Fengu ekki vinnu en urðu hamingjusamari á borgaralaunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2019 00:01 Verkefnið gekk út á það að 2000 atvinnulausir Finnar fengu borgaralaun, eða það sem líka hefur verið óskilyrt framfærsla, og nam upphæðin 560 evrum á mánuði. Markmiðið var að kanna hvort að örugg framfærsla gæti hjálpað fólki í atvinnuleit. vísir/epa Atvinnulausir Finnar sem tóku þátt í tilraunaverkefni með borgaralaun urðu hamingjusamari á laununum en fengu ekki endilega vinnu. Þetta sýna fyrstu niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar á verkefninu en það hófst í janúar 2017 og lauk í desember síðastliðnum. Verkefnið gekk út á það að 2000 atvinnulausir Finnar fengu borgaralaun, eða það sem líka hefur verið óskilyrt framfærsla, og nam upphæðin 560 evrum á mánuði. Markmiðið var að kanna hvort að örugg framfærsla gæti hjálpað fólki í atvinnuleit. Fyrstu niðurstöður rannsóknar á áhrifum borgaralauna sýna að fólk sem fékk framfærsluna var ekki líklegra til þess að finna sér vinnu heldur en þeir sem fengu enga framfærslu. Þeir sem voru á borgaralaunum voru hins vegar hamingjusamari og ekki eins stressaðir. Að því er fram kemur í frétt BBC um málið eru rannsakendur nú að kanna hvers vegna þetta er niðurstaðan en áætlað er að rannsókninni ljúki á næsta ári. BBC ræddi við einn af þeim sem fengu borgaralaun, fyrrverandi ritstjóra sem heitir Tuomas. „Ég er enn án vinnu. Ég get ekki sagt að borgaralaunin hafi breytt miklu í lífi mínu. Andlega, jú, en ekki fjárhagslega,“ segir Tuomas. Miska Simanainen er einn af vísindamönnum sem stendur að rannsókninni á áhrifum borgaralauna. Hann segist ekki vilja líta svo á að verkefninu hafi mistekist vegna þess að fólk fékk ekkert endilega vinnu. „Þetta er hvorki eitthvað sem misheppnaðist eða tókst vel. Þetta eru staðreyndirnar og þær veita okkur nýjar upplýsingar sem við höfðum ekki áður en ráðist var í þetta verkefni,“ segir Simanainen. Félagsmál Finnland Tengdar fréttir Vill kanna áhrif borgaralauna á íslenskt samfélag Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þau meðal annars frumvarp Pírata um borgaralaun. 21. apríl 2018 16:00 Segir „krónu á móti krónu“-kerfið algjörlega gjaldþrota Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir að núverandi kerfi sé algjörlega gjaldþrota hvað varðar örorkulífeyri, þá gagnrýnir hann einnig heilbrigðiskerfið vegna fordóma gagnvart geðrænum kvillum. Þorsteinn og Inga Sæland voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. 10. febrúar 2018 15:30 Forsætisráðherra vill setja borgaralaun í framtíðarnefnd Forsætisráðherra segir mögulegt að skoða hugmyndir um borgaralaun á vettvangi framtíðarnefndar en fyrri skoðun hafi leitt í ljós að þetta væri dýr leið sem ekki lægi fyrir hvernig ætti að fjármagna. 9. maí 2018 20:30 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Atvinnulausir Finnar sem tóku þátt í tilraunaverkefni með borgaralaun urðu hamingjusamari á laununum en fengu ekki endilega vinnu. Þetta sýna fyrstu niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar á verkefninu en það hófst í janúar 2017 og lauk í desember síðastliðnum. Verkefnið gekk út á það að 2000 atvinnulausir Finnar fengu borgaralaun, eða það sem líka hefur verið óskilyrt framfærsla, og nam upphæðin 560 evrum á mánuði. Markmiðið var að kanna hvort að örugg framfærsla gæti hjálpað fólki í atvinnuleit. Fyrstu niðurstöður rannsóknar á áhrifum borgaralauna sýna að fólk sem fékk framfærsluna var ekki líklegra til þess að finna sér vinnu heldur en þeir sem fengu enga framfærslu. Þeir sem voru á borgaralaunum voru hins vegar hamingjusamari og ekki eins stressaðir. Að því er fram kemur í frétt BBC um málið eru rannsakendur nú að kanna hvers vegna þetta er niðurstaðan en áætlað er að rannsókninni ljúki á næsta ári. BBC ræddi við einn af þeim sem fengu borgaralaun, fyrrverandi ritstjóra sem heitir Tuomas. „Ég er enn án vinnu. Ég get ekki sagt að borgaralaunin hafi breytt miklu í lífi mínu. Andlega, jú, en ekki fjárhagslega,“ segir Tuomas. Miska Simanainen er einn af vísindamönnum sem stendur að rannsókninni á áhrifum borgaralauna. Hann segist ekki vilja líta svo á að verkefninu hafi mistekist vegna þess að fólk fékk ekkert endilega vinnu. „Þetta er hvorki eitthvað sem misheppnaðist eða tókst vel. Þetta eru staðreyndirnar og þær veita okkur nýjar upplýsingar sem við höfðum ekki áður en ráðist var í þetta verkefni,“ segir Simanainen.
Félagsmál Finnland Tengdar fréttir Vill kanna áhrif borgaralauna á íslenskt samfélag Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þau meðal annars frumvarp Pírata um borgaralaun. 21. apríl 2018 16:00 Segir „krónu á móti krónu“-kerfið algjörlega gjaldþrota Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir að núverandi kerfi sé algjörlega gjaldþrota hvað varðar örorkulífeyri, þá gagnrýnir hann einnig heilbrigðiskerfið vegna fordóma gagnvart geðrænum kvillum. Þorsteinn og Inga Sæland voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. 10. febrúar 2018 15:30 Forsætisráðherra vill setja borgaralaun í framtíðarnefnd Forsætisráðherra segir mögulegt að skoða hugmyndir um borgaralaun á vettvangi framtíðarnefndar en fyrri skoðun hafi leitt í ljós að þetta væri dýr leið sem ekki lægi fyrir hvernig ætti að fjármagna. 9. maí 2018 20:30 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Vill kanna áhrif borgaralauna á íslenskt samfélag Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þau meðal annars frumvarp Pírata um borgaralaun. 21. apríl 2018 16:00
Segir „krónu á móti krónu“-kerfið algjörlega gjaldþrota Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir að núverandi kerfi sé algjörlega gjaldþrota hvað varðar örorkulífeyri, þá gagnrýnir hann einnig heilbrigðiskerfið vegna fordóma gagnvart geðrænum kvillum. Þorsteinn og Inga Sæland voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. 10. febrúar 2018 15:30
Forsætisráðherra vill setja borgaralaun í framtíðarnefnd Forsætisráðherra segir mögulegt að skoða hugmyndir um borgaralaun á vettvangi framtíðarnefndar en fyrri skoðun hafi leitt í ljós að þetta væri dýr leið sem ekki lægi fyrir hvernig ætti að fjármagna. 9. maí 2018 20:30