Margdæmdur „útfararstjóri“ jarðsetur enn eitt félagið Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2019 11:30 Gunnar Rúnar Gunnarsson tók sæti í stjórn félagsins tveimur mánuðum áður en það var úrskurðað gjaldþrota. Getty/Nattapong Wongloungud Byggingafélagið XS verk ehf. var þann 21. desember síðastliðinn tekið til gjaldþrotaskipta. Stjórnarmaður þess var Gunnar Rúnar Gunnarsson, sem reglulega hefur ratað í fjölmiðla á síðustu árum fyrir margvísleg afbrot og störf sín sem „útfararstjóri“ - sem er einstaklingur sem leppar einkahlutafélög á barmi gjaldþrots til að eigandinn geti haldið óflekkuðu mannorði. Til að mynda var Gunnar dæmdur í sex mánaða fangelsi í maí í fyrra fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum í störfum sínum sem framkvæmdastjóri tveggja slíkra félaga. Hann hafði áður verið sakfelldur fyrir fjórtán refsiverð brot, til að mynda kynferðisglæpi og fjársvik. Gunnar hét áður Gunnar Finnur Egilsson en lét breyta nafni sínu eftir að hafa verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn andlega veikri konu. Umrætt byggingafélag sem Gunnar Rúnar fór fyrir hét áður Cleanson ehf. og var starfsemi þess sögð lúta að rekstri bón- og þvottastöðvar. Félagið var stofnað árið 2015 og á næstu árum átti það eftir að skipta nokkrum sinnum um lögheimili.Sjá einnig: Margdæmdir útfararstjórar: Þrjú félög gjaldþrota á hálfum mánuðiÞann 16. október síðastliðin verður svo umturnun á félaginu. Nafni þess var breytt, verður að XS verk ehf., auk þess tilgangur þess verður að halda utan um almenna verktakavinnu við húsbyggingar, viðhald og uppsetningu innréttinga. Það er þá sem stjórn félagsins er skipt út og umræddur Gunnar Rúnar Gunnarsson stígur inn í framkvæmdastjórn þess, tekur við prókúruumboðinu og er skipaður stjórnarmaður. Rétt rúmum tveimur mánuðum síðar úrskurðar Héraðsdómur Reykjavíkur að félagið skuli tekið til gjaldþrotaskipta. Vignir Hreinsson, stjórnarmaður í Cleanson ehf., forvera XS verks, vildi lítið tjá sig um málið í samtali við Vísi. Hann hafi einfaldlega selt félagið og að upphæð viðskiptanna væri trúnaðarmál. Skiptastjóri búsins segir í skilaboðum til fréttastofu að engin sjáanleg starfsemi hafi verið í félaginu við gjaldþrotið. Erfitt sé að meta hversu stórt gjaldþrotið er á þessari stundu, enda enn hægt að lýsa kröfum í búið, en að það hafi verið Tollstjóri sem fór fram á að félag Gunnars yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Fréttaskýringaþátturinn Brestur fjallaði vorið 2015 um kennitöluflakk og var þar meðal annars rætt við útfararstjóra. Í spilaranum hér að neðan má sjá brot úr þættinum. Gjaldþrot Tengdar fréttir Kennitöluflakk í Brestum: „Glæpir borga sig“ Hvenær eru ítrekuð gjaldþrot orðin misnotkun á kerfinu? 27. apríl 2015 21:00 Margdæmdir útfararstjórar: Þrjú félög gjaldþrota á hálfum mánuði Félög í eigu Egils Einarssonar, eigenda Hlöllabáta og fyrrum eiganda Players hafa öll verið tekin yfir nýlega af tveimur mönnum sem eiga langan brotaferil að baki. 7. maí 2015 14:14 Misferli upp á tugi milljóna: Verjandi og margdæmdur kynferðisbrotamaður sæta gæsluvarðhaldi Lögmaður mætti til skýrslutöku hjá umbjóðanda sínum en var við það tækifæri handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 2. mars 2016 07:00 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
Byggingafélagið XS verk ehf. var þann 21. desember síðastliðinn tekið til gjaldþrotaskipta. Stjórnarmaður þess var Gunnar Rúnar Gunnarsson, sem reglulega hefur ratað í fjölmiðla á síðustu árum fyrir margvísleg afbrot og störf sín sem „útfararstjóri“ - sem er einstaklingur sem leppar einkahlutafélög á barmi gjaldþrots til að eigandinn geti haldið óflekkuðu mannorði. Til að mynda var Gunnar dæmdur í sex mánaða fangelsi í maí í fyrra fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum í störfum sínum sem framkvæmdastjóri tveggja slíkra félaga. Hann hafði áður verið sakfelldur fyrir fjórtán refsiverð brot, til að mynda kynferðisglæpi og fjársvik. Gunnar hét áður Gunnar Finnur Egilsson en lét breyta nafni sínu eftir að hafa verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn andlega veikri konu. Umrætt byggingafélag sem Gunnar Rúnar fór fyrir hét áður Cleanson ehf. og var starfsemi þess sögð lúta að rekstri bón- og þvottastöðvar. Félagið var stofnað árið 2015 og á næstu árum átti það eftir að skipta nokkrum sinnum um lögheimili.Sjá einnig: Margdæmdir útfararstjórar: Þrjú félög gjaldþrota á hálfum mánuðiÞann 16. október síðastliðin verður svo umturnun á félaginu. Nafni þess var breytt, verður að XS verk ehf., auk þess tilgangur þess verður að halda utan um almenna verktakavinnu við húsbyggingar, viðhald og uppsetningu innréttinga. Það er þá sem stjórn félagsins er skipt út og umræddur Gunnar Rúnar Gunnarsson stígur inn í framkvæmdastjórn þess, tekur við prókúruumboðinu og er skipaður stjórnarmaður. Rétt rúmum tveimur mánuðum síðar úrskurðar Héraðsdómur Reykjavíkur að félagið skuli tekið til gjaldþrotaskipta. Vignir Hreinsson, stjórnarmaður í Cleanson ehf., forvera XS verks, vildi lítið tjá sig um málið í samtali við Vísi. Hann hafi einfaldlega selt félagið og að upphæð viðskiptanna væri trúnaðarmál. Skiptastjóri búsins segir í skilaboðum til fréttastofu að engin sjáanleg starfsemi hafi verið í félaginu við gjaldþrotið. Erfitt sé að meta hversu stórt gjaldþrotið er á þessari stundu, enda enn hægt að lýsa kröfum í búið, en að það hafi verið Tollstjóri sem fór fram á að félag Gunnars yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Fréttaskýringaþátturinn Brestur fjallaði vorið 2015 um kennitöluflakk og var þar meðal annars rætt við útfararstjóra. Í spilaranum hér að neðan má sjá brot úr þættinum.
Gjaldþrot Tengdar fréttir Kennitöluflakk í Brestum: „Glæpir borga sig“ Hvenær eru ítrekuð gjaldþrot orðin misnotkun á kerfinu? 27. apríl 2015 21:00 Margdæmdir útfararstjórar: Þrjú félög gjaldþrota á hálfum mánuði Félög í eigu Egils Einarssonar, eigenda Hlöllabáta og fyrrum eiganda Players hafa öll verið tekin yfir nýlega af tveimur mönnum sem eiga langan brotaferil að baki. 7. maí 2015 14:14 Misferli upp á tugi milljóna: Verjandi og margdæmdur kynferðisbrotamaður sæta gæsluvarðhaldi Lögmaður mætti til skýrslutöku hjá umbjóðanda sínum en var við það tækifæri handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 2. mars 2016 07:00 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
Kennitöluflakk í Brestum: „Glæpir borga sig“ Hvenær eru ítrekuð gjaldþrot orðin misnotkun á kerfinu? 27. apríl 2015 21:00
Margdæmdir útfararstjórar: Þrjú félög gjaldþrota á hálfum mánuði Félög í eigu Egils Einarssonar, eigenda Hlöllabáta og fyrrum eiganda Players hafa öll verið tekin yfir nýlega af tveimur mönnum sem eiga langan brotaferil að baki. 7. maí 2015 14:14
Misferli upp á tugi milljóna: Verjandi og margdæmdur kynferðisbrotamaður sæta gæsluvarðhaldi Lögmaður mætti til skýrslutöku hjá umbjóðanda sínum en var við það tækifæri handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 2. mars 2016 07:00