Bush færði öryggissveit sinni flatbökur vegna lokunar alríkisstofnana Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. janúar 2019 16:04 Forsetinn fyrrverandi færir hér fjársveltum öryggisvörðum flatbökur. George Bush/Instagram George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, setti í dag inn færslu á Instagram-reikning sinn þar sem hann sést færa meðlimum öryggissveitar sinnar flatbökur. Öryggisverðir Bush eru meðal þeirra ríkisstarfsmanna sem vinna nú launalaust vegna lokunar margra alríkisstofnanna Bandaríkjanna. Í færslunni sagðist Bush þakklátur fyrir „það leyniþjónustufólk og þúsundir opinberra starfsmanna sem nú vinna hörðum höndum í þágu landsins án launa.“ Þá þakkaði hann þeim almennu borgurum sem stæðu þétt við bakið á starfsmönnunum sem um ræðir. „Það er kominn tími til þess að leiðtogar okkar beggja megin borðsins leggi stjórnmálin til hliðar, vinni saman og bindi enda á þessa lokun,“ segir Bush í lok færslunnar. Lokunin sem um ræðir nær til ýmissa alríkisstofnanna Bandaríkjanna og veldur því að starfsmenn þeirra þurfa ýmist að vinna launalaust eða taka sér ótímabundið launalaust leyfi, þar sem ekki er búið að úthluta fjármagni til að halda stofnununum gangandi. Ástandið sem nú er uppi er til komið vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjárveitingu til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Donald Trump, núverandi forseti Bandaríkjanna, er ötull talsmaður þess að múrinn rísi sem fyrst. Um 800 þúsund alríkisstarfsmenn vinna nú launalaust eða eru frá vinnu. Þar af eru sex þúsund starfsmenn leyniþjónustunnar. Áætlað er að um 85% þeirra starfi nú launalaust sökum lokunarinnar, sem er orðin rúmlega fjögurra vikna löng og því orðin sú lengsta í sögu Bandaríkjanna. @LauraWBush and I are grateful to our Secret Service personnel and the thousands of Federal employees who are working hard for our country without a paycheck. And we thank our fellow citizens who are supporting them. It’s time for leaders on both sides to put politics aside, come together, and end this shutdown. A post shared by George W. Bush (@georgewbush) on Jan 18, 2019 at 12:58pm PST Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump neitar að gefa eftir varðandi vegginn Útlit er fyrir að alríkisstofnunum verði lokað eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitaði að skrifa undir fjárlagafrumvarp sem öldungadeild Bandaríkjaþings hafði samþykkt. 20. desember 2018 18:48 Hótar því að stöðva fjárveitingar vegna skógarelda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að stöðva fjárveitingar til Kaliforníu vegna skógar- og kjarrelda. 9. janúar 2019 16:15 Hvíta húsið kannar að lýsa yfir neyðarástandi Slíkt myndi veita Donald Trump, forseta, vald til að byggja múr á landamærunum, án aðkomu þingsins. Meðal þess sem verið er að skoða er hvort slíkt væri lögum samkvæmt. 7. janúar 2019 21:45 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, setti í dag inn færslu á Instagram-reikning sinn þar sem hann sést færa meðlimum öryggissveitar sinnar flatbökur. Öryggisverðir Bush eru meðal þeirra ríkisstarfsmanna sem vinna nú launalaust vegna lokunar margra alríkisstofnanna Bandaríkjanna. Í færslunni sagðist Bush þakklátur fyrir „það leyniþjónustufólk og þúsundir opinberra starfsmanna sem nú vinna hörðum höndum í þágu landsins án launa.“ Þá þakkaði hann þeim almennu borgurum sem stæðu þétt við bakið á starfsmönnunum sem um ræðir. „Það er kominn tími til þess að leiðtogar okkar beggja megin borðsins leggi stjórnmálin til hliðar, vinni saman og bindi enda á þessa lokun,“ segir Bush í lok færslunnar. Lokunin sem um ræðir nær til ýmissa alríkisstofnanna Bandaríkjanna og veldur því að starfsmenn þeirra þurfa ýmist að vinna launalaust eða taka sér ótímabundið launalaust leyfi, þar sem ekki er búið að úthluta fjármagni til að halda stofnununum gangandi. Ástandið sem nú er uppi er til komið vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjárveitingu til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Donald Trump, núverandi forseti Bandaríkjanna, er ötull talsmaður þess að múrinn rísi sem fyrst. Um 800 þúsund alríkisstarfsmenn vinna nú launalaust eða eru frá vinnu. Þar af eru sex þúsund starfsmenn leyniþjónustunnar. Áætlað er að um 85% þeirra starfi nú launalaust sökum lokunarinnar, sem er orðin rúmlega fjögurra vikna löng og því orðin sú lengsta í sögu Bandaríkjanna. @LauraWBush and I are grateful to our Secret Service personnel and the thousands of Federal employees who are working hard for our country without a paycheck. And we thank our fellow citizens who are supporting them. It’s time for leaders on both sides to put politics aside, come together, and end this shutdown. A post shared by George W. Bush (@georgewbush) on Jan 18, 2019 at 12:58pm PST
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump neitar að gefa eftir varðandi vegginn Útlit er fyrir að alríkisstofnunum verði lokað eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitaði að skrifa undir fjárlagafrumvarp sem öldungadeild Bandaríkjaþings hafði samþykkt. 20. desember 2018 18:48 Hótar því að stöðva fjárveitingar vegna skógarelda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að stöðva fjárveitingar til Kaliforníu vegna skógar- og kjarrelda. 9. janúar 2019 16:15 Hvíta húsið kannar að lýsa yfir neyðarástandi Slíkt myndi veita Donald Trump, forseta, vald til að byggja múr á landamærunum, án aðkomu þingsins. Meðal þess sem verið er að skoða er hvort slíkt væri lögum samkvæmt. 7. janúar 2019 21:45 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Trump neitar að gefa eftir varðandi vegginn Útlit er fyrir að alríkisstofnunum verði lokað eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitaði að skrifa undir fjárlagafrumvarp sem öldungadeild Bandaríkjaþings hafði samþykkt. 20. desember 2018 18:48
Hótar því að stöðva fjárveitingar vegna skógarelda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að stöðva fjárveitingar til Kaliforníu vegna skógar- og kjarrelda. 9. janúar 2019 16:15
Hvíta húsið kannar að lýsa yfir neyðarástandi Slíkt myndi veita Donald Trump, forseta, vald til að byggja múr á landamærunum, án aðkomu þingsins. Meðal þess sem verið er að skoða er hvort slíkt væri lögum samkvæmt. 7. janúar 2019 21:45