að 2019 verði líklega annað hlýjasta árið frá því að mælingar hófust með hjálp el niño. „Við erum ekki lengur að tala um aðstæður þar sem hnattræn hlýnun er eitthvað sem gerist í framtíðinni. Hún er hér. Hún er núna,“ sagði Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimrannsóknastofnunar NASA sem heldur utan um hitamælingar.2018 was the 4th hottest year in the modern record. The last five years have been the hottest since that record began in 1880. https://t.co/TNyMkXrs7z pic.twitter.com/zEb5Hff6Be— NASA GISS (@NASAGISS) February 6, 2019 Loftslagsmál Tengdar fréttir Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30 Bráðnun á Suðurskautslandinu hefur sexfaldast á fjörutíu árum Ný rannsókn bendir til þess að ísinn á austanverðu Suðurskautslandinu sé viðkvæmari en lengi hefur verið gengið út frá. 15. janúar 2019 14:59 Grænlandsjökull bráðnar mun hraðar en menn héldu Ný rannsókn sýnir að hraði bráðnunarinnar hefur fjórfaldast frá árinu 2003. 22. janúar 2019 08:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Meðalhitinn á jörðinni var sá fjórði hæsti frá því að mælingar hófust í fyrra. Síðustu fimm ár eru nú þau hlýjustu í tæplega 140 ára mælingarsögunni og átján af nítján hlýjustu árunum hafi verið á þessari öld. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA og Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) kynntu niðurstöður mælinga sinna sameiginlega í gær. Hitinn var meira en einni gráðu yfir meðaltali síðari hluta 19. aldarinnar þegar menn byrjuðu fyrst að dæla gróðurhúsalofttegundum út í lofthjúp jarðar af alvöru. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnuninni innan við 1,5-2°C frá því tímabili. Miðað við núverandi losun manna gæti hlýnunin náð 3°C eða meira fyrir lok aldarinnar. Síðustu tvö ár hafa ekki verið eins hlý og metárið 2016. Það ár lagðist veðurfyrirbrigðið El niño í Kyrrahafinu ofan á manngerða hlýnun og magnaði hana upp. Andstæðan, la niña, hafði áhrif til kólnunar á meðalhita jarðar í fyrra áður en veikur el niño gerði vart við sig undir lok árs, að sögn New York Times. Zeke Hausfather, loftslagsvísindamaður hjá Berkeley Earth, sjálfstæðum loftslagsrannsóknahóp, telur að 2019 verði líklega annað hlýjasta árið frá því að mælingar hófust með hjálp el niño. „Við erum ekki lengur að tala um aðstæður þar sem hnattræn hlýnun er eitthvað sem gerist í framtíðinni. Hún er hér. Hún er núna,“ sagði Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimrannsóknastofnunar NASA sem heldur utan um hitamælingar.2018 was the 4th hottest year in the modern record. The last five years have been the hottest since that record began in 1880. https://t.co/TNyMkXrs7z pic.twitter.com/zEb5Hff6Be— NASA GISS (@NASAGISS) February 6, 2019
Loftslagsmál Tengdar fréttir Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30 Bráðnun á Suðurskautslandinu hefur sexfaldast á fjörutíu árum Ný rannsókn bendir til þess að ísinn á austanverðu Suðurskautslandinu sé viðkvæmari en lengi hefur verið gengið út frá. 15. janúar 2019 14:59 Grænlandsjökull bráðnar mun hraðar en menn héldu Ný rannsókn sýnir að hraði bráðnunarinnar hefur fjórfaldast frá árinu 2003. 22. janúar 2019 08:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30
Bráðnun á Suðurskautslandinu hefur sexfaldast á fjörutíu árum Ný rannsókn bendir til þess að ísinn á austanverðu Suðurskautslandinu sé viðkvæmari en lengi hefur verið gengið út frá. 15. janúar 2019 14:59
Grænlandsjökull bráðnar mun hraðar en menn héldu Ný rannsókn sýnir að hraði bráðnunarinnar hefur fjórfaldast frá árinu 2003. 22. janúar 2019 08:00