Gríska þingið samþykkti samninginn um nafnabreytingu Makedóníu Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2019 13:49 Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, fagnaði niðurstöðunni í þingsal í dag. AP Naumur meirihluti grískra þingmanna samþykkti í dag sögulegan samning stjórnvalda í Grikklandi og Makedóníu sem ætlað er að binda enda á 27 ára gamla deilu ríkjanna um nafnið á Makedóníu. 153 þingmenn á gríska þinginu greiddu atkvæði með samningnum, sem kveður á um að nafni landsins skuli breytt í Lýðveldið Norður-Makedónía, en 146 greiddu atkvæði gegn. Makedónska þingið hafði áður samþykkt samninginn. Stór hluti grísku þjóðarinnar er mjög andsnúinn samningnum og mótmæltu þúsundir manna fyrir utan þinghúsið í Aþenu í gærkvöldi.Hafa komið í veg fyrir aðild að ESB og NATO Grikkir hafa neitað að samþykkja nafnið á Makedóníu allt frá því að landið lýsti yfir sjálfstæði árið 1991. Er ástæðan sú að í Grikklandi er að finna hérað með sama nafn. Sökum þessa hafa Grikkir komið í veg fyrir allar tilraunir Makedóníumenna að ganga í Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið. Í Grikklandi er andstaða við nafnabreytinguna mest í Makedóníu-héraði í norðurhluta Grikklands, en skoðanakannanir benda til að um 60 prósent Grikkja séu mótfallnir samningnum.Löng umræða Umræður um málið stóðu í 38 tíma í þinginu þar sem á þriðja hundrað þingmanna tóku til máls. Þingmenn hægri öfgaflokksins Gylltrar dögunar hrópuðu „Landráðamenn!“ á meðan atkvæðagreiðslan stóð yfir. Evrópusambandið Grikkland Norður-Makedónía NATO Tengdar fréttir Ofbeldisfull mótmæli í Grikklandi vegna nafnabreytingar Makedóníu Að minnsta kosti 10 lögregluþjónar eru slasaðir. 20. janúar 2019 16:13 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Naumur meirihluti grískra þingmanna samþykkti í dag sögulegan samning stjórnvalda í Grikklandi og Makedóníu sem ætlað er að binda enda á 27 ára gamla deilu ríkjanna um nafnið á Makedóníu. 153 þingmenn á gríska þinginu greiddu atkvæði með samningnum, sem kveður á um að nafni landsins skuli breytt í Lýðveldið Norður-Makedónía, en 146 greiddu atkvæði gegn. Makedónska þingið hafði áður samþykkt samninginn. Stór hluti grísku þjóðarinnar er mjög andsnúinn samningnum og mótmæltu þúsundir manna fyrir utan þinghúsið í Aþenu í gærkvöldi.Hafa komið í veg fyrir aðild að ESB og NATO Grikkir hafa neitað að samþykkja nafnið á Makedóníu allt frá því að landið lýsti yfir sjálfstæði árið 1991. Er ástæðan sú að í Grikklandi er að finna hérað með sama nafn. Sökum þessa hafa Grikkir komið í veg fyrir allar tilraunir Makedóníumenna að ganga í Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið. Í Grikklandi er andstaða við nafnabreytinguna mest í Makedóníu-héraði í norðurhluta Grikklands, en skoðanakannanir benda til að um 60 prósent Grikkja séu mótfallnir samningnum.Löng umræða Umræður um málið stóðu í 38 tíma í þinginu þar sem á þriðja hundrað þingmanna tóku til máls. Þingmenn hægri öfgaflokksins Gylltrar dögunar hrópuðu „Landráðamenn!“ á meðan atkvæðagreiðslan stóð yfir.
Evrópusambandið Grikkland Norður-Makedónía NATO Tengdar fréttir Ofbeldisfull mótmæli í Grikklandi vegna nafnabreytingar Makedóníu Að minnsta kosti 10 lögregluþjónar eru slasaðir. 20. janúar 2019 16:13 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Ofbeldisfull mótmæli í Grikklandi vegna nafnabreytingar Makedóníu Að minnsta kosti 10 lögregluþjónar eru slasaðir. 20. janúar 2019 16:13