Ánægja með Corbyn hrynur þrátt fyrir veika stöðu May Kjartan Kjartansson skrifar 8. febrúar 2019 14:34 Þrátt fyrir óvinsældir ríkisstjórnar May fer stuðningur við Corbyn þverrandi. Vísir/EPA Aðeins einn af hverjum fimm svarendum í nýrri skoðanakönnun treystir Jeremy Corbyn, leiðtoga breska Verkamannaflokksins, í málum sem tengjast útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Ánægja með störf formannsins er ein sú versta í sögu flokksins. Samkvæmt könnun Ipsos MORI sem Evening Standard birtir í dag hefur hlutfall þeirra sem eru ánægðir með störf Corbyn farið út 27% niður í 17% frá því í desember. Enginn leiðtogi Verkamannaflokksins hefur haft lægra hlutfall frá því á tímum Michael Foot sem galt afhroð í kosningum árið 1983. Þeim sem segjast óánægðir með Corbyn hefur fjölgað úr 59% í 72%. Aðeins einn af hverjum sex telur Corbyn sterkan leiðtoga þegar kemur að útgöngunni úr Evrópusambandinu og innan við fimmtungur svarenda telur hann setja þjóðarhagsmuni ofar öðru í þeim efnum. Traust til þess að Corbyn taki réttar ákvarðanir í Evrópumálum (20%) er enn minna til Theresu May forsætisráðherra sem þó er lágt fyrir (34%). Hart hefur verið sótt að Corbyn, bæði innan flokks hans og utan, fyrir að taka ekki skýrari afstöðu gagnvart Brexit og gera Verkamannaflokkinn að skýrum valkosti við útgöngustefnu Íhaldsflokksins. Corbyn hefur fram að þessu viljað halda áfram með útgönguna og lagst gegn hugmyndum um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. Þær hafa meðal annars komið fram í Verkamannaflokknum.Óvenjulegt í ljósi óvinsælda forsætisráðherrans Niðurstöður könnunarinnar eru ekki síst vandræðalegar í ljósi þess að May forsætisráðherra fær einnig slæma útreið. Raunar er ánægjuhlutfall hennar svo gott sem það sama og Corbyn í könnuninni. Ríkisstjórn hennar hefur ítrekað riðað til falls undanfarna mánuði, ekki síst eftir að afgerandi meirihluta breska þingsins hafnaði útgöngusamningi hennar í janúar. „Oft er leitnin þannig að þegar einn leiðtogi fellur er annar á uppleið en það er ekki tilfellið núna,“ segir Gideon Skinner, forstöðumaður stjórnmálarannsókna hjá Ipsos MORI við breska blaðið. Óvinsældir Corbyn ná einnig til Verkamannaflokksins. Innan við helmingur kjósenda flokksins er ánægður með hann, 44%. Á sama tíma eru enn 34 prósentustigum fleiri kjósendur Íhaldsflokksins ánægðir með Theresa May forsætisráðherra en eru óánægðir með hana. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Corbyn sagði May stýra „uppvakningsríkisstjórn“ Atkvæði verða greidd um vantraust á Theresu May forsætisráðherra eftir Brexit-ósigurinn nú í kvöld. 16. janúar 2019 16:45 Stórtap hjá May og stjórnin í lífshættu Breska þingið kolfelldi samning ríkisstjórnar Theresu May við ESB um útgöngu. Stærsta tapið í meira en öld. 16. janúar 2019 06:15 Corbyn vill nýjar kosningar en ekki þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands, segir að ef Brexit-samkomulag Theresu May, forsætisráðherra, verði fellt á þingi, sem er óhjákvæmilegt að hans mati, eigi að boða til nýrra kosninga. 10. janúar 2019 13:45 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Sjá meira
Aðeins einn af hverjum fimm svarendum í nýrri skoðanakönnun treystir Jeremy Corbyn, leiðtoga breska Verkamannaflokksins, í málum sem tengjast útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Ánægja með störf formannsins er ein sú versta í sögu flokksins. Samkvæmt könnun Ipsos MORI sem Evening Standard birtir í dag hefur hlutfall þeirra sem eru ánægðir með störf Corbyn farið út 27% niður í 17% frá því í desember. Enginn leiðtogi Verkamannaflokksins hefur haft lægra hlutfall frá því á tímum Michael Foot sem galt afhroð í kosningum árið 1983. Þeim sem segjast óánægðir með Corbyn hefur fjölgað úr 59% í 72%. Aðeins einn af hverjum sex telur Corbyn sterkan leiðtoga þegar kemur að útgöngunni úr Evrópusambandinu og innan við fimmtungur svarenda telur hann setja þjóðarhagsmuni ofar öðru í þeim efnum. Traust til þess að Corbyn taki réttar ákvarðanir í Evrópumálum (20%) er enn minna til Theresu May forsætisráðherra sem þó er lágt fyrir (34%). Hart hefur verið sótt að Corbyn, bæði innan flokks hans og utan, fyrir að taka ekki skýrari afstöðu gagnvart Brexit og gera Verkamannaflokkinn að skýrum valkosti við útgöngustefnu Íhaldsflokksins. Corbyn hefur fram að þessu viljað halda áfram með útgönguna og lagst gegn hugmyndum um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. Þær hafa meðal annars komið fram í Verkamannaflokknum.Óvenjulegt í ljósi óvinsælda forsætisráðherrans Niðurstöður könnunarinnar eru ekki síst vandræðalegar í ljósi þess að May forsætisráðherra fær einnig slæma útreið. Raunar er ánægjuhlutfall hennar svo gott sem það sama og Corbyn í könnuninni. Ríkisstjórn hennar hefur ítrekað riðað til falls undanfarna mánuði, ekki síst eftir að afgerandi meirihluta breska þingsins hafnaði útgöngusamningi hennar í janúar. „Oft er leitnin þannig að þegar einn leiðtogi fellur er annar á uppleið en það er ekki tilfellið núna,“ segir Gideon Skinner, forstöðumaður stjórnmálarannsókna hjá Ipsos MORI við breska blaðið. Óvinsældir Corbyn ná einnig til Verkamannaflokksins. Innan við helmingur kjósenda flokksins er ánægður með hann, 44%. Á sama tíma eru enn 34 prósentustigum fleiri kjósendur Íhaldsflokksins ánægðir með Theresa May forsætisráðherra en eru óánægðir með hana.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Corbyn sagði May stýra „uppvakningsríkisstjórn“ Atkvæði verða greidd um vantraust á Theresu May forsætisráðherra eftir Brexit-ósigurinn nú í kvöld. 16. janúar 2019 16:45 Stórtap hjá May og stjórnin í lífshættu Breska þingið kolfelldi samning ríkisstjórnar Theresu May við ESB um útgöngu. Stærsta tapið í meira en öld. 16. janúar 2019 06:15 Corbyn vill nýjar kosningar en ekki þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands, segir að ef Brexit-samkomulag Theresu May, forsætisráðherra, verði fellt á þingi, sem er óhjákvæmilegt að hans mati, eigi að boða til nýrra kosninga. 10. janúar 2019 13:45 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Sjá meira
Corbyn sagði May stýra „uppvakningsríkisstjórn“ Atkvæði verða greidd um vantraust á Theresu May forsætisráðherra eftir Brexit-ósigurinn nú í kvöld. 16. janúar 2019 16:45
Stórtap hjá May og stjórnin í lífshættu Breska þingið kolfelldi samning ríkisstjórnar Theresu May við ESB um útgöngu. Stærsta tapið í meira en öld. 16. janúar 2019 06:15
Corbyn vill nýjar kosningar en ekki þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands, segir að ef Brexit-samkomulag Theresu May, forsætisráðherra, verði fellt á þingi, sem er óhjákvæmilegt að hans mati, eigi að boða til nýrra kosninga. 10. janúar 2019 13:45