Að breyta í verki Sandra Hlíf Ocares skrifar 17. janúar 2019 07:00 Árið 2010 var samþykkt breyting á hlutafélagalöggjöfinni sem fól það í sér að hlutafélögum af ákveðinni stærð væri skylt að hafa að minnsta kosti 40% hlutfall hvors kyns í stjórninni. Auðvitað var tilgangur laganna sá að rétta hlut kvenna sem um árabil hafa borið skertan hlut frá borði hvað varðar ábyrgðarstöður, hvort sem er í viðskiptum eða stjórnmálum. Um það er ekki deilt, né það að æskilegt sé að leiðrétta þetta sögulega óréttlæti. Hættan við löggjöf af þessu tagi er þó sú að áhrifafólk líti á skilyrði um kynjakvóta sem einhvers konar box til að haka í. Í tilfelli kynjakvóta í stjórnum hefur birtingarmyndin gjarnan orðið sú að leita þarf logandi ljósi að konum til að bjóða sig fram til stjórnarkjörs. Í slíku umhverfi vill bregða við að ávallt sé litið til sömu kvennanna. Þeirra sem eru á réttum aldri, hafa réttu samböndin og réttu „reynsluna“. Gallinn er bara sá að ef einungis er litið til þessara mælikvarða er búin til óyfirstíganleg hindrun gagnvart eðlilegri endurnýjun. Hvernig á annars að öðlast þessa margumtöluðu reynslu þegar tækifærin eru af svo skornum skammti? Nú hafa í mörgum félögum verið settar á laggirnar tilnefningarnefndir sem að einhverju leyti auka þessi tækifæri kvenna til að bjóða sig fram til stjórnarsetu. Tilgangur nefndanna er að auka faglegt mat á hæfni þeirra sem bjóða sig fram til stjórnarsetu sem og að leggja til bestu samsetningu stjórnar út frá fyrir fram skilgreindum mælikvörðum. Þessar nefndir verða vonandi til þess að opna dyr fyrir fleiri aðila að koma að borðinu í stjórnarkjörum. Til þess að slíkar nefndir njóti trúverðugleika og þjóni tilgangi sínum þurfa þær að skila frá sér vinnu sem er raunverulega rökstudd með tilliti til bestu samsetningar stjórnar með hagsmuni allra hluthafa að leiðarljósi. Reynslan mun vonandi sýna okkur að þessar nefndir þjóni raunverulega tilgangi sínum en verði ekki enn eitt boxið til að tikka í. Annað atriði má svo nefna, sem stendur okkur konum nær að leiðrétta, og það er sú staðreynd að við konur mættum vera duglegri við að bjóða fram krafta okkar til stjórnarsetu. Hafa dug og þor til að vera dæmdar af verðleikum okkar og hæfni. Þannig breytum við kerfinu, og þeirri kerfislægu hugsun að þátttaka kvenna í stjórnum sé einfaldlega box til að tikka í. Það er beinlínis nauðsynlegt að samkeppni sé um stjórnarstöður meðal kvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sandra Hlíf Ocares Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Árið 2010 var samþykkt breyting á hlutafélagalöggjöfinni sem fól það í sér að hlutafélögum af ákveðinni stærð væri skylt að hafa að minnsta kosti 40% hlutfall hvors kyns í stjórninni. Auðvitað var tilgangur laganna sá að rétta hlut kvenna sem um árabil hafa borið skertan hlut frá borði hvað varðar ábyrgðarstöður, hvort sem er í viðskiptum eða stjórnmálum. Um það er ekki deilt, né það að æskilegt sé að leiðrétta þetta sögulega óréttlæti. Hættan við löggjöf af þessu tagi er þó sú að áhrifafólk líti á skilyrði um kynjakvóta sem einhvers konar box til að haka í. Í tilfelli kynjakvóta í stjórnum hefur birtingarmyndin gjarnan orðið sú að leita þarf logandi ljósi að konum til að bjóða sig fram til stjórnarkjörs. Í slíku umhverfi vill bregða við að ávallt sé litið til sömu kvennanna. Þeirra sem eru á réttum aldri, hafa réttu samböndin og réttu „reynsluna“. Gallinn er bara sá að ef einungis er litið til þessara mælikvarða er búin til óyfirstíganleg hindrun gagnvart eðlilegri endurnýjun. Hvernig á annars að öðlast þessa margumtöluðu reynslu þegar tækifærin eru af svo skornum skammti? Nú hafa í mörgum félögum verið settar á laggirnar tilnefningarnefndir sem að einhverju leyti auka þessi tækifæri kvenna til að bjóða sig fram til stjórnarsetu. Tilgangur nefndanna er að auka faglegt mat á hæfni þeirra sem bjóða sig fram til stjórnarsetu sem og að leggja til bestu samsetningu stjórnar út frá fyrir fram skilgreindum mælikvörðum. Þessar nefndir verða vonandi til þess að opna dyr fyrir fleiri aðila að koma að borðinu í stjórnarkjörum. Til þess að slíkar nefndir njóti trúverðugleika og þjóni tilgangi sínum þurfa þær að skila frá sér vinnu sem er raunverulega rökstudd með tilliti til bestu samsetningar stjórnar með hagsmuni allra hluthafa að leiðarljósi. Reynslan mun vonandi sýna okkur að þessar nefndir þjóni raunverulega tilgangi sínum en verði ekki enn eitt boxið til að tikka í. Annað atriði má svo nefna, sem stendur okkur konum nær að leiðrétta, og það er sú staðreynd að við konur mættum vera duglegri við að bjóða fram krafta okkar til stjórnarsetu. Hafa dug og þor til að vera dæmdar af verðleikum okkar og hæfni. Þannig breytum við kerfinu, og þeirri kerfislægu hugsun að þátttaka kvenna í stjórnum sé einfaldlega box til að tikka í. Það er beinlínis nauðsynlegt að samkeppni sé um stjórnarstöður meðal kvenna.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar