Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Kjartan Kjartansson skrifar 29. janúar 2019 13:30 Snjóruðningstæki að störfum í Wisconsin í Bandaríkjunum þar sem von er á fimbulkulda á næstu dögum. Vísir/EPA Kuldaköst eins og það sem gengur nú yfir miðvesturríki Bandaríkjanna koma enn til með að eiga sér stað jafnvel þegar hnattræn hlýnun verður orðin nokkrum gráðum meiri en hún er þegar orðin. Íslenskur loftslagsfræðingur segir að kenningar um að hlýnunin geti raskað heimskautalægðum séu enn á tilgátustigi.Spáð er fimbulkulda í ríkjum eins og Minnesota og Illinois hluta þessarar viku. Vindkæling gæti dregið hitann niður í allt að 56 gráðu frost á einstaka stöðum. Gangi spáin eftir gætu staðbundin kuldamet fallið á næstu dögum. Kuldinn á fyrst að ná miðvesturríkjunum og Vötnunum miklu í dag. Veðurstofa Bandaríkjanna í Chicago hefur varað við lífshættulegum kulda sem geti leitt til þess að kal og ofkæling eigi sér stað ógnarhratt. Orsök kuldans er svellkalt loft sem streymir suður frá norðurskautinu. Veðurfyrirbæri af þessu tagi hafa verið kölluð heimskautalægðin (e. Polar vortex). Heimskautalægðin er í raun lágþrýstikerfi með skotvindum sem halda köldu heimskautaloftinu í kringum póla jarðarinnar. Þegar þetta kerfi veikist kemur hlykkur á vindana. Þannig getur kalt loftið leitað suður og tungur hlýrra lofts teygt sig norður á bóginn. Í fyrri heimskautalægðum í Bandaríkjunum og Evrasíu hafa samtímis orðið óvanaleg hlýindi langt norður á bóginn. Síðasta vetur fór hitinn á sumum stöðum á norðurskautinu þannig yfir frostmark á sama tíma og vetrarhörkur gerði í Evrópu.Skýringarmynd Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA) um heimskautalægðina og skotvindana í kringum pólana.NOAAHugsanleg tengsl við hlýnun Halldór Björnsson, loftslagsfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að hlýindin sem voru á Íslandi fyrr í þessum mánuði séu dæmi um það þegar veðurkerfið yfir norðurheimskautinu raskast. Á sama tíma var ískalt vestan og austan við landið. Kuldinn vestanhafs nú sé engin nýlunda þó að hann sé óvenjumikill. Afar kalt loft myndist norðarlega í Norður-Ameríku á veturna. Það streymi suður þegar hlykkir koma á skotvindabeltið. Halldór bjó sjálfur í Kanada á 10. áratugnum og man vel eftir vetrarhörkunum þar. Hitinn gat þá farið niður í allt að 30-35 gráðu frost í jafnvel viku í senn. Kuldinn valdi miklu álagi á innviði borga og hafi mikil áhrif á líðan fólks. „Það verður allt voðalega skrýtið. Snjór hegðar sér allt öðruvísi, það brakar öðruvísi í öllu. Þetta er mjög sérkennileg upplifun að vera í svona miklum kulda inni í borg,“ segir hann. Kenningar hafa verið uppi um að hnattræn hlýnun gæti átt þátt í að veikja veðurkerfið á norðurskautinu og gera kuldaskot af þessu tagi líklegri í framtíðinni. Hlýnunin hefur enda verið hröðust á norðlægum slóðum. Halldór hefur sjálfur tekið þátt í rannsóknum á því en segir að gögnin séu misáreiðanleg hvað þetta varðar. „Ég myndi ekki segja að þetta séu vísindi sem eru algerlega afgreidd. Eins og stendur er þetta tilgáta sem er trúleg en hún þarf ekki endilega að standast tímans tönn í núverandi útgáfu sinni,“ segir hann. Veikingin á veðrakerfinu tengist einnig náttúrulegri sveiflu sem veldur skyndihlýnun í heiðhvolfinu fyrir ofan norðurskautið. Það gæti verið orsökin fyrir veikingunni nú. „Það voru þannig aðstæður snemma í mánuðinum, þetta gæti verið leifar af því,“ segir Halldór.Halldór Björnsson, hópstjóri lofslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands.Vísir/Stöð 2Áfram kalt á veturna þó að verstu spár rætist Kuldaköst eins og og það sem nú er yfirvofandi vestanhafs laðar gjarnan fram sjónarmið einstaklinga sem ekki skilja hnattræna hlýnun og loftslagsbreytingar. Þeirra á meðal er Donald Trump Bandaríkjaforseti sem tístir reglulega þegar óvenjukalt er í veðri um hvað hafi orðið af hnattrænni hlýnun. Kuldinn nú er engin undantekning. Þrátt fyrir að loftslagsbreytingar valdi nú þegar og muni valda enn frekari veðuröfgum, hitabylgjum, þurrkum, ákafari úrkomu og uppskerubresti munu þær ekki útrýma árstíðum á jörðinni. Möndulhalli jarðar mun áfram tryggja að sólarljós nær lítt til heimskautanna hluta af árinu. Halldór bendir á að hnattræn hlýnun frá lokum iðnbyltingar sé um ein gráða. Markmið Parísarsamkomulagsins sé að halda henni innan við 1,5 til 2°C. Til samanburðar getur hitinn í Minnesota, þar sem kuldinn á að verða einna verstu í Bandaríkjunum, sveiflast frá 30°C á sumrin niður í -30°C á veturna. Þar sem árstíðarsveiflan sé 60°C gefi augaleið að 1-2 gráðu almenn hlýnun hafi ekki mikil áhrif. Jafnvel þó að allt fari á versta veg og hlýnunin verði 3-4°C við lok aldarinnar má fólk á norðurslóðum enn búast við kulda á veturna. „Þú getur ennþá fengið þessa köldu vetur. Það verða náttúruleg gjörbreytingar á hvernig þetta gerist en það munu ennþá koma kaldir vetur. Til þess er árstíðarsveiflan bara svo rosalega stór,“ segir hann. Bandaríkin Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Hitamet falla í hitabylgju í Ástralíu Desembermánuður var einnig sá hlýjasti frá því að mælingar hófust. 17. janúar 2019 11:22 Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30 Grænlandsjökull bráðnar mun hraðar en menn héldu Ný rannsókn sýnir að hraði bráðnunarinnar hefur fjórfaldast frá árinu 2003. 22. janúar 2019 08:00 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Kuldaköst eins og það sem gengur nú yfir miðvesturríki Bandaríkjanna koma enn til með að eiga sér stað jafnvel þegar hnattræn hlýnun verður orðin nokkrum gráðum meiri en hún er þegar orðin. Íslenskur loftslagsfræðingur segir að kenningar um að hlýnunin geti raskað heimskautalægðum séu enn á tilgátustigi.Spáð er fimbulkulda í ríkjum eins og Minnesota og Illinois hluta þessarar viku. Vindkæling gæti dregið hitann niður í allt að 56 gráðu frost á einstaka stöðum. Gangi spáin eftir gætu staðbundin kuldamet fallið á næstu dögum. Kuldinn á fyrst að ná miðvesturríkjunum og Vötnunum miklu í dag. Veðurstofa Bandaríkjanna í Chicago hefur varað við lífshættulegum kulda sem geti leitt til þess að kal og ofkæling eigi sér stað ógnarhratt. Orsök kuldans er svellkalt loft sem streymir suður frá norðurskautinu. Veðurfyrirbæri af þessu tagi hafa verið kölluð heimskautalægðin (e. Polar vortex). Heimskautalægðin er í raun lágþrýstikerfi með skotvindum sem halda köldu heimskautaloftinu í kringum póla jarðarinnar. Þegar þetta kerfi veikist kemur hlykkur á vindana. Þannig getur kalt loftið leitað suður og tungur hlýrra lofts teygt sig norður á bóginn. Í fyrri heimskautalægðum í Bandaríkjunum og Evrasíu hafa samtímis orðið óvanaleg hlýindi langt norður á bóginn. Síðasta vetur fór hitinn á sumum stöðum á norðurskautinu þannig yfir frostmark á sama tíma og vetrarhörkur gerði í Evrópu.Skýringarmynd Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA) um heimskautalægðina og skotvindana í kringum pólana.NOAAHugsanleg tengsl við hlýnun Halldór Björnsson, loftslagsfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að hlýindin sem voru á Íslandi fyrr í þessum mánuði séu dæmi um það þegar veðurkerfið yfir norðurheimskautinu raskast. Á sama tíma var ískalt vestan og austan við landið. Kuldinn vestanhafs nú sé engin nýlunda þó að hann sé óvenjumikill. Afar kalt loft myndist norðarlega í Norður-Ameríku á veturna. Það streymi suður þegar hlykkir koma á skotvindabeltið. Halldór bjó sjálfur í Kanada á 10. áratugnum og man vel eftir vetrarhörkunum þar. Hitinn gat þá farið niður í allt að 30-35 gráðu frost í jafnvel viku í senn. Kuldinn valdi miklu álagi á innviði borga og hafi mikil áhrif á líðan fólks. „Það verður allt voðalega skrýtið. Snjór hegðar sér allt öðruvísi, það brakar öðruvísi í öllu. Þetta er mjög sérkennileg upplifun að vera í svona miklum kulda inni í borg,“ segir hann. Kenningar hafa verið uppi um að hnattræn hlýnun gæti átt þátt í að veikja veðurkerfið á norðurskautinu og gera kuldaskot af þessu tagi líklegri í framtíðinni. Hlýnunin hefur enda verið hröðust á norðlægum slóðum. Halldór hefur sjálfur tekið þátt í rannsóknum á því en segir að gögnin séu misáreiðanleg hvað þetta varðar. „Ég myndi ekki segja að þetta séu vísindi sem eru algerlega afgreidd. Eins og stendur er þetta tilgáta sem er trúleg en hún þarf ekki endilega að standast tímans tönn í núverandi útgáfu sinni,“ segir hann. Veikingin á veðrakerfinu tengist einnig náttúrulegri sveiflu sem veldur skyndihlýnun í heiðhvolfinu fyrir ofan norðurskautið. Það gæti verið orsökin fyrir veikingunni nú. „Það voru þannig aðstæður snemma í mánuðinum, þetta gæti verið leifar af því,“ segir Halldór.Halldór Björnsson, hópstjóri lofslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands.Vísir/Stöð 2Áfram kalt á veturna þó að verstu spár rætist Kuldaköst eins og og það sem nú er yfirvofandi vestanhafs laðar gjarnan fram sjónarmið einstaklinga sem ekki skilja hnattræna hlýnun og loftslagsbreytingar. Þeirra á meðal er Donald Trump Bandaríkjaforseti sem tístir reglulega þegar óvenjukalt er í veðri um hvað hafi orðið af hnattrænni hlýnun. Kuldinn nú er engin undantekning. Þrátt fyrir að loftslagsbreytingar valdi nú þegar og muni valda enn frekari veðuröfgum, hitabylgjum, þurrkum, ákafari úrkomu og uppskerubresti munu þær ekki útrýma árstíðum á jörðinni. Möndulhalli jarðar mun áfram tryggja að sólarljós nær lítt til heimskautanna hluta af árinu. Halldór bendir á að hnattræn hlýnun frá lokum iðnbyltingar sé um ein gráða. Markmið Parísarsamkomulagsins sé að halda henni innan við 1,5 til 2°C. Til samanburðar getur hitinn í Minnesota, þar sem kuldinn á að verða einna verstu í Bandaríkjunum, sveiflast frá 30°C á sumrin niður í -30°C á veturna. Þar sem árstíðarsveiflan sé 60°C gefi augaleið að 1-2 gráðu almenn hlýnun hafi ekki mikil áhrif. Jafnvel þó að allt fari á versta veg og hlýnunin verði 3-4°C við lok aldarinnar má fólk á norðurslóðum enn búast við kulda á veturna. „Þú getur ennþá fengið þessa köldu vetur. Það verða náttúruleg gjörbreytingar á hvernig þetta gerist en það munu ennþá koma kaldir vetur. Til þess er árstíðarsveiflan bara svo rosalega stór,“ segir hann.
Bandaríkin Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Hitamet falla í hitabylgju í Ástralíu Desembermánuður var einnig sá hlýjasti frá því að mælingar hófust. 17. janúar 2019 11:22 Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30 Grænlandsjökull bráðnar mun hraðar en menn héldu Ný rannsókn sýnir að hraði bráðnunarinnar hefur fjórfaldast frá árinu 2003. 22. janúar 2019 08:00 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Hitamet falla í hitabylgju í Ástralíu Desembermánuður var einnig sá hlýjasti frá því að mælingar hófust. 17. janúar 2019 11:22
Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30
Grænlandsjökull bráðnar mun hraðar en menn héldu Ný rannsókn sýnir að hraði bráðnunarinnar hefur fjórfaldast frá árinu 2003. 22. janúar 2019 08:00
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent