Bakhjarlar útgöngusinna telja að ekkert verði af Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 11. janúar 2019 10:32 Auðkýfingurinn Peter Hargreaves er með böggum hildar vegna Brexit þessa dagana. Vísir/Getty Tveir stærstu fjárhagslegu bakhjarlar Brexit-sinna á Bretlandi segjast nú telja að ríkisstjórnin muni hætta við útgönguna úr Evrópusambandinu. Til stendur að breska þingið greiði atkvæði um útgöngusamning Theresu May forsætisráðherra í næstu viku. Peter Hargreaves, einn auðugasti maður Bretlands og annar stærsti bakhjarl útgöngusinna fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016, og Crispin Odey, vogunarsjóðsstjóri, segja Reuters-fréttastofunni að þeir búist við því að Bretland verði um kyrrt í ESB þrátt fyrir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Odey segist nú búa sig undir að taka stöðu miðað við að pundið styrkist. Hann hafði áður hagnast á því að veðja gegn breskum eignum þegar áhyggjur af afleiðingum Brexit skóku markaði. „Ég hef algerlega gefist upp. Ég er algerlega örvinlaður, ég held að það verði alls ekkert af Brexit,“ segir Hargreaves sem gaf 3,2 milljónir punda, tæpan hálfan milljarð króna, í kosningabaráttu útgöngusinna. Búist er við því að þingmenn felli útgöngusamning May í atkvæðagreiðslu í þinginu á þriðjudag. May frestaði atkvæðagreiðslu sem átti að fara fram í desember og hefur reynt að knýja fram hagstæðari samning í Brussel, án árangurs. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, varar við því að samningurinn verði felldur sé hætta á að breskt samfélag lamist vegna Brexit. Mögulegt sé að ekkert verði þá af útgöngunni yfir höfuð vegna þess að þingmenn myndu að öllum líkindum ekki samþykkja að ganga úr sambandinu án samnings. Amber Rudd, innanríkisráðherra, segir að útganga án samnings væri slæm fyrir Bretland en rétt sé af ríkisstjórninni að undirbúa þann möguleika. „Ég er staðráðin í að tryggja að við finnum annað möguleika,“ segir Rudd. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Æfa viðbrögð við Brexit án samnings Lest 89 flutningabíla ók í gær tvær ferðir frá hinum yfirgefna Manston flugvelli í Kent til hafnarinnar í Dover. 8. janúar 2019 08:00 Umræður um Brexit-samning May halda áfram Búist er við atkvæðagreiðslu á þriðjudag í næstu viku. 9. janúar 2019 08:42 Corbyn vill nýjar kosningar en ekki þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands, segir að ef Brexit-samkomulag Theresu May, forsætisráðherra, verði fellt á þingi, sem er óhjákvæmilegt að hans mati, eigi að boða til nýrra kosninga. 10. janúar 2019 13:45 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Tveir stærstu fjárhagslegu bakhjarlar Brexit-sinna á Bretlandi segjast nú telja að ríkisstjórnin muni hætta við útgönguna úr Evrópusambandinu. Til stendur að breska þingið greiði atkvæði um útgöngusamning Theresu May forsætisráðherra í næstu viku. Peter Hargreaves, einn auðugasti maður Bretlands og annar stærsti bakhjarl útgöngusinna fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016, og Crispin Odey, vogunarsjóðsstjóri, segja Reuters-fréttastofunni að þeir búist við því að Bretland verði um kyrrt í ESB þrátt fyrir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Odey segist nú búa sig undir að taka stöðu miðað við að pundið styrkist. Hann hafði áður hagnast á því að veðja gegn breskum eignum þegar áhyggjur af afleiðingum Brexit skóku markaði. „Ég hef algerlega gefist upp. Ég er algerlega örvinlaður, ég held að það verði alls ekkert af Brexit,“ segir Hargreaves sem gaf 3,2 milljónir punda, tæpan hálfan milljarð króna, í kosningabaráttu útgöngusinna. Búist er við því að þingmenn felli útgöngusamning May í atkvæðagreiðslu í þinginu á þriðjudag. May frestaði atkvæðagreiðslu sem átti að fara fram í desember og hefur reynt að knýja fram hagstæðari samning í Brussel, án árangurs. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, varar við því að samningurinn verði felldur sé hætta á að breskt samfélag lamist vegna Brexit. Mögulegt sé að ekkert verði þá af útgöngunni yfir höfuð vegna þess að þingmenn myndu að öllum líkindum ekki samþykkja að ganga úr sambandinu án samnings. Amber Rudd, innanríkisráðherra, segir að útganga án samnings væri slæm fyrir Bretland en rétt sé af ríkisstjórninni að undirbúa þann möguleika. „Ég er staðráðin í að tryggja að við finnum annað möguleika,“ segir Rudd.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Æfa viðbrögð við Brexit án samnings Lest 89 flutningabíla ók í gær tvær ferðir frá hinum yfirgefna Manston flugvelli í Kent til hafnarinnar í Dover. 8. janúar 2019 08:00 Umræður um Brexit-samning May halda áfram Búist er við atkvæðagreiðslu á þriðjudag í næstu viku. 9. janúar 2019 08:42 Corbyn vill nýjar kosningar en ekki þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands, segir að ef Brexit-samkomulag Theresu May, forsætisráðherra, verði fellt á þingi, sem er óhjákvæmilegt að hans mati, eigi að boða til nýrra kosninga. 10. janúar 2019 13:45 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Æfa viðbrögð við Brexit án samnings Lest 89 flutningabíla ók í gær tvær ferðir frá hinum yfirgefna Manston flugvelli í Kent til hafnarinnar í Dover. 8. janúar 2019 08:00
Umræður um Brexit-samning May halda áfram Búist er við atkvæðagreiðslu á þriðjudag í næstu viku. 9. janúar 2019 08:42
Corbyn vill nýjar kosningar en ekki þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands, segir að ef Brexit-samkomulag Theresu May, forsætisráðherra, verði fellt á þingi, sem er óhjákvæmilegt að hans mati, eigi að boða til nýrra kosninga. 10. janúar 2019 13:45