Ögurstund í Brexit málum í kvöld Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. janúar 2019 13:00 Það stefnir í spennandi dag í breskum stjórnmálum. Mynd/Facundo Arrizabalaga Rökræður hafa staðið yfir í breska þinginu síðastliðna fimm þingfundardaga um útgöngusáttmálann sem Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og teymi hennar samdi um við Evrópusambandið. Að umræðum loknum greiða þingmenn atkvæði um sáttmálann. Reikna má með að atkvæðagreiðsla hefjist klukkan sjö í kvöld og ljúki síðar um kvöldið.Hvernig falla atkvæði? Það verður að teljast heldur ólíklegt að þingið samþykki sáttmálann en May þarf minnst 320 atkvæði til þess. Rúmlega 200 stjórnarþingmenn og fáeinir þingmenn stjórnarandstöðunnar segjast ætla að styðja sáttmálann. Það er örlagastund fyrir Theresu May forsætisráðherra í kvöld.EPA/Neil HallUm 90 þingmenn Íhaldsflokksins segjast ætla að greiða atkvæði gegn sáttmálanum. Hið sama ætla 10 þingmenn Norður Írska Sambandsflokksins að gera en sá flokkur styður ríkisstjórn Íhaldsflokksins. Langflestir af 256 þingmönnum Verkamannaflokksins ætla að greiða atkvæði gegn sáttmálanum og hið sama ætla þingmenn Frjálslynda flokksins, Skoska þjóðarflokksins og annarra smærri stjórnarandstöðuflokka að gera.Hvað gerist næst? Ef að sáttmáli May verður samþykktur er ekkert því til fyrirstöðu að halda áfram með Brexit ferlið. Hið formlega útgönguferli myndi að óbreyttu taka gildi 29. mars næstkomandi. Brexit yrði þó ekki lokið þar sem enn þarf að semja um viðskiptasamninga og hvernig framtíðarsamskiptum Bretlands of Evrópusambandsins yrði háttað. Líklegasta niðurstaðan er sú að sáttmálinn verði felldur í þinginu. Þá hefur Theresa May nokkra daga til að semja upp á nýtt við stjórnarherrana í Brussel. Margir telja að ef að leiðtogar Evrópusambandsins sjái ríka andstöðu gegn sáttmálanum í þinginu sé mögulegt að gefið verði bindandi fyrirheit um framtíðarsamskipti sambandsins og Bretlands. Sér í lagi þeim hluta sem snýr að tilhögun landamæranna á Norður Írlandi. Mikil óánægja hefur ríkt með þann hluta sáttmálans.Jeremy Corbyn ætlar að leggja fram vantrauststillögu á hendur May verði sáttmálinn felldur.EPA/Neil HallAnnar möguleiki er að lengja í samningaferlinu. Leiðtogar Evrópusambandsins hafa ekki útilokað að lengja í ferlinu fram á sumar og færa hina eiginlegu útgöngu frá 29. mars fram í júlí. Það gæfi svigrúm til að finna nýjar lausnir á Brexit málum en Evrópusambandið hefur ítrekað að ekki verði samið upp á nýtt um útgöngusáttmála. Þá er ekki útilokað að forsætisráðherrann segi af sér í kjölfar þess að tapa atkvæðagreiðslunni. Hún hefur lagt mikið að veði við að koma honum í gegn um þingið og hefur ítrekað varað við því að Bretland gangi úr sambandinu án sáttmála eða að þjóðaratkvæðagreiðslan um útgönguna verði endurtekin og að ekkert verði af Brexit. Nýr leiðtogi gæti kosið að setja aðra leiðina í forgang. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur þá boðað vantraustsyfirlýsingu á hendur May ef að sáttmálinn verði felldur í kvöld. Hans markmið er að knýja fram þingkosningar sem myndi vafalaust hleypa Brexit ferlinu í enn meira uppnám. Hér að neðan má svo sjá innslag fréttamanns ITV, Carl Dinnen, um hvernig atkvæðagreiðslan mun ganga fyrir sig.How do MPs actually cast their votes and what happens if the prime minister loses? Take the behind-the-scenes tour of the Commons ahead of crunch Brexit decision https://t.co/lopFXMKxKS pic.twitter.com/eknemKg9nz— ITV News (@itvnews) January 14, 2019 Bretland Brexit Tengdar fréttir ESB undirbýr frestun á Brexit fram á sumar Evrópusambandið undirbýr nú frestun á Brexit, útgöngu Bretlands úr ESB, fram á sumar. 13. janúar 2019 22:34 May: Ekkert Brexit líklegra en Brexit án samnings Senn líður að ögurstundu hjá Theresu May, breska forsætisráðherranum, og útgöngusamningi hennar. 14. janúar 2019 10:45 Reynir að sannfæra þingmenn um að samþykkja samninginn Örlagastundin rennur upp á morgun þegar greidd verða atkvæði um samninginn á breska þinginu. 14. janúar 2019 07:00 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Sjá meira
Rökræður hafa staðið yfir í breska þinginu síðastliðna fimm þingfundardaga um útgöngusáttmálann sem Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og teymi hennar samdi um við Evrópusambandið. Að umræðum loknum greiða þingmenn atkvæði um sáttmálann. Reikna má með að atkvæðagreiðsla hefjist klukkan sjö í kvöld og ljúki síðar um kvöldið.Hvernig falla atkvæði? Það verður að teljast heldur ólíklegt að þingið samþykki sáttmálann en May þarf minnst 320 atkvæði til þess. Rúmlega 200 stjórnarþingmenn og fáeinir þingmenn stjórnarandstöðunnar segjast ætla að styðja sáttmálann. Það er örlagastund fyrir Theresu May forsætisráðherra í kvöld.EPA/Neil HallUm 90 þingmenn Íhaldsflokksins segjast ætla að greiða atkvæði gegn sáttmálanum. Hið sama ætla 10 þingmenn Norður Írska Sambandsflokksins að gera en sá flokkur styður ríkisstjórn Íhaldsflokksins. Langflestir af 256 þingmönnum Verkamannaflokksins ætla að greiða atkvæði gegn sáttmálanum og hið sama ætla þingmenn Frjálslynda flokksins, Skoska þjóðarflokksins og annarra smærri stjórnarandstöðuflokka að gera.Hvað gerist næst? Ef að sáttmáli May verður samþykktur er ekkert því til fyrirstöðu að halda áfram með Brexit ferlið. Hið formlega útgönguferli myndi að óbreyttu taka gildi 29. mars næstkomandi. Brexit yrði þó ekki lokið þar sem enn þarf að semja um viðskiptasamninga og hvernig framtíðarsamskiptum Bretlands of Evrópusambandsins yrði háttað. Líklegasta niðurstaðan er sú að sáttmálinn verði felldur í þinginu. Þá hefur Theresa May nokkra daga til að semja upp á nýtt við stjórnarherrana í Brussel. Margir telja að ef að leiðtogar Evrópusambandsins sjái ríka andstöðu gegn sáttmálanum í þinginu sé mögulegt að gefið verði bindandi fyrirheit um framtíðarsamskipti sambandsins og Bretlands. Sér í lagi þeim hluta sem snýr að tilhögun landamæranna á Norður Írlandi. Mikil óánægja hefur ríkt með þann hluta sáttmálans.Jeremy Corbyn ætlar að leggja fram vantrauststillögu á hendur May verði sáttmálinn felldur.EPA/Neil HallAnnar möguleiki er að lengja í samningaferlinu. Leiðtogar Evrópusambandsins hafa ekki útilokað að lengja í ferlinu fram á sumar og færa hina eiginlegu útgöngu frá 29. mars fram í júlí. Það gæfi svigrúm til að finna nýjar lausnir á Brexit málum en Evrópusambandið hefur ítrekað að ekki verði samið upp á nýtt um útgöngusáttmála. Þá er ekki útilokað að forsætisráðherrann segi af sér í kjölfar þess að tapa atkvæðagreiðslunni. Hún hefur lagt mikið að veði við að koma honum í gegn um þingið og hefur ítrekað varað við því að Bretland gangi úr sambandinu án sáttmála eða að þjóðaratkvæðagreiðslan um útgönguna verði endurtekin og að ekkert verði af Brexit. Nýr leiðtogi gæti kosið að setja aðra leiðina í forgang. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur þá boðað vantraustsyfirlýsingu á hendur May ef að sáttmálinn verði felldur í kvöld. Hans markmið er að knýja fram þingkosningar sem myndi vafalaust hleypa Brexit ferlinu í enn meira uppnám. Hér að neðan má svo sjá innslag fréttamanns ITV, Carl Dinnen, um hvernig atkvæðagreiðslan mun ganga fyrir sig.How do MPs actually cast their votes and what happens if the prime minister loses? Take the behind-the-scenes tour of the Commons ahead of crunch Brexit decision https://t.co/lopFXMKxKS pic.twitter.com/eknemKg9nz— ITV News (@itvnews) January 14, 2019
Bretland Brexit Tengdar fréttir ESB undirbýr frestun á Brexit fram á sumar Evrópusambandið undirbýr nú frestun á Brexit, útgöngu Bretlands úr ESB, fram á sumar. 13. janúar 2019 22:34 May: Ekkert Brexit líklegra en Brexit án samnings Senn líður að ögurstundu hjá Theresu May, breska forsætisráðherranum, og útgöngusamningi hennar. 14. janúar 2019 10:45 Reynir að sannfæra þingmenn um að samþykkja samninginn Örlagastundin rennur upp á morgun þegar greidd verða atkvæði um samninginn á breska þinginu. 14. janúar 2019 07:00 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Sjá meira
ESB undirbýr frestun á Brexit fram á sumar Evrópusambandið undirbýr nú frestun á Brexit, útgöngu Bretlands úr ESB, fram á sumar. 13. janúar 2019 22:34
May: Ekkert Brexit líklegra en Brexit án samnings Senn líður að ögurstundu hjá Theresu May, breska forsætisráðherranum, og útgöngusamningi hennar. 14. janúar 2019 10:45
Reynir að sannfæra þingmenn um að samþykkja samninginn Örlagastundin rennur upp á morgun þegar greidd verða atkvæði um samninginn á breska þinginu. 14. janúar 2019 07:00