Flugþjónn lést í flugi milli Hawaii og New York Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. janúar 2019 14:57 Vél Hawaiian air. Myndin tengist fréttinni ekki beint. FG/Getty Vél bandaríska flugfélagsins Hawaiian Airlines þurfti að framkvæma neyðarlendingu í San Francisco á leið sinni frá Honolulu, höfuðborgar Hawaii, til New York vegna veikinda flugþjóns um borð á fimmtudaginn. Flugþjónninn, karlmaður á fertugsaldri að nafni Emile Griffith, varð skyndilega veikur í fluginu og þarfnaðist læknishjálpar. Því var ákveðið að lenda í San Francisco þar sem sjúkraflutningamenn gætu hlúð að honum. Griffith hafði það þó ekki af og lést. Vélin innihélt 253 farþega og 12 áhafnarmeðlimi. Einn farþeganna, rithöfundurinn Andrea Bartz, tísti úr vélinni eftir að henni hafði verið lent í San Francisco. „Flugi frá Honolulu til JFK beint til San Francisco vegna farþega sem þarfnast læknishjálpar. Það er langt síðan þau bæðu lækna um að koma fram í svo ég vona að allt sé í lagi. Þetta er fyrsta neyðarlending sem ég er vitni að. Bíðum þess nú að sjúkraflutningamenn komi um borð.“Flight from Honolulu to JFK diverted to SFO for a passenger needing medical attention. It’s been a long time since they asked for doctors to come to first class so I hope they’re okay. First time I’ve ever had a flight diverted, somehow. Waiting for medics to board now. — Andrea Bartz (@andibartz) January 25, 2019 Hawaiian Air hefur gefið út yfirlýsingu vegna málsins. „Við erum afar hrygg vegna fráfalls Emiles Griffith […] sem lést við störf í flugi á milli Honolulu og New York. Við erum ævinlega þakklát samstarfsfólki Emiles og miskunnsömum Samverjum um borð sem voru honum innan handar og veittu læknisaðstoð.“ Eftir lendinguna í San Francisco voru farþegar vélarinnar bókaðir í næstu lausu flug til New York. Starfsfólki flugfélagsins sem var um borð hefur þá verið boðin áfallahjálp. Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Vél bandaríska flugfélagsins Hawaiian Airlines þurfti að framkvæma neyðarlendingu í San Francisco á leið sinni frá Honolulu, höfuðborgar Hawaii, til New York vegna veikinda flugþjóns um borð á fimmtudaginn. Flugþjónninn, karlmaður á fertugsaldri að nafni Emile Griffith, varð skyndilega veikur í fluginu og þarfnaðist læknishjálpar. Því var ákveðið að lenda í San Francisco þar sem sjúkraflutningamenn gætu hlúð að honum. Griffith hafði það þó ekki af og lést. Vélin innihélt 253 farþega og 12 áhafnarmeðlimi. Einn farþeganna, rithöfundurinn Andrea Bartz, tísti úr vélinni eftir að henni hafði verið lent í San Francisco. „Flugi frá Honolulu til JFK beint til San Francisco vegna farþega sem þarfnast læknishjálpar. Það er langt síðan þau bæðu lækna um að koma fram í svo ég vona að allt sé í lagi. Þetta er fyrsta neyðarlending sem ég er vitni að. Bíðum þess nú að sjúkraflutningamenn komi um borð.“Flight from Honolulu to JFK diverted to SFO for a passenger needing medical attention. It’s been a long time since they asked for doctors to come to first class so I hope they’re okay. First time I’ve ever had a flight diverted, somehow. Waiting for medics to board now. — Andrea Bartz (@andibartz) January 25, 2019 Hawaiian Air hefur gefið út yfirlýsingu vegna málsins. „Við erum afar hrygg vegna fráfalls Emiles Griffith […] sem lést við störf í flugi á milli Honolulu og New York. Við erum ævinlega þakklát samstarfsfólki Emiles og miskunnsömum Samverjum um borð sem voru honum innan handar og veittu læknisaðstoð.“ Eftir lendinguna í San Francisco voru farþegar vélarinnar bókaðir í næstu lausu flug til New York. Starfsfólki flugfélagsins sem var um borð hefur þá verið boðin áfallahjálp.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira