Vill að keppendur ráði sjálfir tungumálinu Björk Eiðsdóttir skrifar 29. janúar 2019 06:00 Flosi Jón segir það sanngirnismál að fólk ráði á hvaða tungumáli það syngi í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Fréttablaðið/ernir FÁSES, félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sendi frá sér yfirlýsingu á dögunum þar sem aðstandendur Söngvakeppninnar eru hvattir til að endurskoða tungumálaregluna. Flosi Jón Ófeigsson, formaður félagsins, segir virka félaga vera í kringum 400 talsins en klúbburinn var stofnaður árið 2011. „Virkni félaga breytist svolítið ár frá ári, sérlega eftir því hvaða land vinnur keppnina hverju sinni. Ef sigurlagið er frá landi nærri okkur eykst virknin en í ár veit ég ekki til þess að margir séu að fara út á keppnina sjálfa, enda langt í burtu.“ FÁSES gengur einnig undir nafninu OGAE Iceland en sambærileg félög eru til í flestum aðildarlöndum keppninnar en þeir aðdáendur sem ekki finna klúbb í sínu landi geta fundið sig í OGAE Rest of the World. Flosi segir markmið slíkra klúbba vera að virkja aðdáendur í hverju landi og búa til góða stemningu í kringum keppnirnar. „Við höfum verið með pöbbkvis, karókí og einnig hist til að horfa á aðrar undankeppnir.“ Eðli málsins samkvæmt er mikil eftirvænting eftir lokakvöldinu hér heima sem verður 2. mars og hefur klúbburinn fengið til liðs við sig skemmtikraft frá Þýskalandi. „Við höldum karókí-fyrirpartí þar sem við bjóðum upp á Eurovision-súpu og svo höfum við fengið til liðs við okkur frá Þýskalandi einn besta Eurovision-plötusnúð sem völ er á og ætlar hann að halda uppi fjörinu á Ölveri eftir keppnina. Þangað eru auðvitað allir velkomnir og ég hvet alla til að mæta og tjútta með skemmtilegu fólki eins og Eurovision-aðdáendur eru.“Sjá einnig: Hlustaðu á lögin í SöngvakeppninniEn aftur að tilkynningunni sem félagið sendi frá sér þar sem skorað er á RÚV að endurskoða þá reglu að öll lögin í forkeppninni skuli flutt á íslensku en á úrslitakvöldinu skuli lögin flutt á því tungumáli sem höfundur hyggst flytja á í Tel Aviv. Þetta þykir Flosa og félögum flækja málin um of. „Við viljum að fólk fái að ráða á hvaða tungumáli lag þeirra er flutt, hvort sem það er á frönsku, ítölsku, dönsku, ensku, íslensku eða hvað annað. Það er mikil aukafyrirhöfn og kostnaður fyrir lagahöfunda að búa til tvær útgáfur af lagi. Árin 2009 og 2010 var leyfilegt að velja tungumálið sjálfur og það gekk mjög vel. Við viljum því ekki meina að íslenskan muni eyðast út ef þessu verður breytt, sjáðu bara flóru laga sem nú eru í forkeppninni! Þar eru t.d. tvö framlög sem eru aðeins í íslenskri útgáfu, þ.e. aðstandendur hafa gefið það út að lagið verði flutt á íslensku í lokakeppninni verði það fyrir valinu. Ekki má svo gleyma Melodifestivalen, hinni gríðarvinsælu undankeppni í Svíþjóð. Þar er sungið á því tungumáli sem lagahöfundur velur en oftast er um helmingur laganna þó á sænsku. Við viljum að þetta sé á hreinu, því lag getur breyst töluvert þegar tungumálinu er breytt – ég kýs kannski lag á íslensku sem er svo allt annað lag þegar það er fært á ensku í lokin.“ Flosa líst gríðarvel á fjölbreytnina í undankeppninni í ár sem hann segir meiri en vanalega. „Það verður svo spennandi að sjá hvort Íslendingar velji eins og oft áður öruggt lag eða þori að taka sénsinn á einhverju kreisí – eins og svolítið er um í ár, t.d. lög Hatara og Barða Jóhannssonar en mér þykir þau framlög skemmtileg tilbreyting í bland við þekktu Eurovision-stjörnurnar sem eru að taka þátt í ár. Flosi er ekki fáanlegur til að gefa upp hvaða lag sé í uppáhaldi hjá honum sjálfum enda segir hann klúbbinn fylkja sér að baki sigurvegaranum hverju sinni. „Ég er þó gríðarlega ánægður með metnað RÚV í að gera keppnina flotta í ár og að fá stórstjörnur á úrslitakvöldið.“ Áhugasömum skal bent á heimasíðu félagsins fases.is en þar er lífleg umræða og nýjustu fréttir um undankeppnirnar í öðrum löndum. Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Tengdar fréttir Hlustaðu á lögin í Söngvakeppninni Á laugardaginn var tilkynnt hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2019. 28. janúar 2019 10:30 Ísland keppir á fyrra undankvöldinu í Eurovision 64. söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva verður haldin í Tel Aviv í Ísrael í maí. 28. janúar 2019 16:28 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Fleiri fréttir „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Sjá meira
FÁSES, félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sendi frá sér yfirlýsingu á dögunum þar sem aðstandendur Söngvakeppninnar eru hvattir til að endurskoða tungumálaregluna. Flosi Jón Ófeigsson, formaður félagsins, segir virka félaga vera í kringum 400 talsins en klúbburinn var stofnaður árið 2011. „Virkni félaga breytist svolítið ár frá ári, sérlega eftir því hvaða land vinnur keppnina hverju sinni. Ef sigurlagið er frá landi nærri okkur eykst virknin en í ár veit ég ekki til þess að margir séu að fara út á keppnina sjálfa, enda langt í burtu.“ FÁSES gengur einnig undir nafninu OGAE Iceland en sambærileg félög eru til í flestum aðildarlöndum keppninnar en þeir aðdáendur sem ekki finna klúbb í sínu landi geta fundið sig í OGAE Rest of the World. Flosi segir markmið slíkra klúbba vera að virkja aðdáendur í hverju landi og búa til góða stemningu í kringum keppnirnar. „Við höfum verið með pöbbkvis, karókí og einnig hist til að horfa á aðrar undankeppnir.“ Eðli málsins samkvæmt er mikil eftirvænting eftir lokakvöldinu hér heima sem verður 2. mars og hefur klúbburinn fengið til liðs við sig skemmtikraft frá Þýskalandi. „Við höldum karókí-fyrirpartí þar sem við bjóðum upp á Eurovision-súpu og svo höfum við fengið til liðs við okkur frá Þýskalandi einn besta Eurovision-plötusnúð sem völ er á og ætlar hann að halda uppi fjörinu á Ölveri eftir keppnina. Þangað eru auðvitað allir velkomnir og ég hvet alla til að mæta og tjútta með skemmtilegu fólki eins og Eurovision-aðdáendur eru.“Sjá einnig: Hlustaðu á lögin í SöngvakeppninniEn aftur að tilkynningunni sem félagið sendi frá sér þar sem skorað er á RÚV að endurskoða þá reglu að öll lögin í forkeppninni skuli flutt á íslensku en á úrslitakvöldinu skuli lögin flutt á því tungumáli sem höfundur hyggst flytja á í Tel Aviv. Þetta þykir Flosa og félögum flækja málin um of. „Við viljum að fólk fái að ráða á hvaða tungumáli lag þeirra er flutt, hvort sem það er á frönsku, ítölsku, dönsku, ensku, íslensku eða hvað annað. Það er mikil aukafyrirhöfn og kostnaður fyrir lagahöfunda að búa til tvær útgáfur af lagi. Árin 2009 og 2010 var leyfilegt að velja tungumálið sjálfur og það gekk mjög vel. Við viljum því ekki meina að íslenskan muni eyðast út ef þessu verður breytt, sjáðu bara flóru laga sem nú eru í forkeppninni! Þar eru t.d. tvö framlög sem eru aðeins í íslenskri útgáfu, þ.e. aðstandendur hafa gefið það út að lagið verði flutt á íslensku í lokakeppninni verði það fyrir valinu. Ekki má svo gleyma Melodifestivalen, hinni gríðarvinsælu undankeppni í Svíþjóð. Þar er sungið á því tungumáli sem lagahöfundur velur en oftast er um helmingur laganna þó á sænsku. Við viljum að þetta sé á hreinu, því lag getur breyst töluvert þegar tungumálinu er breytt – ég kýs kannski lag á íslensku sem er svo allt annað lag þegar það er fært á ensku í lokin.“ Flosa líst gríðarvel á fjölbreytnina í undankeppninni í ár sem hann segir meiri en vanalega. „Það verður svo spennandi að sjá hvort Íslendingar velji eins og oft áður öruggt lag eða þori að taka sénsinn á einhverju kreisí – eins og svolítið er um í ár, t.d. lög Hatara og Barða Jóhannssonar en mér þykir þau framlög skemmtileg tilbreyting í bland við þekktu Eurovision-stjörnurnar sem eru að taka þátt í ár. Flosi er ekki fáanlegur til að gefa upp hvaða lag sé í uppáhaldi hjá honum sjálfum enda segir hann klúbbinn fylkja sér að baki sigurvegaranum hverju sinni. „Ég er þó gríðarlega ánægður með metnað RÚV í að gera keppnina flotta í ár og að fá stórstjörnur á úrslitakvöldið.“ Áhugasömum skal bent á heimasíðu félagsins fases.is en þar er lífleg umræða og nýjustu fréttir um undankeppnirnar í öðrum löndum.
Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Tengdar fréttir Hlustaðu á lögin í Söngvakeppninni Á laugardaginn var tilkynnt hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2019. 28. janúar 2019 10:30 Ísland keppir á fyrra undankvöldinu í Eurovision 64. söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva verður haldin í Tel Aviv í Ísrael í maí. 28. janúar 2019 16:28 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Fleiri fréttir „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Sjá meira
Hlustaðu á lögin í Söngvakeppninni Á laugardaginn var tilkynnt hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2019. 28. janúar 2019 10:30
Ísland keppir á fyrra undankvöldinu í Eurovision 64. söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva verður haldin í Tel Aviv í Ísrael í maí. 28. janúar 2019 16:28