Dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp á Hagamel Birgir Olgeirsson skrifar 18. apríl 2018 13:00 Khaled hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn í september. Hér er hann þegar hann mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Vísir/Vilhelm Khaled Cairo, 39 ára gamall Jemeni, hefur verið dæmdur til 16 ára fangelsisvistar fyrir að hafa banað Sanitu Brauna á heimili hennar á Hagamel í vesturbæ Reykjavíkur þann 21. september síðastliðinn. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. Khaled Cairo var viðstaddur dómsuppkvaðninguna. Hann brosti sínu blíðasta þegar dómurinn var kveðinn upp en síðan er eins og runnið upp fyrir honum ljós og og líkt og þyrmt hafi yfir hann. Sagðist hann á leið sinni út úr salnum hafa sagt sannleikann og fengið 16 ára dóm í staðinn. Sanita var 44 ára gömul og frá Lettlandi. Hún lét eftir sig þrjú börn og foreldra. Khaled var gefið að sök að hafa slegið Sanitu með glerflöskum í höfuð og andlit, slegið hana í höfuðið með tíu kílóa þungu slökkvitæki og þrengt kröftuglega að hálsi hennar.Dómararnir í málinu.Vísir/RakelHeyrðist hrópa á hjálpMeðleigjandi Sanitu hringdi í Neyðarlínuna þegar árásin átti sér stað. Þar heyrðist meðleigjandinn segja frá því að verið væri að drepa Sanitu og heyrðist hún ítrekað hrópa á hjálp. Þegar lögregla kom á vettvang stóð Khaled alblóðugur á nærbuxunum einum klæða yfir Sanitu en lögreglan notaði piparúða til að yfirbuga hann. Ítrekað var komið inn á við réttarhöldin hve einkennilega Khaled hegðaði sér i samskiptum við lögreglu. Virtist hann gera hálfgert grín að öllu saman að sögn lögreglumanns sem sagði frá samskiptum sínum við réttarfarskoðun á Khaled. „Hann hafði uppi stór orð um samskipti sín við brotaþola (Sanitu). Að hún hefði verið að leika sér að tilfinningum hans og hefði „fucked a nigger” og þar af leiðandi hafði hann þurft að gera það sem hann gerði,” sagði lögreglumaðurinn.Khaled Cairo var afar ósáttur þegar hann gekk úr dómsalnum. Hann sagðist hafa sagt sannleikann og fengið sextán ára fangelsi í staðinn.Vísir/VilhlemTryllingslegur hlátur merki um varnarviðbragð Dómkvaddur matsmaður og dómkvaddir yfirmatsmenn töldu allir Khaled Cairo sakhæfan. Voru matsmennirnir, sem eru þrír geðlæknar, beðnir um að leggja mat sitt á viðbrögð Khaled við verknaðinum og til að mynda það að hann hefði hlegið tryllingslega þegar árásin á Sanitu Brauna var nefnd við yfirheyrslu. Einn af geðlæknunum taldi það tengjast frekar varnarviðbrögðum Khaled þegar málið varð honum mjög óþægilegt, en ekki benda til geðrofs. Var hann ekki talinn siðblindur eða andfélagslegur, væri yfir höfuð með eðlilegt geð en haldin einhverskonar persónuleikaröskun sem gerði hann hins vegar ekki ósakhæfan. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sagði við munnlegan málflutning málsins að Khaled Cairo ætti sér engar málsbætur. Hann hefði ekki sýnt neina iðrun heldur þvert á mót kennt Sanitu um hvernig fór. Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir „Taldi hana hafa átt það skilið því hún lagðist með svörtum manni“ Lögreglumaður fór yfir viðbrögð Khaled Cairo kvöldið sem Sanita Brauna dó. 21. mars 2018 12:39 „Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins“ Maður sem segist hafa verið í sambandi með Sanitu bar vitni við réttarhöldin í dag. 21. mars 2018 14:00 Sláandi Neyðarlínusímtal spilað við réttarhöldin: „Þú verður bara að vaða í þetta og ekkert kjaftæði“ Lögreglumaður hvatti meðleigjanda Sanitu til að grípa inn í atburðarásina. 21. mars 2018 15:34 Töldu tryllingslegan hlátur Khaleds vera varnarviðbragð en ekki benda til geðrofs Matsmenn telja Khaled Cairo sakhæfan. 21. mars 2018 14:43 Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38 Fór fram á sextán ára fangelsisvist yfir Khaled Saksóknari taldi viðhorf Khaleds Cairo til glæpsins eiga að verða honum til refsiþyngingar. 21. mars 2018 16:17 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Khaled Cairo, 39 ára gamall Jemeni, hefur verið dæmdur til 16 ára fangelsisvistar fyrir að hafa banað Sanitu Brauna á heimili hennar á Hagamel í vesturbæ Reykjavíkur þann 21. september síðastliðinn. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. Khaled Cairo var viðstaddur dómsuppkvaðninguna. Hann brosti sínu blíðasta þegar dómurinn var kveðinn upp en síðan er eins og runnið upp fyrir honum ljós og og líkt og þyrmt hafi yfir hann. Sagðist hann á leið sinni út úr salnum hafa sagt sannleikann og fengið 16 ára dóm í staðinn. Sanita var 44 ára gömul og frá Lettlandi. Hún lét eftir sig þrjú börn og foreldra. Khaled var gefið að sök að hafa slegið Sanitu með glerflöskum í höfuð og andlit, slegið hana í höfuðið með tíu kílóa þungu slökkvitæki og þrengt kröftuglega að hálsi hennar.Dómararnir í málinu.Vísir/RakelHeyrðist hrópa á hjálpMeðleigjandi Sanitu hringdi í Neyðarlínuna þegar árásin átti sér stað. Þar heyrðist meðleigjandinn segja frá því að verið væri að drepa Sanitu og heyrðist hún ítrekað hrópa á hjálp. Þegar lögregla kom á vettvang stóð Khaled alblóðugur á nærbuxunum einum klæða yfir Sanitu en lögreglan notaði piparúða til að yfirbuga hann. Ítrekað var komið inn á við réttarhöldin hve einkennilega Khaled hegðaði sér i samskiptum við lögreglu. Virtist hann gera hálfgert grín að öllu saman að sögn lögreglumanns sem sagði frá samskiptum sínum við réttarfarskoðun á Khaled. „Hann hafði uppi stór orð um samskipti sín við brotaþola (Sanitu). Að hún hefði verið að leika sér að tilfinningum hans og hefði „fucked a nigger” og þar af leiðandi hafði hann þurft að gera það sem hann gerði,” sagði lögreglumaðurinn.Khaled Cairo var afar ósáttur þegar hann gekk úr dómsalnum. Hann sagðist hafa sagt sannleikann og fengið sextán ára fangelsi í staðinn.Vísir/VilhlemTryllingslegur hlátur merki um varnarviðbragð Dómkvaddur matsmaður og dómkvaddir yfirmatsmenn töldu allir Khaled Cairo sakhæfan. Voru matsmennirnir, sem eru þrír geðlæknar, beðnir um að leggja mat sitt á viðbrögð Khaled við verknaðinum og til að mynda það að hann hefði hlegið tryllingslega þegar árásin á Sanitu Brauna var nefnd við yfirheyrslu. Einn af geðlæknunum taldi það tengjast frekar varnarviðbrögðum Khaled þegar málið varð honum mjög óþægilegt, en ekki benda til geðrofs. Var hann ekki talinn siðblindur eða andfélagslegur, væri yfir höfuð með eðlilegt geð en haldin einhverskonar persónuleikaröskun sem gerði hann hins vegar ekki ósakhæfan. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sagði við munnlegan málflutning málsins að Khaled Cairo ætti sér engar málsbætur. Hann hefði ekki sýnt neina iðrun heldur þvert á mót kennt Sanitu um hvernig fór.
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir „Taldi hana hafa átt það skilið því hún lagðist með svörtum manni“ Lögreglumaður fór yfir viðbrögð Khaled Cairo kvöldið sem Sanita Brauna dó. 21. mars 2018 12:39 „Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins“ Maður sem segist hafa verið í sambandi með Sanitu bar vitni við réttarhöldin í dag. 21. mars 2018 14:00 Sláandi Neyðarlínusímtal spilað við réttarhöldin: „Þú verður bara að vaða í þetta og ekkert kjaftæði“ Lögreglumaður hvatti meðleigjanda Sanitu til að grípa inn í atburðarásina. 21. mars 2018 15:34 Töldu tryllingslegan hlátur Khaleds vera varnarviðbragð en ekki benda til geðrofs Matsmenn telja Khaled Cairo sakhæfan. 21. mars 2018 14:43 Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38 Fór fram á sextán ára fangelsisvist yfir Khaled Saksóknari taldi viðhorf Khaleds Cairo til glæpsins eiga að verða honum til refsiþyngingar. 21. mars 2018 16:17 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
„Taldi hana hafa átt það skilið því hún lagðist með svörtum manni“ Lögreglumaður fór yfir viðbrögð Khaled Cairo kvöldið sem Sanita Brauna dó. 21. mars 2018 12:39
„Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins“ Maður sem segist hafa verið í sambandi með Sanitu bar vitni við réttarhöldin í dag. 21. mars 2018 14:00
Sláandi Neyðarlínusímtal spilað við réttarhöldin: „Þú verður bara að vaða í þetta og ekkert kjaftæði“ Lögreglumaður hvatti meðleigjanda Sanitu til að grípa inn í atburðarásina. 21. mars 2018 15:34
Töldu tryllingslegan hlátur Khaleds vera varnarviðbragð en ekki benda til geðrofs Matsmenn telja Khaled Cairo sakhæfan. 21. mars 2018 14:43
Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38
Fór fram á sextán ára fangelsisvist yfir Khaled Saksóknari taldi viðhorf Khaleds Cairo til glæpsins eiga að verða honum til refsiþyngingar. 21. mars 2018 16:17