Segir ekki standa til boða að breyta Brexit sáttmálanum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 30. janúar 2019 19:00 „Útgöngusáttmálinn er besti og eini mögulegi samningurinn,“ sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í ræðu sinni á fundi Evrópuþingsins í Brussel í dag. „Evrópusambandið sagði það í nóvember, við sögðum það í desember og við sögðum það eftir fyrstu atkvæðagreiðsluna um sáttmálann í breska þinginu í janúar.“ Juncker segir að umræður og atkvæðagreiðslur í breska þinginu í gærkvöldi og umboð Theresu May frá þinginu til að semja aftur við ESB breyti engu. Undir það tók aðalsamningamaður Evrópusambandsins Michel Barnier. May hafði gert sér vonir um að fara til Brussel til að breyta innihaldi sáttmálans sem var felldur í breska þinginu fyrr í mánuðinum. Þingið samþykkti í gærkvöldi breytingartillögur við útgöngusáttmála May sem var felldur fyrr í mánuðinum. Þær fela í sér að fjarlægja skuli svokallað „backstop“ ákvæði um tilhögun landamæra Norður Írlands úr sáttmálanum og að forðast skuli útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. „backstop“ ákvæðið er það sem hefur staðið í vegi fyrir því að flokksfélagar May í Íhaldsflokknum greiði atkvæði með sáttmálanum. Leiðtogar Evrópusambandsins hafa brugðist við ákvörðun breska þingsins í dag en það lítur út fyrir að reynast þrautinni þyngra að fá fulltrúa ESB að samningaborðinu. Ríkisstjórnir Þýskalands og Frakklands segja að núverandi sáttmáli sé besta lausnin. Utanríkisráðherra Írlands, Simon Coveney, sagði þá í dag að ef til væri betri lausn en „backstop“ ákvæðið væri þegar búið að leggja það til. „Trúið mér. Þetta hefur verið kannað endalaust síðastliðin tvö ár á meðan samningar hafa staðið yfir,“ sagði hann.Hvað er þetta „backstop“ ákvæði og afhverju eru Íhaldsmenn á móti því? „Backstop“ ákvæðið í útgöngusáttmála May snýr að tilhögun norður írsku landsmæranna eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í dag eru opin landamæri á milli Írlands og Norður Írlands, engin landamæragæsla, frjálst flæði varnings og fólks á milli landanna. Eftir að Bretland gengur úr ESB skapast hörð landamæri milli Norður Írlands og Írlands ef ekki er samið um neitt annað. Bæði Evrópusambandið og Breska ríkisstjórnin vilja koma í veg fyrir það. „Backstop“ ákvæðið er einskonar öryggisnet sem heldur Norður Írlandi og raunar öllu Bretlandi innan tollasambandsins ótímabundið ef ekki næst að semja um framtíðarsamskipti Bretlands og Evrópusambandsins eftir útgöngu (t.d með fríverslunarsamningi). Stór hluti þingmanna Íhaldsflokksins telja þetta óásættanlegt. Ef „Backstop“ ákvæðið yrði virkjað myndi það í reynd festa Bretland innan regluverks Evrópusambandsins að þeirra mati. Það þætti óásættanlegt gagnvart þeim kjósendum sem kusu með útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og ekki fullnægjandi Brexit. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska þingið fjallar um fimmtán breytingartillögur við Brexit-samning Fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, úr Evrópusambandinu verða til umræðu á breska þinginu í dag. Líkurnar á því að Bretar hætti í Evrópusambandinu án samnings eru taldar aukast á hverjum degi. 29. janúar 2019 12:30 May fær umboð til að semja aftur við ESB sem virðist þó ekki vilja semja Meirihluti þingmanna breska þingsins samþykkti tillögu þess efnis að fella út svokallað Backstop ákvæði úr úrsagnarsamningi Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May hefur nú umboð til að semja á ný við ESB en forseti Evrópuráðsins segir að ekki sé í boði að semja upp á nýtt. 29. janúar 2019 22:09 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
„Útgöngusáttmálinn er besti og eini mögulegi samningurinn,“ sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í ræðu sinni á fundi Evrópuþingsins í Brussel í dag. „Evrópusambandið sagði það í nóvember, við sögðum það í desember og við sögðum það eftir fyrstu atkvæðagreiðsluna um sáttmálann í breska þinginu í janúar.“ Juncker segir að umræður og atkvæðagreiðslur í breska þinginu í gærkvöldi og umboð Theresu May frá þinginu til að semja aftur við ESB breyti engu. Undir það tók aðalsamningamaður Evrópusambandsins Michel Barnier. May hafði gert sér vonir um að fara til Brussel til að breyta innihaldi sáttmálans sem var felldur í breska þinginu fyrr í mánuðinum. Þingið samþykkti í gærkvöldi breytingartillögur við útgöngusáttmála May sem var felldur fyrr í mánuðinum. Þær fela í sér að fjarlægja skuli svokallað „backstop“ ákvæði um tilhögun landamæra Norður Írlands úr sáttmálanum og að forðast skuli útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. „backstop“ ákvæðið er það sem hefur staðið í vegi fyrir því að flokksfélagar May í Íhaldsflokknum greiði atkvæði með sáttmálanum. Leiðtogar Evrópusambandsins hafa brugðist við ákvörðun breska þingsins í dag en það lítur út fyrir að reynast þrautinni þyngra að fá fulltrúa ESB að samningaborðinu. Ríkisstjórnir Þýskalands og Frakklands segja að núverandi sáttmáli sé besta lausnin. Utanríkisráðherra Írlands, Simon Coveney, sagði þá í dag að ef til væri betri lausn en „backstop“ ákvæðið væri þegar búið að leggja það til. „Trúið mér. Þetta hefur verið kannað endalaust síðastliðin tvö ár á meðan samningar hafa staðið yfir,“ sagði hann.Hvað er þetta „backstop“ ákvæði og afhverju eru Íhaldsmenn á móti því? „Backstop“ ákvæðið í útgöngusáttmála May snýr að tilhögun norður írsku landsmæranna eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í dag eru opin landamæri á milli Írlands og Norður Írlands, engin landamæragæsla, frjálst flæði varnings og fólks á milli landanna. Eftir að Bretland gengur úr ESB skapast hörð landamæri milli Norður Írlands og Írlands ef ekki er samið um neitt annað. Bæði Evrópusambandið og Breska ríkisstjórnin vilja koma í veg fyrir það. „Backstop“ ákvæðið er einskonar öryggisnet sem heldur Norður Írlandi og raunar öllu Bretlandi innan tollasambandsins ótímabundið ef ekki næst að semja um framtíðarsamskipti Bretlands og Evrópusambandsins eftir útgöngu (t.d með fríverslunarsamningi). Stór hluti þingmanna Íhaldsflokksins telja þetta óásættanlegt. Ef „Backstop“ ákvæðið yrði virkjað myndi það í reynd festa Bretland innan regluverks Evrópusambandsins að þeirra mati. Það þætti óásættanlegt gagnvart þeim kjósendum sem kusu með útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og ekki fullnægjandi Brexit.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska þingið fjallar um fimmtán breytingartillögur við Brexit-samning Fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, úr Evrópusambandinu verða til umræðu á breska þinginu í dag. Líkurnar á því að Bretar hætti í Evrópusambandinu án samnings eru taldar aukast á hverjum degi. 29. janúar 2019 12:30 May fær umboð til að semja aftur við ESB sem virðist þó ekki vilja semja Meirihluti þingmanna breska þingsins samþykkti tillögu þess efnis að fella út svokallað Backstop ákvæði úr úrsagnarsamningi Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May hefur nú umboð til að semja á ný við ESB en forseti Evrópuráðsins segir að ekki sé í boði að semja upp á nýtt. 29. janúar 2019 22:09 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Breska þingið fjallar um fimmtán breytingartillögur við Brexit-samning Fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, úr Evrópusambandinu verða til umræðu á breska þinginu í dag. Líkurnar á því að Bretar hætti í Evrópusambandinu án samnings eru taldar aukast á hverjum degi. 29. janúar 2019 12:30
May fær umboð til að semja aftur við ESB sem virðist þó ekki vilja semja Meirihluti þingmanna breska þingsins samþykkti tillögu þess efnis að fella út svokallað Backstop ákvæði úr úrsagnarsamningi Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May hefur nú umboð til að semja á ný við ESB en forseti Evrópuráðsins segir að ekki sé í boði að semja upp á nýtt. 29. janúar 2019 22:09