Serena Williams fékk fjögur tækifæri til að vinna en er úr leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2019 09:30 Karolina Pliskova trúir því varla að hún hafi unnið Serenu Williams. Getty/TPN Serena Williams er úr leik á Opna ástralska meistaramótinu í tennis eftir tap á móti hinni tékknesku Karolina Pliskova í nótt. Serena Williams fékk fjögur tækifæri til að vinna eitt stig í viðbót og þar með því leikinn en tókst ekki. Karolina Pliskova hélt sér á lífi og vann síðan á endanum 7-5 í úrslitasettinu. „Hún spilaði bara ótrúlega vel á úrslitastundu í leiknum,“ sagði Serena Williams. Karolina Pliskova vann sex síðustu stigin í leiknum og fór því að vera 5-1 undir í lokasettinu í það að vinna 7-5 og komast áfram í átta manna úrslitin. „Ég nýtti mín tækifæri,“ sagði Karolina Pliskova.Karolina Pliskova on coming back from 1-5 down and saving four match points: "It's the best comeback ever so far in my life."#AusOpenpic.twitter.com/Dke1kwf9Nb — #AusOpen (@AustralianOpen) January 23, 2019Karolina Pliskova var einu sinn efst á heimslistanum þannig að hún er enginn viðvaningur. Hún mætir nú hinni japönsku Naomi Osaka í undanúrslitunum. Marga dreymdi um leik á milli Naomi Osaka og Serenu Williams en þegar þær mættust síðast þá vann Naomi Osaka Serenu í úrslitaleiknum á Opna bandaríska mótinu. Serenu hraunaði yfir dómarann, sakaði hann um þjófnað og stal algjörlega sviðsljósinu af nýkrýndum meistara. Af þeim leik verður ekki núna."My ankle is fine, maybe I'll feel it tomorrow. I think she played incredible on match points, just hitting lines. I didn't call the trainer out because I didn't feel I needed it." - @serenawilliams#AusOpenpic.twitter.com/9yfHbLWIUy — #AusOpen (@AustralianOpen) January 23, 2019Serena Williams er að elta 24. sigur sinn á risamóti en með því myndi hún jafna metið. Hún þarf að bíða lengur eftir því en Serena er orðin 37 ára gömul. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast þær Petra Kvitová frá Tékklandi og Danielle Collins frá Bandaríkjunum.The moment you realise you've beaten a 7-time #AOChampion & reached your first #AusOpen SF.@KaPliskovapic.twitter.com/d9j8hWGee8 — #AusOpen (@AustralianOpen) January 23, 2019A champion departs. We hope to see you again @serenawilliams#AusOpenpic.twitter.com/cmWQlOdIGb — #AusOpen (@AustralianOpen) January 23, 2019 Tennis Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Sjá meira
Serena Williams er úr leik á Opna ástralska meistaramótinu í tennis eftir tap á móti hinni tékknesku Karolina Pliskova í nótt. Serena Williams fékk fjögur tækifæri til að vinna eitt stig í viðbót og þar með því leikinn en tókst ekki. Karolina Pliskova hélt sér á lífi og vann síðan á endanum 7-5 í úrslitasettinu. „Hún spilaði bara ótrúlega vel á úrslitastundu í leiknum,“ sagði Serena Williams. Karolina Pliskova vann sex síðustu stigin í leiknum og fór því að vera 5-1 undir í lokasettinu í það að vinna 7-5 og komast áfram í átta manna úrslitin. „Ég nýtti mín tækifæri,“ sagði Karolina Pliskova.Karolina Pliskova on coming back from 1-5 down and saving four match points: "It's the best comeback ever so far in my life."#AusOpenpic.twitter.com/Dke1kwf9Nb — #AusOpen (@AustralianOpen) January 23, 2019Karolina Pliskova var einu sinn efst á heimslistanum þannig að hún er enginn viðvaningur. Hún mætir nú hinni japönsku Naomi Osaka í undanúrslitunum. Marga dreymdi um leik á milli Naomi Osaka og Serenu Williams en þegar þær mættust síðast þá vann Naomi Osaka Serenu í úrslitaleiknum á Opna bandaríska mótinu. Serenu hraunaði yfir dómarann, sakaði hann um þjófnað og stal algjörlega sviðsljósinu af nýkrýndum meistara. Af þeim leik verður ekki núna."My ankle is fine, maybe I'll feel it tomorrow. I think she played incredible on match points, just hitting lines. I didn't call the trainer out because I didn't feel I needed it." - @serenawilliams#AusOpenpic.twitter.com/9yfHbLWIUy — #AusOpen (@AustralianOpen) January 23, 2019Serena Williams er að elta 24. sigur sinn á risamóti en með því myndi hún jafna metið. Hún þarf að bíða lengur eftir því en Serena er orðin 37 ára gömul. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast þær Petra Kvitová frá Tékklandi og Danielle Collins frá Bandaríkjunum.The moment you realise you've beaten a 7-time #AOChampion & reached your first #AusOpen SF.@KaPliskovapic.twitter.com/d9j8hWGee8 — #AusOpen (@AustralianOpen) January 23, 2019A champion departs. We hope to see you again @serenawilliams#AusOpenpic.twitter.com/cmWQlOdIGb — #AusOpen (@AustralianOpen) January 23, 2019
Tennis Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Sjá meira