Sextán ára fangelsi fyrir morðið á Hagamel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2019 14:12 Khaled Cairo þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi. FBL/Ernir Landsréttur hefur staðfest sextán ára fangelsisdóm yfir Khaled Cairo, 39 ára gömlum Jemena. Khaled var dæmdur til 16 ára fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl í fyrra fyrir að hafa banað Sanitu Brauna á heimili hennar á Hagamel í vesturbæ Reykjavíkur þann 21. september 2017. Sanita var 44 ára gömul og frá Lettlandi. Hún lét eftir sig þrjú börn og foreldra. Khaled var gefið að sök að hafa slegið Sanitu með glerflöskum í höfuð og andlit, slegið hana í höfuðið með tíu kílóa þungu slökkvitæki og þrengt kröftuglega að hálsi hennar. Khaled var í héraði dæmdur til að greiða hverju og einu þriggja barna Sanitu þrjár milljónir króna í bætur og foreldrum hennar 1,6 milljónir króna hvoru um sig. Lögmaður aðstandenda Sanitu fór fram á að bætur foreldranna yrðu hækkaðar til jafns við börnin. Fór svo að bæturnar voru staðfestar í Landsrétti. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Khaled, krafðist sýknu fyrir dómi eða ellegar að dómurinn yrði mildaður. Það hefði ekki verið ætlan Khaled að myrða Sanitu heldur hefði hann tryllst á staðnum að því er fram kom í fréttum RÚV við meðferð málsins í Landsrétti.Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari og saksóknari í málinu, sagði það fráleitt að halda því fram að ofsafengin og kvalafull árás Khaled hefði ekki verið tilraun til manndráps. Hann krafðist staðfestingu dómsins sem varð raunin. Fram kom í máli Vilhjálms, verjanda Khaleds, við dómsuppsöguna í dag að Khaled uni dómnum. Ekki verði óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstarétts. Dómsmál Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir „Taldi hana hafa átt það skilið því hún lagðist með svörtum manni“ Lögreglumaður fór yfir viðbrögð Khaled Cairo kvöldið sem Sanita Brauna dó. 21. mars 2018 12:39 „Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins“ Maður sem segist hafa verið í sambandi með Sanitu bar vitni við réttarhöldin í dag. 21. mars 2018 14:00 Töldu tryllingslegan hlátur Khaleds vera varnarviðbragð en ekki benda til geðrofs Matsmenn telja Khaled Cairo sakhæfan. 21. mars 2018 14:43 Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38 Dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp á Hagamel Khaled Cairo var fundinn sekur um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á heimili hennar á Hagamel í september síðastliðnum. 18. apríl 2018 13:00 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest sextán ára fangelsisdóm yfir Khaled Cairo, 39 ára gömlum Jemena. Khaled var dæmdur til 16 ára fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl í fyrra fyrir að hafa banað Sanitu Brauna á heimili hennar á Hagamel í vesturbæ Reykjavíkur þann 21. september 2017. Sanita var 44 ára gömul og frá Lettlandi. Hún lét eftir sig þrjú börn og foreldra. Khaled var gefið að sök að hafa slegið Sanitu með glerflöskum í höfuð og andlit, slegið hana í höfuðið með tíu kílóa þungu slökkvitæki og þrengt kröftuglega að hálsi hennar. Khaled var í héraði dæmdur til að greiða hverju og einu þriggja barna Sanitu þrjár milljónir króna í bætur og foreldrum hennar 1,6 milljónir króna hvoru um sig. Lögmaður aðstandenda Sanitu fór fram á að bætur foreldranna yrðu hækkaðar til jafns við börnin. Fór svo að bæturnar voru staðfestar í Landsrétti. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Khaled, krafðist sýknu fyrir dómi eða ellegar að dómurinn yrði mildaður. Það hefði ekki verið ætlan Khaled að myrða Sanitu heldur hefði hann tryllst á staðnum að því er fram kom í fréttum RÚV við meðferð málsins í Landsrétti.Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari og saksóknari í málinu, sagði það fráleitt að halda því fram að ofsafengin og kvalafull árás Khaled hefði ekki verið tilraun til manndráps. Hann krafðist staðfestingu dómsins sem varð raunin. Fram kom í máli Vilhjálms, verjanda Khaleds, við dómsuppsöguna í dag að Khaled uni dómnum. Ekki verði óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstarétts.
Dómsmál Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir „Taldi hana hafa átt það skilið því hún lagðist með svörtum manni“ Lögreglumaður fór yfir viðbrögð Khaled Cairo kvöldið sem Sanita Brauna dó. 21. mars 2018 12:39 „Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins“ Maður sem segist hafa verið í sambandi með Sanitu bar vitni við réttarhöldin í dag. 21. mars 2018 14:00 Töldu tryllingslegan hlátur Khaleds vera varnarviðbragð en ekki benda til geðrofs Matsmenn telja Khaled Cairo sakhæfan. 21. mars 2018 14:43 Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38 Dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp á Hagamel Khaled Cairo var fundinn sekur um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á heimili hennar á Hagamel í september síðastliðnum. 18. apríl 2018 13:00 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira
„Taldi hana hafa átt það skilið því hún lagðist með svörtum manni“ Lögreglumaður fór yfir viðbrögð Khaled Cairo kvöldið sem Sanita Brauna dó. 21. mars 2018 12:39
„Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins“ Maður sem segist hafa verið í sambandi með Sanitu bar vitni við réttarhöldin í dag. 21. mars 2018 14:00
Töldu tryllingslegan hlátur Khaleds vera varnarviðbragð en ekki benda til geðrofs Matsmenn telja Khaled Cairo sakhæfan. 21. mars 2018 14:43
Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38
Dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp á Hagamel Khaled Cairo var fundinn sekur um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á heimili hennar á Hagamel í september síðastliðnum. 18. apríl 2018 13:00