Serena Williams fékk fjögur tækifæri til að vinna en er úr leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2019 09:30 Karolina Pliskova trúir því varla að hún hafi unnið Serenu Williams. Getty/TPN Serena Williams er úr leik á Opna ástralska meistaramótinu í tennis eftir tap á móti hinni tékknesku Karolina Pliskova í nótt. Serena Williams fékk fjögur tækifæri til að vinna eitt stig í viðbót og þar með því leikinn en tókst ekki. Karolina Pliskova hélt sér á lífi og vann síðan á endanum 7-5 í úrslitasettinu. „Hún spilaði bara ótrúlega vel á úrslitastundu í leiknum,“ sagði Serena Williams. Karolina Pliskova vann sex síðustu stigin í leiknum og fór því að vera 5-1 undir í lokasettinu í það að vinna 7-5 og komast áfram í átta manna úrslitin. „Ég nýtti mín tækifæri,“ sagði Karolina Pliskova.Karolina Pliskova on coming back from 1-5 down and saving four match points: "It's the best comeback ever so far in my life."#AusOpenpic.twitter.com/Dke1kwf9Nb — #AusOpen (@AustralianOpen) January 23, 2019Karolina Pliskova var einu sinn efst á heimslistanum þannig að hún er enginn viðvaningur. Hún mætir nú hinni japönsku Naomi Osaka í undanúrslitunum. Marga dreymdi um leik á milli Naomi Osaka og Serenu Williams en þegar þær mættust síðast þá vann Naomi Osaka Serenu í úrslitaleiknum á Opna bandaríska mótinu. Serenu hraunaði yfir dómarann, sakaði hann um þjófnað og stal algjörlega sviðsljósinu af nýkrýndum meistara. Af þeim leik verður ekki núna."My ankle is fine, maybe I'll feel it tomorrow. I think she played incredible on match points, just hitting lines. I didn't call the trainer out because I didn't feel I needed it." - @serenawilliams#AusOpenpic.twitter.com/9yfHbLWIUy — #AusOpen (@AustralianOpen) January 23, 2019Serena Williams er að elta 24. sigur sinn á risamóti en með því myndi hún jafna metið. Hún þarf að bíða lengur eftir því en Serena er orðin 37 ára gömul. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast þær Petra Kvitová frá Tékklandi og Danielle Collins frá Bandaríkjunum.The moment you realise you've beaten a 7-time #AOChampion & reached your first #AusOpen SF.@KaPliskovapic.twitter.com/d9j8hWGee8 — #AusOpen (@AustralianOpen) January 23, 2019A champion departs. We hope to see you again @serenawilliams#AusOpenpic.twitter.com/cmWQlOdIGb — #AusOpen (@AustralianOpen) January 23, 2019 Tennis Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Sjá meira
Serena Williams er úr leik á Opna ástralska meistaramótinu í tennis eftir tap á móti hinni tékknesku Karolina Pliskova í nótt. Serena Williams fékk fjögur tækifæri til að vinna eitt stig í viðbót og þar með því leikinn en tókst ekki. Karolina Pliskova hélt sér á lífi og vann síðan á endanum 7-5 í úrslitasettinu. „Hún spilaði bara ótrúlega vel á úrslitastundu í leiknum,“ sagði Serena Williams. Karolina Pliskova vann sex síðustu stigin í leiknum og fór því að vera 5-1 undir í lokasettinu í það að vinna 7-5 og komast áfram í átta manna úrslitin. „Ég nýtti mín tækifæri,“ sagði Karolina Pliskova.Karolina Pliskova on coming back from 1-5 down and saving four match points: "It's the best comeback ever so far in my life."#AusOpenpic.twitter.com/Dke1kwf9Nb — #AusOpen (@AustralianOpen) January 23, 2019Karolina Pliskova var einu sinn efst á heimslistanum þannig að hún er enginn viðvaningur. Hún mætir nú hinni japönsku Naomi Osaka í undanúrslitunum. Marga dreymdi um leik á milli Naomi Osaka og Serenu Williams en þegar þær mættust síðast þá vann Naomi Osaka Serenu í úrslitaleiknum á Opna bandaríska mótinu. Serenu hraunaði yfir dómarann, sakaði hann um þjófnað og stal algjörlega sviðsljósinu af nýkrýndum meistara. Af þeim leik verður ekki núna."My ankle is fine, maybe I'll feel it tomorrow. I think she played incredible on match points, just hitting lines. I didn't call the trainer out because I didn't feel I needed it." - @serenawilliams#AusOpenpic.twitter.com/9yfHbLWIUy — #AusOpen (@AustralianOpen) January 23, 2019Serena Williams er að elta 24. sigur sinn á risamóti en með því myndi hún jafna metið. Hún þarf að bíða lengur eftir því en Serena er orðin 37 ára gömul. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast þær Petra Kvitová frá Tékklandi og Danielle Collins frá Bandaríkjunum.The moment you realise you've beaten a 7-time #AOChampion & reached your first #AusOpen SF.@KaPliskovapic.twitter.com/d9j8hWGee8 — #AusOpen (@AustralianOpen) January 23, 2019A champion departs. We hope to see you again @serenawilliams#AusOpenpic.twitter.com/cmWQlOdIGb — #AusOpen (@AustralianOpen) January 23, 2019
Tennis Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Sjá meira