Sverrir grætur sína gjaldþrota starfsmannaleigu Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. janúar 2019 11:00 Sverrir Einar Eiríksson rak starfsmannaleiguna Proventus á árunum fyrir hrun. Vísir Fyrrverandi eiganda starfsmannaleigunnar Proventus ehf. þykir miður hvernig fór fyrir rekstri fyrirtækisins. Fordæmalausar efnahagslegar og pólitískar aðstæður hafi riðið Proventus að fullu. Hann kveðst þó vera stoltur af þeirri uppbyggingu sem fyrirtækið stóð að og hvernig var komið fram við starfsfólk þess. Vísir greindi frá því á þriðjudag að ekkert hafi fengist upp í lýstar kröfur í þrotabú Proventus, sem námu alls um 114 milljónum króna. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í júní árið 2009, eftir töluverðan uppgang á árunum fyrir hrun. Óhagstæð gengisþróun og samdráttur í byggingageiranum felldu þó fyrirtækið. Sverrir Einar Eiríksson, stofnandi og eigandi Proventus, segir í yfirlýsingu sinni til fréttastofu að það sé rétt sem fram kom í fréttinni að miklir erfiðleikar hafi komið upp í rekstri félagsins eftir fall bankakerfisins. „Starfseminni var í raun sjálfhætt eftir 6. október 2008, en þá höfðu tæplega 100 einstaklingar verið í vinnu hjá okkur í byrjun mánaðarins en voru aðeins fjórir mánaðamótin á eftir,“ segir Sverrir.Sjá einnig: 114 milljóna gjaldþrot starfsmannaleigu SverrisMánuðina á undan hafi fyrirtækinu reynst erfitt að innheimta útistandandi skuldir, „en eftir hrundag kom vart króna inn á reikninginn,“ segir Sverrir. „Eigi að síður náðum við að borga öllum starfsmönnum okkar laun og tryggja að þeir kæmust áfallalaust heim til fjölskyldna sinna.“ Sverrir segir þetta í takti við stefnu fyrirtækisins, sem ávallt hafi lagt upp úr því gera vel við þá 300 starfsmenn sem komu hingað til lands á vegum Proventus að vinna. Það hafi þeir gert við góðan aðbúnað þar sem farið var að öllu eftir kjarasamningum og reglum um starfsmannaleigur að sögn Sverris. „Það var í anda áherslna okkar um að tryggja velferð allra þótt reglum samkvæmt hefðum við átt að greiða skuldir fyrst, eins og við lífeyrissjóði, og láta starfsmennina bíða eftir greiðslum úr ábyrgðarsjóði launa. Það skýrir að stærstum hluta upphæð krafna sem gerðar voru á hendur félaginu,“ útskýrir Sverrir en kröfurnar hljóðuðu upp á rúmlega 114 milljónum króna sem fyrr segir. Rétt er að taka fram að fyrirtækið Valbjörg ehf. rekur í dag starfsmannaleigu að nafni Proventus. Hún er þó ekki tengd starfsmannaleigu Sverris, sem tekin var til gjaldþrotaskipta um mitt árið 2009 sem fyrr segir. Gjaldþrot Tengdar fréttir 114 milljóna gjaldþrot starfsmannaleigu Sverris Lýstar kröfur í þrotabú starfsmannaleigunnar Proventus ehf. námu alls rúmlega 114 milljónum króna, ef marka má Lögbirtingablaðið í dag. 29. janúar 2019 10:15 Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
Fyrrverandi eiganda starfsmannaleigunnar Proventus ehf. þykir miður hvernig fór fyrir rekstri fyrirtækisins. Fordæmalausar efnahagslegar og pólitískar aðstæður hafi riðið Proventus að fullu. Hann kveðst þó vera stoltur af þeirri uppbyggingu sem fyrirtækið stóð að og hvernig var komið fram við starfsfólk þess. Vísir greindi frá því á þriðjudag að ekkert hafi fengist upp í lýstar kröfur í þrotabú Proventus, sem námu alls um 114 milljónum króna. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í júní árið 2009, eftir töluverðan uppgang á árunum fyrir hrun. Óhagstæð gengisþróun og samdráttur í byggingageiranum felldu þó fyrirtækið. Sverrir Einar Eiríksson, stofnandi og eigandi Proventus, segir í yfirlýsingu sinni til fréttastofu að það sé rétt sem fram kom í fréttinni að miklir erfiðleikar hafi komið upp í rekstri félagsins eftir fall bankakerfisins. „Starfseminni var í raun sjálfhætt eftir 6. október 2008, en þá höfðu tæplega 100 einstaklingar verið í vinnu hjá okkur í byrjun mánaðarins en voru aðeins fjórir mánaðamótin á eftir,“ segir Sverrir.Sjá einnig: 114 milljóna gjaldþrot starfsmannaleigu SverrisMánuðina á undan hafi fyrirtækinu reynst erfitt að innheimta útistandandi skuldir, „en eftir hrundag kom vart króna inn á reikninginn,“ segir Sverrir. „Eigi að síður náðum við að borga öllum starfsmönnum okkar laun og tryggja að þeir kæmust áfallalaust heim til fjölskyldna sinna.“ Sverrir segir þetta í takti við stefnu fyrirtækisins, sem ávallt hafi lagt upp úr því gera vel við þá 300 starfsmenn sem komu hingað til lands á vegum Proventus að vinna. Það hafi þeir gert við góðan aðbúnað þar sem farið var að öllu eftir kjarasamningum og reglum um starfsmannaleigur að sögn Sverris. „Það var í anda áherslna okkar um að tryggja velferð allra þótt reglum samkvæmt hefðum við átt að greiða skuldir fyrst, eins og við lífeyrissjóði, og láta starfsmennina bíða eftir greiðslum úr ábyrgðarsjóði launa. Það skýrir að stærstum hluta upphæð krafna sem gerðar voru á hendur félaginu,“ útskýrir Sverrir en kröfurnar hljóðuðu upp á rúmlega 114 milljónum króna sem fyrr segir. Rétt er að taka fram að fyrirtækið Valbjörg ehf. rekur í dag starfsmannaleigu að nafni Proventus. Hún er þó ekki tengd starfsmannaleigu Sverris, sem tekin var til gjaldþrotaskipta um mitt árið 2009 sem fyrr segir.
Gjaldþrot Tengdar fréttir 114 milljóna gjaldþrot starfsmannaleigu Sverris Lýstar kröfur í þrotabú starfsmannaleigunnar Proventus ehf. námu alls rúmlega 114 milljónum króna, ef marka má Lögbirtingablaðið í dag. 29. janúar 2019 10:15 Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
114 milljóna gjaldþrot starfsmannaleigu Sverris Lýstar kröfur í þrotabú starfsmannaleigunnar Proventus ehf. námu alls rúmlega 114 milljónum króna, ef marka má Lögbirtingablaðið í dag. 29. janúar 2019 10:15
Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30