Bílastæðaþjónusta sektuð eftir kvartanir Isavia Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. janúar 2019 10:07 Isavia var ósátt við fullyrðingar Base Capital um bílastæðaverð við Leifsstöð. Fréttablaðið/Andri Marinó. Neytendastofa hefur lagt 250 þúsund króna stjórnvaldssekt á Base Capital ehf. vegna markaðssetningar fyrirtækisins við flugstöð Leifs Eiríkssonar. Isavia kvartaði undan auglýsingum fyrirtækisins þar sem fullyrt var að Base Capital byði upp á ódýrustu bílastæðin við Leifsstöð, sem nú hafa verið bannaðar. Í bréfi sínu til Neytendastofu segjast fulltrúar Isavia hafa rekist á umræddar auglýsingar síðasta sumar. Í þeim var fullyrt að Base Capital byði upp á „ódýrasta daggjaldið“ auk þess sem fullyrt væri að fyrirtækið byði upp á „58% ódýrara daggjald.“ Undir þessar fullyrðingar gat Isavia ekki tekið. „Þvert á móti sé lagning bíla, allt upp að fjórum dögum, ódýrari á bílastæði Isavia en á bílastæði Base Capital en þrír dagar á bílastæði Isavia kosti 5.250 kr. á meðan þjónusta Base Capital fyrir sama dagafjölda kosti 6.500 kr. Miðist útreikningarnir við dýrasta verð Isavia,“ segir í úrskurði Neyendastofu. Isavia hafi því talið að markaðssetning Base Capital gerði það að verkum að „neytendur taki ákvörðun um að eiga viðskipti á grundvelli rangra og villandi upplýsinga,“ auk þess sem auglýsingin sé „mjög óeðlileg og ósanngjörn gagnvart keppinautum og neytendum.“ Isavia fór þess á leit við Base Capital að látið yrði af þessari markaðssetningu. Á það féllst Base Capital þó ekki og hafnaði því að fyrrgreind fullyrðing fæli í sér óréttmæta og villandi viðskiptahætti.Áður kvartað Neytendastofa segist hafa sent Base Capital tvö erindi meðan stofnunin vann úr kvörtun Isavia. Engin svör hafi hins vegar borist frá fyrirtækinu. Í ljósi þess að Base Capital hefur áður verið meinað að birta sambærilegar auglýsingar, í mars á síðasta ári þegar fyrirtækið bar nafnið No Capital, en ekki breytt markaðsefni sínu í samræmi við fyrirmæli Neytendastofu hafi stofnunin því ákveðið að leggja fyrrnefnda sekt á Base Capital. Fyrirtækinu hefur einnig verið bannað að birta auglýsingar sem þessar og þarf þar að auki að gera breytingar á markaðsefni sínu og upplýsingum á vefsíðu sinni. Þá komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að fullyrðing fyrirtækisins um fría „valet“ þjónustu í verðskrá á vefsíðu Base Parking „væri villandi og bryti gegn lögum um viðskiptahætti og markaðssetningu og reglugerð um viðskiptahætti sem teljast undir öllum kringumstæðum óréttmætir.“Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Neytendur Samgöngur Stjórnsýsla Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Neytendastofa hefur lagt 250 þúsund króna stjórnvaldssekt á Base Capital ehf. vegna markaðssetningar fyrirtækisins við flugstöð Leifs Eiríkssonar. Isavia kvartaði undan auglýsingum fyrirtækisins þar sem fullyrt var að Base Capital byði upp á ódýrustu bílastæðin við Leifsstöð, sem nú hafa verið bannaðar. Í bréfi sínu til Neytendastofu segjast fulltrúar Isavia hafa rekist á umræddar auglýsingar síðasta sumar. Í þeim var fullyrt að Base Capital byði upp á „ódýrasta daggjaldið“ auk þess sem fullyrt væri að fyrirtækið byði upp á „58% ódýrara daggjald.“ Undir þessar fullyrðingar gat Isavia ekki tekið. „Þvert á móti sé lagning bíla, allt upp að fjórum dögum, ódýrari á bílastæði Isavia en á bílastæði Base Capital en þrír dagar á bílastæði Isavia kosti 5.250 kr. á meðan þjónusta Base Capital fyrir sama dagafjölda kosti 6.500 kr. Miðist útreikningarnir við dýrasta verð Isavia,“ segir í úrskurði Neyendastofu. Isavia hafi því talið að markaðssetning Base Capital gerði það að verkum að „neytendur taki ákvörðun um að eiga viðskipti á grundvelli rangra og villandi upplýsinga,“ auk þess sem auglýsingin sé „mjög óeðlileg og ósanngjörn gagnvart keppinautum og neytendum.“ Isavia fór þess á leit við Base Capital að látið yrði af þessari markaðssetningu. Á það féllst Base Capital þó ekki og hafnaði því að fyrrgreind fullyrðing fæli í sér óréttmæta og villandi viðskiptahætti.Áður kvartað Neytendastofa segist hafa sent Base Capital tvö erindi meðan stofnunin vann úr kvörtun Isavia. Engin svör hafi hins vegar borist frá fyrirtækinu. Í ljósi þess að Base Capital hefur áður verið meinað að birta sambærilegar auglýsingar, í mars á síðasta ári þegar fyrirtækið bar nafnið No Capital, en ekki breytt markaðsefni sínu í samræmi við fyrirmæli Neytendastofu hafi stofnunin því ákveðið að leggja fyrrnefnda sekt á Base Capital. Fyrirtækinu hefur einnig verið bannað að birta auglýsingar sem þessar og þarf þar að auki að gera breytingar á markaðsefni sínu og upplýsingum á vefsíðu sinni. Þá komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að fullyrðing fyrirtækisins um fría „valet“ þjónustu í verðskrá á vefsíðu Base Parking „væri villandi og bryti gegn lögum um viðskiptahætti og markaðssetningu og reglugerð um viðskiptahætti sem teljast undir öllum kringumstæðum óréttmætir.“Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Neytendur Samgöngur Stjórnsýsla Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira