Trump opinn fyrir „innborgun“ fyrir landamæramúrinn Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2019 23:09 Um fjórðungur alríkisstofnana hefur verið lokaður í rúman mánuð. Ríkisstarfsmenn missa af annarri launagreiðslu ársins á morgun. Vísir/EPA Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi tvö frumvörp sem hefðu bundið enda á rúmlega mánaðarlanga lokun hluta alríkisstofnana í kvöld. Leiðtogar flokkanna ræða nú málamiðlun og Donald Trump forseti segist geta sætt sig við „innborgun“ fyrir landamæramúrinn sem er orsök þráteflisins. Tvö frumvörp lágu fyrir í öldungadeildinni í dag. Í öðru þeirra, sem repúblikanar lögðu fram, var kveðið á um tæpa sex milljarða dollara sem Trump hefur gert að skilyrði fyrir því að opna um fjórðungs alríkisstofnana sem hefur verið lokaður frá því fyrir jól. Í hinu, sem demókratar lögðu fram, fólst að rekstur stofnananna yrði fjármagnaður tímabundið fram í byrjun febrúar. Repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeildinni, 53 sæti af hundrað. Atkvæði sextíu þingmanna þarf hins vegar til að samþykkja frumvörp sem þessi. Hvorugt frumvarpanna náði slíkum stuðningi í deildinni. Nokkrir þingmenn repúblikana greiddu atkvæði með frumvarpi demókrata sem hlaut þannig fleiri atkvæði en frumvarp repúblikana. Frumvarp demókrata féll þar sem 52 þingmenn greiddu atkvæði með því en 44 gegn. Frumvarp repúblikana féll 50-47. Frumvarpið sem demókratar lögðu fram í kvöld var nærri því það sama og öldungadeildin samþykkti samhljóða í desember áður en Trump hótaði að beita neitunarvaldi. Repúblikanar í deildinni hafa síðan staðið með Trump í deilunni um múrinn. Í frumvarpi repúblikana var auk framlagsins til múrsins að finna ákvæði um tímabundna vernd gegn brottvísun fyrir hóp innflytjenda sem kom ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Trump afnam áætlun um vernd þessa hóps árið 2017. Í því var einnig að finna tillögur frá Hvíta húsinu sem vitað var að væru óvinsælar hjá demókrötum. Frumvarpið hefði gert fólki erfiðara fyrir að sækja um hæli í Bandaríkjunum, að sögn New York Times.Undirbúa yfirlýsingu um neyðarástand Eftir atkvæðagreiðslurnar hittust Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeildinni, og Mitch McConnell, leiðtogi demókrata, til að ræða næstu skref. Að óbreyttu missa alríksstarfsmenn af annarri launagreiðslu ársins á morgun. Um átta hundruð þúsund þeirra hafa setið heima eða unnið launalaust frá 22. desember.Washington Post segir að nú sé til umræðu á milli flokkanna að samþykkja þriggja vikna tímabundna fjármögnun stofnananna til þess að hægt verði að opna þær og freista þess að ná samkomulagi um landamæramúr Trump í millitíðinni. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld sem sagði að Trump samþykkti bráðabirgðaútgjaldafrumvarp aðeins ef í því væri „innborgun“ fyrir landamæramúrinn. Það hefur Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar þar sem demókratar ráða ríkjum, nú þegar útilokað. CNN-fréttastöðin fullyrti í kvöld að Hvíta húsið undirbyggi nú drög að yfirlýsingu um neyðarástand á suðurlandamærum Bandaríkjanna fyrir forsetann. Trump hefur ítrekað hótað því að lýsa yfir neyðarástandi til að reisa múrinn án samþykkis þingsins. Hann myndi ráðstafa sjö milljörðum dollara sem ætlaðir eru í önnur verkefni til framkvæmdanna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ólíklegt að sátt náist á Bandaríkjaþingi í kvöld 60 þingmenn þarf til að ná öðru hvoru frumvarpinu í gegn um deildina. Hvorugur flokkurinn hefur slíkan þingstyrk. 24. janúar 2019 19:15 Málamiðlun demókrata og repúblikana í útgjaldadeilu líklega andvana fædd Til stendur að greiða atkvæði um tvö frumvörp sem gætu skorið á hnútinn og opnað lokaðar alríkisstofnanir. Hvorugt þeirra er líklegt til að hljóta samþykki þingsins. 22. janúar 2019 22:49 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi tvö frumvörp sem hefðu bundið enda á rúmlega mánaðarlanga lokun hluta alríkisstofnana í kvöld. Leiðtogar flokkanna ræða nú málamiðlun og Donald Trump forseti segist geta sætt sig við „innborgun“ fyrir landamæramúrinn sem er orsök þráteflisins. Tvö frumvörp lágu fyrir í öldungadeildinni í dag. Í öðru þeirra, sem repúblikanar lögðu fram, var kveðið á um tæpa sex milljarða dollara sem Trump hefur gert að skilyrði fyrir því að opna um fjórðungs alríkisstofnana sem hefur verið lokaður frá því fyrir jól. Í hinu, sem demókratar lögðu fram, fólst að rekstur stofnananna yrði fjármagnaður tímabundið fram í byrjun febrúar. Repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeildinni, 53 sæti af hundrað. Atkvæði sextíu þingmanna þarf hins vegar til að samþykkja frumvörp sem þessi. Hvorugt frumvarpanna náði slíkum stuðningi í deildinni. Nokkrir þingmenn repúblikana greiddu atkvæði með frumvarpi demókrata sem hlaut þannig fleiri atkvæði en frumvarp repúblikana. Frumvarp demókrata féll þar sem 52 þingmenn greiddu atkvæði með því en 44 gegn. Frumvarp repúblikana féll 50-47. Frumvarpið sem demókratar lögðu fram í kvöld var nærri því það sama og öldungadeildin samþykkti samhljóða í desember áður en Trump hótaði að beita neitunarvaldi. Repúblikanar í deildinni hafa síðan staðið með Trump í deilunni um múrinn. Í frumvarpi repúblikana var auk framlagsins til múrsins að finna ákvæði um tímabundna vernd gegn brottvísun fyrir hóp innflytjenda sem kom ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Trump afnam áætlun um vernd þessa hóps árið 2017. Í því var einnig að finna tillögur frá Hvíta húsinu sem vitað var að væru óvinsælar hjá demókrötum. Frumvarpið hefði gert fólki erfiðara fyrir að sækja um hæli í Bandaríkjunum, að sögn New York Times.Undirbúa yfirlýsingu um neyðarástand Eftir atkvæðagreiðslurnar hittust Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeildinni, og Mitch McConnell, leiðtogi demókrata, til að ræða næstu skref. Að óbreyttu missa alríksstarfsmenn af annarri launagreiðslu ársins á morgun. Um átta hundruð þúsund þeirra hafa setið heima eða unnið launalaust frá 22. desember.Washington Post segir að nú sé til umræðu á milli flokkanna að samþykkja þriggja vikna tímabundna fjármögnun stofnananna til þess að hægt verði að opna þær og freista þess að ná samkomulagi um landamæramúr Trump í millitíðinni. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld sem sagði að Trump samþykkti bráðabirgðaútgjaldafrumvarp aðeins ef í því væri „innborgun“ fyrir landamæramúrinn. Það hefur Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar þar sem demókratar ráða ríkjum, nú þegar útilokað. CNN-fréttastöðin fullyrti í kvöld að Hvíta húsið undirbyggi nú drög að yfirlýsingu um neyðarástand á suðurlandamærum Bandaríkjanna fyrir forsetann. Trump hefur ítrekað hótað því að lýsa yfir neyðarástandi til að reisa múrinn án samþykkis þingsins. Hann myndi ráðstafa sjö milljörðum dollara sem ætlaðir eru í önnur verkefni til framkvæmdanna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ólíklegt að sátt náist á Bandaríkjaþingi í kvöld 60 þingmenn þarf til að ná öðru hvoru frumvarpinu í gegn um deildina. Hvorugur flokkurinn hefur slíkan þingstyrk. 24. janúar 2019 19:15 Málamiðlun demókrata og repúblikana í útgjaldadeilu líklega andvana fædd Til stendur að greiða atkvæði um tvö frumvörp sem gætu skorið á hnútinn og opnað lokaðar alríkisstofnanir. Hvorugt þeirra er líklegt til að hljóta samþykki þingsins. 22. janúar 2019 22:49 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Ólíklegt að sátt náist á Bandaríkjaþingi í kvöld 60 þingmenn þarf til að ná öðru hvoru frumvarpinu í gegn um deildina. Hvorugur flokkurinn hefur slíkan þingstyrk. 24. janúar 2019 19:15
Málamiðlun demókrata og repúblikana í útgjaldadeilu líklega andvana fædd Til stendur að greiða atkvæði um tvö frumvörp sem gætu skorið á hnútinn og opnað lokaðar alríkisstofnanir. Hvorugt þeirra er líklegt til að hljóta samþykki þingsins. 22. janúar 2019 22:49