Jóna Hrönn gráti næst eftir Kastljós Stefán Árni Pálsson skrifar 16. janúar 2019 12:30 Jóna Hrönn kemur Öldu Karen til varnar. „Ég hef ekki haft tíma í allan vetur til að horfa á fréttir og Kastljós og bara farið inn á netið til að lesa yfir hélstu fréttir. En í gær gerðist það, ég lá skyndilega í sófanum og þá er til umræðu í þættinum orð ungrar konu Öldu Karen um að lykilsetningin til að vinna gegn sjálfsvígum væri „þú ert nóg“.“ Svona hefst pistill Jónu Hrannar Bolladóttur, sóknarprests í Garðabæ, á Facebook en í honum talar hún um Öldu Karen Hjaltalín sem sagðist til að mynda ná vel til ungs fólks í Kastljósi í gærkvöldi en þar mætti hún Hafrúnu Kristjánsdóttur sálfræðingi. Í upphafi vikunnar lét Alda Hrönn þau orð falla að lausnin við þunglyndi og sjálfsvígshugsanir væru auðveld, það væri nóg að segja við sjálfan sig: „Þú ert nóg“. Í framhaldinu fékk hún yfir sig mikla gagnrýni og var hún mætt í Kastljósið í gærkvöldið til að útskýra sitt mál. „Ég var gráti næst þegar þættinum lauk og ég vona að einhver sem elskar hana skilyrðislaust hafi tekið hana í faðminn og sagt henni að hún væri svo sannarlega nóg. Ég hef í mörg ár mætt fólki í sálgæslu sem vill ekki lifa lengur og ég hef líka átt mörg samtölin við ástvini sem hafa misst í sjálfsvígum. Þessi veruleiki er svo flókin og sár og úrvinnslan þyrnum stráð. Við vitum það öll að þetta verður ekki leyst með einni setningu. En horfum aftur á þessa ungu konu, hún er fulltrúi kynslóðar sem fær endalaust þau skilaboð að þau séu ekki nóg, kynslóð sem lifir í samkeppnissamfélagi þar sem menn sækjast eftir árangri og gróða.“Ungt fólk eftir í vanlíðan Jóna segir að fjöldinn allur af ungu fólki gefist upp í námi af því að það sé eitthvað í skólakerfinu sem henti ekki þessari kynslóð. „Og þau flosna úr námi með þá tilfinningu að þau passa ekki inn og eru ekki nóg. Hún lifir á tímum samfélagsmiðla sem er bara alls ekki hluti af mínum veruleika og ég eignaðist ekki iPhone fyrr en á þessum jólum og mér er hreinlega ekki að takast að læra á Instagram og ég veit ekki einu sinni hvað Twitter er. En ég veit af samtölum mínum við ungt fólk að þar er að finna óheilbrigða samanburðamenningu sem skilur ungt fólk oft eftir í vanlíðan.“Hafrún Kristjánsdóttir og Alda Karen Hjaltalín ræddu umdeild ummæli í Kastljósi í gærkvöld.RÚVHún segir að jafnvel vanlíðan sem geti leitt til þeirrar hugsunar að fólk langi ekki að lifa. „Ein af frumþörfum okkar er að hafa tilgang með lífinu sínu og ef sú þörf fær ekki næringu er voðinn vís og við þurfum að hjálpa unga fólkinu okkar að leita og finna. 0g í samtölum mínum við ungt fólk sem finnur ekki tilganginn, nota ég oft þessa setningu, þú ert nóg - þú ert frábær......svo heldur samtalið áfram í leitinni miklu og ég vona að ég geti gefið einhverja vegvísa því leiðina þarf manneskjan að fara sjálf. Þarna er ung kona sem er gefið þetta extra, hún hefur fengið karisma í guðsgjöf og hún er heillandi. Hún er manneskja sem gæti einmitt verið afar mikilvæg í forvarnastarfi gagnvart þeim sem finna ekki tilgang lífsins.“ Jóna segir að við sem samfélag megum ekki þagga hana, beita hana ofbeldi, taka hana niður eða horfa á hana með vanþóknun/vandlætingu. „Af því að hún þekkir engar sálfræðilegar rannsóknir. Við skulum umvefja hana og leiðbeina henni af því að hún nær til kynslóðar sem í mínum huga er hrjáð á margan hátt og í ákveðinni hættu. Ég ætla að fylgjast með þessar stúlku því henni er mikið gefið og ég veit að ef hún verður ekki þögguð þá á hún eftir að læra margt og verða enn þá öflugri. Ég ætla líka að setja mér það markmið á nýju ári að hlusta betur á þessa kynslóð og reyna að skilja betur.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þykir siðferðilega rangt að selja fólki lífslausnir gegn greiðslu Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur og Alda Karen Hjaltalín fyrirlesari mættu í Kastljós í kvöld þar sem ummæli Öldu Karenar í viðtali í Íslandi í dag voru rædd. Ummælin sem um ræðir sneru að sjálfsvígum. 15. janúar 2019 20:42 Ekki allir sáttir við ummæli Öldu Karenar: „Lausnin við þessu er svo einföld“ Alda Karen Hjaltalín, fyrirlesarinn sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu, var gestur Íslands í dag í gærkvöldi. 15. janúar 2019 11:30 „Maður segir ekki „þú ert nóg“ við einhvern sem er þunglyndur“ Þá leggur Salbjörg Bjarnadóttir verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis leggur áherslu á að alla umræðu um sjálfsvíg þurfi að nálgast af mikilli ábyrgð. 15. janúar 2019 15:00 Gera grín að peningakossum Öldu Karenar Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín heldur úti nokkuð virkri Facebook og Instagram síðu þar sem hún meðal annars sýnir fylgjendum sínum ákveðna lífslykla eins og hún kallar það sjálf. 11. janúar 2019 16:45 Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ Lífið samstarf Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fleiri fréttir Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Sjá meira
„Ég hef ekki haft tíma í allan vetur til að horfa á fréttir og Kastljós og bara farið inn á netið til að lesa yfir hélstu fréttir. En í gær gerðist það, ég lá skyndilega í sófanum og þá er til umræðu í þættinum orð ungrar konu Öldu Karen um að lykilsetningin til að vinna gegn sjálfsvígum væri „þú ert nóg“.“ Svona hefst pistill Jónu Hrannar Bolladóttur, sóknarprests í Garðabæ, á Facebook en í honum talar hún um Öldu Karen Hjaltalín sem sagðist til að mynda ná vel til ungs fólks í Kastljósi í gærkvöldi en þar mætti hún Hafrúnu Kristjánsdóttur sálfræðingi. Í upphafi vikunnar lét Alda Hrönn þau orð falla að lausnin við þunglyndi og sjálfsvígshugsanir væru auðveld, það væri nóg að segja við sjálfan sig: „Þú ert nóg“. Í framhaldinu fékk hún yfir sig mikla gagnrýni og var hún mætt í Kastljósið í gærkvöldið til að útskýra sitt mál. „Ég var gráti næst þegar þættinum lauk og ég vona að einhver sem elskar hana skilyrðislaust hafi tekið hana í faðminn og sagt henni að hún væri svo sannarlega nóg. Ég hef í mörg ár mætt fólki í sálgæslu sem vill ekki lifa lengur og ég hef líka átt mörg samtölin við ástvini sem hafa misst í sjálfsvígum. Þessi veruleiki er svo flókin og sár og úrvinnslan þyrnum stráð. Við vitum það öll að þetta verður ekki leyst með einni setningu. En horfum aftur á þessa ungu konu, hún er fulltrúi kynslóðar sem fær endalaust þau skilaboð að þau séu ekki nóg, kynslóð sem lifir í samkeppnissamfélagi þar sem menn sækjast eftir árangri og gróða.“Ungt fólk eftir í vanlíðan Jóna segir að fjöldinn allur af ungu fólki gefist upp í námi af því að það sé eitthvað í skólakerfinu sem henti ekki þessari kynslóð. „Og þau flosna úr námi með þá tilfinningu að þau passa ekki inn og eru ekki nóg. Hún lifir á tímum samfélagsmiðla sem er bara alls ekki hluti af mínum veruleika og ég eignaðist ekki iPhone fyrr en á þessum jólum og mér er hreinlega ekki að takast að læra á Instagram og ég veit ekki einu sinni hvað Twitter er. En ég veit af samtölum mínum við ungt fólk að þar er að finna óheilbrigða samanburðamenningu sem skilur ungt fólk oft eftir í vanlíðan.“Hafrún Kristjánsdóttir og Alda Karen Hjaltalín ræddu umdeild ummæli í Kastljósi í gærkvöld.RÚVHún segir að jafnvel vanlíðan sem geti leitt til þeirrar hugsunar að fólk langi ekki að lifa. „Ein af frumþörfum okkar er að hafa tilgang með lífinu sínu og ef sú þörf fær ekki næringu er voðinn vís og við þurfum að hjálpa unga fólkinu okkar að leita og finna. 0g í samtölum mínum við ungt fólk sem finnur ekki tilganginn, nota ég oft þessa setningu, þú ert nóg - þú ert frábær......svo heldur samtalið áfram í leitinni miklu og ég vona að ég geti gefið einhverja vegvísa því leiðina þarf manneskjan að fara sjálf. Þarna er ung kona sem er gefið þetta extra, hún hefur fengið karisma í guðsgjöf og hún er heillandi. Hún er manneskja sem gæti einmitt verið afar mikilvæg í forvarnastarfi gagnvart þeim sem finna ekki tilgang lífsins.“ Jóna segir að við sem samfélag megum ekki þagga hana, beita hana ofbeldi, taka hana niður eða horfa á hana með vanþóknun/vandlætingu. „Af því að hún þekkir engar sálfræðilegar rannsóknir. Við skulum umvefja hana og leiðbeina henni af því að hún nær til kynslóðar sem í mínum huga er hrjáð á margan hátt og í ákveðinni hættu. Ég ætla að fylgjast með þessar stúlku því henni er mikið gefið og ég veit að ef hún verður ekki þögguð þá á hún eftir að læra margt og verða enn þá öflugri. Ég ætla líka að setja mér það markmið á nýju ári að hlusta betur á þessa kynslóð og reyna að skilja betur.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þykir siðferðilega rangt að selja fólki lífslausnir gegn greiðslu Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur og Alda Karen Hjaltalín fyrirlesari mættu í Kastljós í kvöld þar sem ummæli Öldu Karenar í viðtali í Íslandi í dag voru rædd. Ummælin sem um ræðir sneru að sjálfsvígum. 15. janúar 2019 20:42 Ekki allir sáttir við ummæli Öldu Karenar: „Lausnin við þessu er svo einföld“ Alda Karen Hjaltalín, fyrirlesarinn sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu, var gestur Íslands í dag í gærkvöldi. 15. janúar 2019 11:30 „Maður segir ekki „þú ert nóg“ við einhvern sem er þunglyndur“ Þá leggur Salbjörg Bjarnadóttir verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis leggur áherslu á að alla umræðu um sjálfsvíg þurfi að nálgast af mikilli ábyrgð. 15. janúar 2019 15:00 Gera grín að peningakossum Öldu Karenar Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín heldur úti nokkuð virkri Facebook og Instagram síðu þar sem hún meðal annars sýnir fylgjendum sínum ákveðna lífslykla eins og hún kallar það sjálf. 11. janúar 2019 16:45 Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ Lífið samstarf Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fleiri fréttir Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Sjá meira
Þykir siðferðilega rangt að selja fólki lífslausnir gegn greiðslu Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur og Alda Karen Hjaltalín fyrirlesari mættu í Kastljós í kvöld þar sem ummæli Öldu Karenar í viðtali í Íslandi í dag voru rædd. Ummælin sem um ræðir sneru að sjálfsvígum. 15. janúar 2019 20:42
Ekki allir sáttir við ummæli Öldu Karenar: „Lausnin við þessu er svo einföld“ Alda Karen Hjaltalín, fyrirlesarinn sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu, var gestur Íslands í dag í gærkvöldi. 15. janúar 2019 11:30
„Maður segir ekki „þú ert nóg“ við einhvern sem er þunglyndur“ Þá leggur Salbjörg Bjarnadóttir verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis leggur áherslu á að alla umræðu um sjálfsvíg þurfi að nálgast af mikilli ábyrgð. 15. janúar 2019 15:00
Gera grín að peningakossum Öldu Karenar Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín heldur úti nokkuð virkri Facebook og Instagram síðu þar sem hún meðal annars sýnir fylgjendum sínum ákveðna lífslykla eins og hún kallar það sjálf. 11. janúar 2019 16:45
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning