Eðlilegast að selja hlutabréf ríkisins í nokkrum áföngum Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. janúar 2019 14:00 Höfundar hvítbókarinnar vilja að stjórnvöldi reyni að selja Ísandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. Eðlilegast væri að selja eignarhluti ríkisins í bönkunum í nokkrum áföngum í gegnum skipulegan verðbréfamarkað og skynsamlegt væri að horfa til tvíhliða skráningar í samtímis í Kauphöll Íslands og annarri kauphöll erlendis. Þetta er mat höfunda hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Ríkissjóður á hundrað prósent hlutafjár í Íslandsbanka og rúmlega 98 prósenta hlut í Landsbankanum. Eitt flóknasta úrlausnarefnið sem ríkisstjórnin stendur frammi fyrir vegna eignarhalds ríkisins á bönkunum er hvaða aðferð og leið á að velja við sölu á hlutum ríkisins. Jafnvel þótt breið og víðtæk pólitísk samstaða væri um söluna á Alþingi og traust ríkti í garð fjármálakerfisins í samfélaginu, sem er ekki staðan, þá væri verkefnið samt vandasamt og erfitt. Um söluna gilda lög frá 2012 um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Ekki þarf að breyta þessum lögum vegna sölunnar á Íslandsbanka þar sem engar takmarkanir eru á söluheimildinni gagnvart þeim banka. Hins vegar ef ríkið vill selja meira en 30 prósent í Landsbankanum þarf að breyta þessum lögum og rýmka heimildina umfram 30 prósent. Í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er ítarleg lýsing á þeim leiðum sem stjórnvöldum eru færar við sölu bankanna. Þar kemur fram að val á aðferð við sölu hlutabréfanna velti einkum á markmiðinu með sölunni, þ.e. hvernig best sé að hámarka virði bankanna fyrir ríkissjóð ásamt því að stuðla að því að framtíðarmarkmiðum um traust fjármálakerfi verði náð. Við höfum áður fjallað um þá afstöðu höfunda hvítbókarinnar að heppilegast væri ef stjórnvöld freistuðu þess að selja Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. Hins vegar er álitaefni hvernig sé best að standa að sölu þeirra hlutabréfa í Landsbankanum sem ríkið stefnir á að selja og sölu Íslandsbanka einnig ef tilraunir til að selja þann banka til erlends fjármálafyrirtækis bera ekki árangur. Samkvæmt eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki er stefnt að því að ríkið eigi verulegan eignarhlut í Landsbankanum, 34-40%, til langframa til að stuðla að stöðugleika í fjármálakerfinu og tryggja nauðsynlega innviði þess. Þá kemur fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að hún stefni á að ríkið verði „leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálastofnun.“ Þær meginreglur sem ríkið þarf að fylgja við sölu bankanna eru lögbundnar og koma fram í lögum um sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þær eru opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni.Lárus Blöndal formaður starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra um hvítbók fyrir fjármálakerfið.Að mati höfunda hvítbókarinnar er óumdeilt að hægt sé að uppfylla meginreglurnar fjórar með almennu útboði hlutabréfa og skráningu þeirra á skipulegan verðbréfamarkað. Þessi leið var til dæmis farin við við sölu hollenska og írska ríkisins á hluta af eign þeirra í ABN Amro og AIB. Hlutirnir voru seldir í almennu útboði og þeir skráðir í kjölfarið á hlutabréfamarkaði. „Þessi leið hefur ýmsa kosti, en slíkt ferli yrði ávallt eins opið og gagnsætt og mögulegt er miðað við aðrar söluaðferðir þar sem uppfylla þyrfti skilyrði um formlega skráningarlýsingu og fjárfestakynningar. Síkt ferli myndi einnig vera líklegra til að stuðla að dreifðu og fjölbreyttu eignarhaldi til lengri tíma enda almennt miðað við 500 hluthafa þegar fyrirtæki eru skráð á skipulegan verðbréfamarkað,“ segir í hvítbókinni á bls. 278. Höfundar hvítbókarinnar telja eðlilegt að selja hlutina í nokkrum áföngum en það er sú leið sem bæði hollenska og írska ríkið fóru. Með því væri sala eignarhluta til þess fallin að draga úr áhættu á offramboði á markaði og dreifa áhættunni af sölunni yfir tíma. Þá telja höfundar hvítbókarinnar að það væri skynsamlegt að horfa til tvíhliða skráningar við sölu á eignarhlutum ríkisins í bönkunum og er vísað til skráningar Arion banka í því sambandi en Arion banki var skráður í Reykjavík og Stokkhólmi, sem jók þátttöku erlendra fjárfesta í útboðinu. Eins og fréttastofan hefur greint frá er sala á bönkunum ekki á dagskrá á yfirstandandi þingi eftir að ríkisstjórnin ákvað að fresta frumvarpi til breytinga á áðurnefndum lögum um sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Stefnt er að því að sérstök umræða fari fram á Alþingi um hvítbókina í lok þessa mánaðar. Hvítbók fyrir fjármálakerfið Tengdar fréttir Aðkoma erlends banka sögð ólíkleg Hins vegar sé möguleiki á því að stór norrænn banki sjái hag sinn í því að gera íslenskan banka að útibúi. 12. desember 2018 09:00 Leggja til að Íslandsbanki verði seldur í heild eða að hluta til erlends banka Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem vann hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið telur æskilegt að stjórnvöld selji Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. 11. desember 2018 12:30 Ekki sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna segir að borið hafi á þröngsýni í umræðu um hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Hann segir engan veginn sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig. Velta þurfi upp öllum kostum hvað fjármálakerfið varðar og spyr hvort rétt sé að sameina Landsbankann og Íslandsbanka. 11. janúar 2019 12:00 Um 300 milljarðar gætu fengist fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum Ríkissjóður gæti fengið tæplega 300 milljarða króna fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum, sé eingöngu miðað við bókfært virði eigin fjár. Fyrir það fé væri hægt að leggja innri leið Sundabrautar og byggja nýjan Landspítala við Hringbraut en samt eiga um 200 milljarða króna í afgang. 10. janúar 2019 20:30 Hæfi og traust skiptir jafn miklu máli og gott verð Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tekur undir það sjónarmið að það skipti miklu máli að fá hæfa eigendur með gott orðspor að hlut ríkisins að fjármálafyrirtækjum en að horfa eingöngu til þess að sem hæst verð fáist fyrir hlutabréfin. Sala á bönkunum er hins vegar ekki á dagskrá á næstunni og hefur ríkisstjórnin frestað lagabreytingum vegna þess fram á haust. 23. janúar 2019 13:15 Vill láta kanna sameiningu Íslandsbanka og Landsbankans Þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni það til hlítar hvort hægt sé að sameina Íslandsbanka og Landsbankann áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir slíkar hugmyndir óráð og hefur efasemdir að það myndi standast samkeppnislög. 11. janúar 2019 21:00 Ríkisstjórnin vill draga úr eignarhaldi á bönkum Bjarni Benediktsson kynnir Hvítbók um fjármálakerfið. 10. desember 2018 16:24 Ríkisstjórnin frestaði lagabreytingum vegna sölu bankanna Fjármála- og efnahagsráðherra mun ekki leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um sölumeðferð ríkisins í fjármálafyrirtækjum á yfirstandandi þingi því ríkisstjórnin telur það ekki raunhæft. Til stóð að leggja frumvarpið fram í nóvember samkvæmt þingmálaskrá en henni hefur nú verið breytt. 22. janúar 2019 18:30 Vill að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að Landsbankinn verði samfélagsbanki að þýskri fyrirmynd Fyrrverandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vill að ríkisstjórnin breyti Landsbankanum í samfélagsbanka. Hann segir að höfundar hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið hafi hafnað hugmyndinni um samfélagsbanka án rökstuðnings. 15. janúar 2019 21:30 Telja æskilegt að afnema bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir Afnema þarf bankaskattinn áður en bankarnir verða einkavæddir. Þetta er samdóma álit dósents í hagfræði og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Stefnt er að lækkun bankaskatts í fjórum jöfnum áföngum á næstu árum. 8. janúar 2019 20:30 Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30 Fylgifiskar krónunnar hafa kælt áhuga erlendra banka Oft hefur verið reynt að vekja áhuga erlendra banka á fjárfestingu í íslensku bönkunum en sveiflur og óstöðugleiki sem tengjast krónunni hafa fælt þá frá. Þetta segir dósent í hagfræði. Starfshópur sem vann hvítbók um fjármálakerfið leggur til að stjórnvöld reyni að selja Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. 16. desember 2018 21:15 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Eðlilegast væri að selja eignarhluti ríkisins í bönkunum í nokkrum áföngum í gegnum skipulegan verðbréfamarkað og skynsamlegt væri að horfa til tvíhliða skráningar í samtímis í Kauphöll Íslands og annarri kauphöll erlendis. Þetta er mat höfunda hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Ríkissjóður á hundrað prósent hlutafjár í Íslandsbanka og rúmlega 98 prósenta hlut í Landsbankanum. Eitt flóknasta úrlausnarefnið sem ríkisstjórnin stendur frammi fyrir vegna eignarhalds ríkisins á bönkunum er hvaða aðferð og leið á að velja við sölu á hlutum ríkisins. Jafnvel þótt breið og víðtæk pólitísk samstaða væri um söluna á Alþingi og traust ríkti í garð fjármálakerfisins í samfélaginu, sem er ekki staðan, þá væri verkefnið samt vandasamt og erfitt. Um söluna gilda lög frá 2012 um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Ekki þarf að breyta þessum lögum vegna sölunnar á Íslandsbanka þar sem engar takmarkanir eru á söluheimildinni gagnvart þeim banka. Hins vegar ef ríkið vill selja meira en 30 prósent í Landsbankanum þarf að breyta þessum lögum og rýmka heimildina umfram 30 prósent. Í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er ítarleg lýsing á þeim leiðum sem stjórnvöldum eru færar við sölu bankanna. Þar kemur fram að val á aðferð við sölu hlutabréfanna velti einkum á markmiðinu með sölunni, þ.e. hvernig best sé að hámarka virði bankanna fyrir ríkissjóð ásamt því að stuðla að því að framtíðarmarkmiðum um traust fjármálakerfi verði náð. Við höfum áður fjallað um þá afstöðu höfunda hvítbókarinnar að heppilegast væri ef stjórnvöld freistuðu þess að selja Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. Hins vegar er álitaefni hvernig sé best að standa að sölu þeirra hlutabréfa í Landsbankanum sem ríkið stefnir á að selja og sölu Íslandsbanka einnig ef tilraunir til að selja þann banka til erlends fjármálafyrirtækis bera ekki árangur. Samkvæmt eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki er stefnt að því að ríkið eigi verulegan eignarhlut í Landsbankanum, 34-40%, til langframa til að stuðla að stöðugleika í fjármálakerfinu og tryggja nauðsynlega innviði þess. Þá kemur fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að hún stefni á að ríkið verði „leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálastofnun.“ Þær meginreglur sem ríkið þarf að fylgja við sölu bankanna eru lögbundnar og koma fram í lögum um sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þær eru opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni.Lárus Blöndal formaður starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra um hvítbók fyrir fjármálakerfið.Að mati höfunda hvítbókarinnar er óumdeilt að hægt sé að uppfylla meginreglurnar fjórar með almennu útboði hlutabréfa og skráningu þeirra á skipulegan verðbréfamarkað. Þessi leið var til dæmis farin við við sölu hollenska og írska ríkisins á hluta af eign þeirra í ABN Amro og AIB. Hlutirnir voru seldir í almennu útboði og þeir skráðir í kjölfarið á hlutabréfamarkaði. „Þessi leið hefur ýmsa kosti, en slíkt ferli yrði ávallt eins opið og gagnsætt og mögulegt er miðað við aðrar söluaðferðir þar sem uppfylla þyrfti skilyrði um formlega skráningarlýsingu og fjárfestakynningar. Síkt ferli myndi einnig vera líklegra til að stuðla að dreifðu og fjölbreyttu eignarhaldi til lengri tíma enda almennt miðað við 500 hluthafa þegar fyrirtæki eru skráð á skipulegan verðbréfamarkað,“ segir í hvítbókinni á bls. 278. Höfundar hvítbókarinnar telja eðlilegt að selja hlutina í nokkrum áföngum en það er sú leið sem bæði hollenska og írska ríkið fóru. Með því væri sala eignarhluta til þess fallin að draga úr áhættu á offramboði á markaði og dreifa áhættunni af sölunni yfir tíma. Þá telja höfundar hvítbókarinnar að það væri skynsamlegt að horfa til tvíhliða skráningar við sölu á eignarhlutum ríkisins í bönkunum og er vísað til skráningar Arion banka í því sambandi en Arion banki var skráður í Reykjavík og Stokkhólmi, sem jók þátttöku erlendra fjárfesta í útboðinu. Eins og fréttastofan hefur greint frá er sala á bönkunum ekki á dagskrá á yfirstandandi þingi eftir að ríkisstjórnin ákvað að fresta frumvarpi til breytinga á áðurnefndum lögum um sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Stefnt er að því að sérstök umræða fari fram á Alþingi um hvítbókina í lok þessa mánaðar.
Hvítbók fyrir fjármálakerfið Tengdar fréttir Aðkoma erlends banka sögð ólíkleg Hins vegar sé möguleiki á því að stór norrænn banki sjái hag sinn í því að gera íslenskan banka að útibúi. 12. desember 2018 09:00 Leggja til að Íslandsbanki verði seldur í heild eða að hluta til erlends banka Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem vann hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið telur æskilegt að stjórnvöld selji Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. 11. desember 2018 12:30 Ekki sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna segir að borið hafi á þröngsýni í umræðu um hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Hann segir engan veginn sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig. Velta þurfi upp öllum kostum hvað fjármálakerfið varðar og spyr hvort rétt sé að sameina Landsbankann og Íslandsbanka. 11. janúar 2019 12:00 Um 300 milljarðar gætu fengist fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum Ríkissjóður gæti fengið tæplega 300 milljarða króna fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum, sé eingöngu miðað við bókfært virði eigin fjár. Fyrir það fé væri hægt að leggja innri leið Sundabrautar og byggja nýjan Landspítala við Hringbraut en samt eiga um 200 milljarða króna í afgang. 10. janúar 2019 20:30 Hæfi og traust skiptir jafn miklu máli og gott verð Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tekur undir það sjónarmið að það skipti miklu máli að fá hæfa eigendur með gott orðspor að hlut ríkisins að fjármálafyrirtækjum en að horfa eingöngu til þess að sem hæst verð fáist fyrir hlutabréfin. Sala á bönkunum er hins vegar ekki á dagskrá á næstunni og hefur ríkisstjórnin frestað lagabreytingum vegna þess fram á haust. 23. janúar 2019 13:15 Vill láta kanna sameiningu Íslandsbanka og Landsbankans Þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni það til hlítar hvort hægt sé að sameina Íslandsbanka og Landsbankann áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir slíkar hugmyndir óráð og hefur efasemdir að það myndi standast samkeppnislög. 11. janúar 2019 21:00 Ríkisstjórnin vill draga úr eignarhaldi á bönkum Bjarni Benediktsson kynnir Hvítbók um fjármálakerfið. 10. desember 2018 16:24 Ríkisstjórnin frestaði lagabreytingum vegna sölu bankanna Fjármála- og efnahagsráðherra mun ekki leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um sölumeðferð ríkisins í fjármálafyrirtækjum á yfirstandandi þingi því ríkisstjórnin telur það ekki raunhæft. Til stóð að leggja frumvarpið fram í nóvember samkvæmt þingmálaskrá en henni hefur nú verið breytt. 22. janúar 2019 18:30 Vill að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að Landsbankinn verði samfélagsbanki að þýskri fyrirmynd Fyrrverandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vill að ríkisstjórnin breyti Landsbankanum í samfélagsbanka. Hann segir að höfundar hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið hafi hafnað hugmyndinni um samfélagsbanka án rökstuðnings. 15. janúar 2019 21:30 Telja æskilegt að afnema bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir Afnema þarf bankaskattinn áður en bankarnir verða einkavæddir. Þetta er samdóma álit dósents í hagfræði og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Stefnt er að lækkun bankaskatts í fjórum jöfnum áföngum á næstu árum. 8. janúar 2019 20:30 Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30 Fylgifiskar krónunnar hafa kælt áhuga erlendra banka Oft hefur verið reynt að vekja áhuga erlendra banka á fjárfestingu í íslensku bönkunum en sveiflur og óstöðugleiki sem tengjast krónunni hafa fælt þá frá. Þetta segir dósent í hagfræði. Starfshópur sem vann hvítbók um fjármálakerfið leggur til að stjórnvöld reyni að selja Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. 16. desember 2018 21:15 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Aðkoma erlends banka sögð ólíkleg Hins vegar sé möguleiki á því að stór norrænn banki sjái hag sinn í því að gera íslenskan banka að útibúi. 12. desember 2018 09:00
Leggja til að Íslandsbanki verði seldur í heild eða að hluta til erlends banka Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem vann hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið telur æskilegt að stjórnvöld selji Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. 11. desember 2018 12:30
Ekki sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna segir að borið hafi á þröngsýni í umræðu um hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Hann segir engan veginn sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig. Velta þurfi upp öllum kostum hvað fjármálakerfið varðar og spyr hvort rétt sé að sameina Landsbankann og Íslandsbanka. 11. janúar 2019 12:00
Um 300 milljarðar gætu fengist fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum Ríkissjóður gæti fengið tæplega 300 milljarða króna fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum, sé eingöngu miðað við bókfært virði eigin fjár. Fyrir það fé væri hægt að leggja innri leið Sundabrautar og byggja nýjan Landspítala við Hringbraut en samt eiga um 200 milljarða króna í afgang. 10. janúar 2019 20:30
Hæfi og traust skiptir jafn miklu máli og gott verð Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tekur undir það sjónarmið að það skipti miklu máli að fá hæfa eigendur með gott orðspor að hlut ríkisins að fjármálafyrirtækjum en að horfa eingöngu til þess að sem hæst verð fáist fyrir hlutabréfin. Sala á bönkunum er hins vegar ekki á dagskrá á næstunni og hefur ríkisstjórnin frestað lagabreytingum vegna þess fram á haust. 23. janúar 2019 13:15
Vill láta kanna sameiningu Íslandsbanka og Landsbankans Þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni það til hlítar hvort hægt sé að sameina Íslandsbanka og Landsbankann áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir slíkar hugmyndir óráð og hefur efasemdir að það myndi standast samkeppnislög. 11. janúar 2019 21:00
Ríkisstjórnin vill draga úr eignarhaldi á bönkum Bjarni Benediktsson kynnir Hvítbók um fjármálakerfið. 10. desember 2018 16:24
Ríkisstjórnin frestaði lagabreytingum vegna sölu bankanna Fjármála- og efnahagsráðherra mun ekki leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um sölumeðferð ríkisins í fjármálafyrirtækjum á yfirstandandi þingi því ríkisstjórnin telur það ekki raunhæft. Til stóð að leggja frumvarpið fram í nóvember samkvæmt þingmálaskrá en henni hefur nú verið breytt. 22. janúar 2019 18:30
Vill að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að Landsbankinn verði samfélagsbanki að þýskri fyrirmynd Fyrrverandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vill að ríkisstjórnin breyti Landsbankanum í samfélagsbanka. Hann segir að höfundar hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið hafi hafnað hugmyndinni um samfélagsbanka án rökstuðnings. 15. janúar 2019 21:30
Telja æskilegt að afnema bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir Afnema þarf bankaskattinn áður en bankarnir verða einkavæddir. Þetta er samdóma álit dósents í hagfræði og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Stefnt er að lækkun bankaskatts í fjórum jöfnum áföngum á næstu árum. 8. janúar 2019 20:30
Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30
Fylgifiskar krónunnar hafa kælt áhuga erlendra banka Oft hefur verið reynt að vekja áhuga erlendra banka á fjárfestingu í íslensku bönkunum en sveiflur og óstöðugleiki sem tengjast krónunni hafa fælt þá frá. Þetta segir dósent í hagfræði. Starfshópur sem vann hvítbók um fjármálakerfið leggur til að stjórnvöld reyni að selja Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. 16. desember 2018 21:15