Kolfinna boðar í sömu færslu að hátíðin fari fram í vor.
Greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að ákveðið hefði verið að fresta úthlutun til verkefnisins fyrir árið í ár á meðan málið sé skoðað. Faghópur hafði lagt til að hátíðin fengi eina og hálfa milljón krónur í styrk í ár, en Kolfinna segir á Facebook að ekki muni koma til þess því þau hefðu ákveðið að sameina styrkumsóknirnar fyrir árið 2018 og 2019. Styrkurinn sem fékkst því fyrir árið 2018, fyrir hátíð sem fór ekki fram, mun því færast yfir á 2019 að hennar sögn og sé alvanalegt.
„Það er von okkar sem stöndum að RFF að hátíðin í vor verði glæsileg og við hlökkum til að deila með ykkur undirbúningi og drögum að dagskrá fljótlega. Ég verð því miður að valda þeim vonbrigðum sem eru að leita að dýrum höfundaréttarvörðum stráum eða pálmatrjám í þessu máli,“ segir Kolfinna Von í færslunni.