Erlent

Tugir létust eftir að hafa drukkið heimabrugg

Andri Eysteinsson skrifar
Frá héraðinu Uttar
Frá héraðinu Uttar EPA/Rajat Gupta
Þrjátíu og níu eru látnir og yfir tuttugu hafa veikst eftir að hafa drukkið heimabrugg í norðurhluta Indlands.

Um er að ræða tvö aðskilin atvik, samkvæmt indversku lögreglunni létust 26 í héraðinu Uttar Pradesh og 13 í nærliggjandi héraði, Uttarakhand.

Talið er að hin látnu hafi drukkið heimabruggið við hátíðarhöld í héruðunum. Rannsóknir leiddu í ljós að mikið magn metanóls var í vökvanum og olli það eitruninni.

Samkvæmt frétt The Guardian eru dauðsföll af þessu tagi algeng í Indlandi en vegna fátæktar í ýmsum hlutum landsins hefur fólk ekki efni á áfengi öðru en heimabruggi sem ekki er alltaf treystandi.

Lögreglan hefur vegna málsins handtekið átta grunaða um að hafa stundað heimabrugg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×