Ánægja með Corbyn hrynur þrátt fyrir veika stöðu May Kjartan Kjartansson skrifar 8. febrúar 2019 14:34 Þrátt fyrir óvinsældir ríkisstjórnar May fer stuðningur við Corbyn þverrandi. Vísir/EPA Aðeins einn af hverjum fimm svarendum í nýrri skoðanakönnun treystir Jeremy Corbyn, leiðtoga breska Verkamannaflokksins, í málum sem tengjast útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Ánægja með störf formannsins er ein sú versta í sögu flokksins. Samkvæmt könnun Ipsos MORI sem Evening Standard birtir í dag hefur hlutfall þeirra sem eru ánægðir með störf Corbyn farið út 27% niður í 17% frá því í desember. Enginn leiðtogi Verkamannaflokksins hefur haft lægra hlutfall frá því á tímum Michael Foot sem galt afhroð í kosningum árið 1983. Þeim sem segjast óánægðir með Corbyn hefur fjölgað úr 59% í 72%. Aðeins einn af hverjum sex telur Corbyn sterkan leiðtoga þegar kemur að útgöngunni úr Evrópusambandinu og innan við fimmtungur svarenda telur hann setja þjóðarhagsmuni ofar öðru í þeim efnum. Traust til þess að Corbyn taki réttar ákvarðanir í Evrópumálum (20%) er enn minna til Theresu May forsætisráðherra sem þó er lágt fyrir (34%). Hart hefur verið sótt að Corbyn, bæði innan flokks hans og utan, fyrir að taka ekki skýrari afstöðu gagnvart Brexit og gera Verkamannaflokkinn að skýrum valkosti við útgöngustefnu Íhaldsflokksins. Corbyn hefur fram að þessu viljað halda áfram með útgönguna og lagst gegn hugmyndum um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. Þær hafa meðal annars komið fram í Verkamannaflokknum.Óvenjulegt í ljósi óvinsælda forsætisráðherrans Niðurstöður könnunarinnar eru ekki síst vandræðalegar í ljósi þess að May forsætisráðherra fær einnig slæma útreið. Raunar er ánægjuhlutfall hennar svo gott sem það sama og Corbyn í könnuninni. Ríkisstjórn hennar hefur ítrekað riðað til falls undanfarna mánuði, ekki síst eftir að afgerandi meirihluta breska þingsins hafnaði útgöngusamningi hennar í janúar. „Oft er leitnin þannig að þegar einn leiðtogi fellur er annar á uppleið en það er ekki tilfellið núna,“ segir Gideon Skinner, forstöðumaður stjórnmálarannsókna hjá Ipsos MORI við breska blaðið. Óvinsældir Corbyn ná einnig til Verkamannaflokksins. Innan við helmingur kjósenda flokksins er ánægður með hann, 44%. Á sama tíma eru enn 34 prósentustigum fleiri kjósendur Íhaldsflokksins ánægðir með Theresa May forsætisráðherra en eru óánægðir með hana. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Corbyn sagði May stýra „uppvakningsríkisstjórn“ Atkvæði verða greidd um vantraust á Theresu May forsætisráðherra eftir Brexit-ósigurinn nú í kvöld. 16. janúar 2019 16:45 Stórtap hjá May og stjórnin í lífshættu Breska þingið kolfelldi samning ríkisstjórnar Theresu May við ESB um útgöngu. Stærsta tapið í meira en öld. 16. janúar 2019 06:15 Corbyn vill nýjar kosningar en ekki þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands, segir að ef Brexit-samkomulag Theresu May, forsætisráðherra, verði fellt á þingi, sem er óhjákvæmilegt að hans mati, eigi að boða til nýrra kosninga. 10. janúar 2019 13:45 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Aðeins einn af hverjum fimm svarendum í nýrri skoðanakönnun treystir Jeremy Corbyn, leiðtoga breska Verkamannaflokksins, í málum sem tengjast útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Ánægja með störf formannsins er ein sú versta í sögu flokksins. Samkvæmt könnun Ipsos MORI sem Evening Standard birtir í dag hefur hlutfall þeirra sem eru ánægðir með störf Corbyn farið út 27% niður í 17% frá því í desember. Enginn leiðtogi Verkamannaflokksins hefur haft lægra hlutfall frá því á tímum Michael Foot sem galt afhroð í kosningum árið 1983. Þeim sem segjast óánægðir með Corbyn hefur fjölgað úr 59% í 72%. Aðeins einn af hverjum sex telur Corbyn sterkan leiðtoga þegar kemur að útgöngunni úr Evrópusambandinu og innan við fimmtungur svarenda telur hann setja þjóðarhagsmuni ofar öðru í þeim efnum. Traust til þess að Corbyn taki réttar ákvarðanir í Evrópumálum (20%) er enn minna til Theresu May forsætisráðherra sem þó er lágt fyrir (34%). Hart hefur verið sótt að Corbyn, bæði innan flokks hans og utan, fyrir að taka ekki skýrari afstöðu gagnvart Brexit og gera Verkamannaflokkinn að skýrum valkosti við útgöngustefnu Íhaldsflokksins. Corbyn hefur fram að þessu viljað halda áfram með útgönguna og lagst gegn hugmyndum um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. Þær hafa meðal annars komið fram í Verkamannaflokknum.Óvenjulegt í ljósi óvinsælda forsætisráðherrans Niðurstöður könnunarinnar eru ekki síst vandræðalegar í ljósi þess að May forsætisráðherra fær einnig slæma útreið. Raunar er ánægjuhlutfall hennar svo gott sem það sama og Corbyn í könnuninni. Ríkisstjórn hennar hefur ítrekað riðað til falls undanfarna mánuði, ekki síst eftir að afgerandi meirihluta breska þingsins hafnaði útgöngusamningi hennar í janúar. „Oft er leitnin þannig að þegar einn leiðtogi fellur er annar á uppleið en það er ekki tilfellið núna,“ segir Gideon Skinner, forstöðumaður stjórnmálarannsókna hjá Ipsos MORI við breska blaðið. Óvinsældir Corbyn ná einnig til Verkamannaflokksins. Innan við helmingur kjósenda flokksins er ánægður með hann, 44%. Á sama tíma eru enn 34 prósentustigum fleiri kjósendur Íhaldsflokksins ánægðir með Theresa May forsætisráðherra en eru óánægðir með hana.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Corbyn sagði May stýra „uppvakningsríkisstjórn“ Atkvæði verða greidd um vantraust á Theresu May forsætisráðherra eftir Brexit-ósigurinn nú í kvöld. 16. janúar 2019 16:45 Stórtap hjá May og stjórnin í lífshættu Breska þingið kolfelldi samning ríkisstjórnar Theresu May við ESB um útgöngu. Stærsta tapið í meira en öld. 16. janúar 2019 06:15 Corbyn vill nýjar kosningar en ekki þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands, segir að ef Brexit-samkomulag Theresu May, forsætisráðherra, verði fellt á þingi, sem er óhjákvæmilegt að hans mati, eigi að boða til nýrra kosninga. 10. janúar 2019 13:45 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Corbyn sagði May stýra „uppvakningsríkisstjórn“ Atkvæði verða greidd um vantraust á Theresu May forsætisráðherra eftir Brexit-ósigurinn nú í kvöld. 16. janúar 2019 16:45
Stórtap hjá May og stjórnin í lífshættu Breska þingið kolfelldi samning ríkisstjórnar Theresu May við ESB um útgöngu. Stærsta tapið í meira en öld. 16. janúar 2019 06:15
Corbyn vill nýjar kosningar en ekki þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands, segir að ef Brexit-samkomulag Theresu May, forsætisráðherra, verði fellt á þingi, sem er óhjákvæmilegt að hans mati, eigi að boða til nýrra kosninga. 10. janúar 2019 13:45