Fyrrverandi forsetaframbjóðandi vefengir siðferðisþrek Trump Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2019 07:53 Romney tekur sæti í öldungadeildinni fyrir Utah á morgun. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseta skorti siðferðisþrek til þess að veita bandarísku þjóðinni forystu. Þetta skrifar Mitt Romney, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins og verðandi öldungadeildarþingmaður, sem heitir því að andæfa forsetanum fari hann út af sporinu. Romney tekur sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Utah á morgun. Í skoðanagrein sem birtist í Washington Post á nýársdag segir Romney að forsetatíð Trump hafi tekið djúpa dýfu í síðasta mánuði. Trump hafi yfirgefið bandamenn sem berjast með Bandaríkjunum og skipt út Jim Mattis, varnarmálaráðherra, og John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, út fyrir síðri kosti. Í kosningabaráttunni árið 2016 lýsti Romney yfir andstöðu sinni við framboð Trump. Hann segist hafa vonast til þess að Trump léti af uppnefnum og birturð eftir að hann varð forseti. Sú hafi hins vegar ekki orðið raunin. Framferði hans síðustu tvö árin sýni að hann hafi ekki vaxið í embætti. Lofar Romney þó mörg stefnumála Trump eins og afnám reglna, skattalækkanir á fyrirtæki, skipun íhaldssamra dómara og fleira. Stefnumál og skipanir í embætti séu hins vegar aðeins hluti verksviðs forsetans. Forsetinn móti að miklu leyti siðferðisþrek þjóðar sinnar. Hann ætti að sameina landsmenn og hvetja þá til að fylgja sínum betri hvötum, sýna eiginleika heiðarleika og heilinda og lyfta þjóðfélagsumræðunni upp á stall kurteisi og gagnkvæmrar virðingar. „Þegar þjóðin er svo klofin, bitur og reið er forysta forsetans í skapgerð ómissandi. Það er á þessu sviði sem ljóður sitjandi forseta blasir hvað mest við,“ skrifar Romney sem tapaði gegn Barack Obama í forsetakosningunum árið 2012.Í ljósi framferðis Trump fram að þessu ætti Mitt Romney að hafa nóg að gera við að gagnrýna forsetann miðað við þær forsendur sem hann nefnir í grein sinni.AP/Evan VucciÆtlar að mótmæla þegar við á Fullyrðir Romney að orð og gjörðir Trump forseta hafi valdið skelfingu um allan heim. Þetta gerist á óheppilegum tíma þar sem pólitískt umrót eigi sér stað í nokkrum evrópskum bandalagsríkjum og nokkur fyrrverandi Sovétlýðveldi endurskoði skuldbindingu sína við lýðræðið. Sumar Asíuþjóðir halli sér nú frekar að Kína en Bandaríkjunum. Forystan sem Kína og Rússlandi bjóði upp á sé alræðisleg, spillt og hrottafengin. Bandaríkin séu sterkust í bandalagi við aðrar þjóðir. Þau vilji sameinaða og sterka Evrópu og stöðugt samband við Asíuríki sem styrki efnahag og öryggi beggja. „Heimurinn þarfnast forystu Bandaríkjanna og það eru hagsmunir Bandaríkjanna að veita hana. Heimur sem alræðisríki leiða er heimur, og Bandaríki, með minni velmegun, minna frelsi og minni friði,“ segir Romney. Nýtt þing kemur saman á morgun. Í greininni segist Romney ekki endilega ætla að bregðast við hverju tísti eða bresti forsetans heldur styðja stefnumál sem hann telji gagnast þjóð og ríki og leggjast gegn þeim sem geri það ekki. „Ég mun gagnrýna þýðingamiklum yfirlýsingum eða aðgerðum sem ala á sundrungu, sem sýna kynþáttahyggju, karlrembu, andúð á innflytjendum, eru óheiðarlegar eða skaðlegar lýðræðislegum stofnunum,“ skrifar Romney. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Romney sækist eftir sæti á Bandaríkjaþingi Repúblikaninn Mitt Romney hefur tilkynnt að hann sækist eftir sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Utah-ríki. 16. febrúar 2018 13:42 Trump og Romney snæddu saman Líklegt þykir að Trump vilji skipa Romney í embætti utanríkisráðherra. 30. nóvember 2016 09:02 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseta skorti siðferðisþrek til þess að veita bandarísku þjóðinni forystu. Þetta skrifar Mitt Romney, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins og verðandi öldungadeildarþingmaður, sem heitir því að andæfa forsetanum fari hann út af sporinu. Romney tekur sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Utah á morgun. Í skoðanagrein sem birtist í Washington Post á nýársdag segir Romney að forsetatíð Trump hafi tekið djúpa dýfu í síðasta mánuði. Trump hafi yfirgefið bandamenn sem berjast með Bandaríkjunum og skipt út Jim Mattis, varnarmálaráðherra, og John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, út fyrir síðri kosti. Í kosningabaráttunni árið 2016 lýsti Romney yfir andstöðu sinni við framboð Trump. Hann segist hafa vonast til þess að Trump léti af uppnefnum og birturð eftir að hann varð forseti. Sú hafi hins vegar ekki orðið raunin. Framferði hans síðustu tvö árin sýni að hann hafi ekki vaxið í embætti. Lofar Romney þó mörg stefnumála Trump eins og afnám reglna, skattalækkanir á fyrirtæki, skipun íhaldssamra dómara og fleira. Stefnumál og skipanir í embætti séu hins vegar aðeins hluti verksviðs forsetans. Forsetinn móti að miklu leyti siðferðisþrek þjóðar sinnar. Hann ætti að sameina landsmenn og hvetja þá til að fylgja sínum betri hvötum, sýna eiginleika heiðarleika og heilinda og lyfta þjóðfélagsumræðunni upp á stall kurteisi og gagnkvæmrar virðingar. „Þegar þjóðin er svo klofin, bitur og reið er forysta forsetans í skapgerð ómissandi. Það er á þessu sviði sem ljóður sitjandi forseta blasir hvað mest við,“ skrifar Romney sem tapaði gegn Barack Obama í forsetakosningunum árið 2012.Í ljósi framferðis Trump fram að þessu ætti Mitt Romney að hafa nóg að gera við að gagnrýna forsetann miðað við þær forsendur sem hann nefnir í grein sinni.AP/Evan VucciÆtlar að mótmæla þegar við á Fullyrðir Romney að orð og gjörðir Trump forseta hafi valdið skelfingu um allan heim. Þetta gerist á óheppilegum tíma þar sem pólitískt umrót eigi sér stað í nokkrum evrópskum bandalagsríkjum og nokkur fyrrverandi Sovétlýðveldi endurskoði skuldbindingu sína við lýðræðið. Sumar Asíuþjóðir halli sér nú frekar að Kína en Bandaríkjunum. Forystan sem Kína og Rússlandi bjóði upp á sé alræðisleg, spillt og hrottafengin. Bandaríkin séu sterkust í bandalagi við aðrar þjóðir. Þau vilji sameinaða og sterka Evrópu og stöðugt samband við Asíuríki sem styrki efnahag og öryggi beggja. „Heimurinn þarfnast forystu Bandaríkjanna og það eru hagsmunir Bandaríkjanna að veita hana. Heimur sem alræðisríki leiða er heimur, og Bandaríki, með minni velmegun, minna frelsi og minni friði,“ segir Romney. Nýtt þing kemur saman á morgun. Í greininni segist Romney ekki endilega ætla að bregðast við hverju tísti eða bresti forsetans heldur styðja stefnumál sem hann telji gagnast þjóð og ríki og leggjast gegn þeim sem geri það ekki. „Ég mun gagnrýna þýðingamiklum yfirlýsingum eða aðgerðum sem ala á sundrungu, sem sýna kynþáttahyggju, karlrembu, andúð á innflytjendum, eru óheiðarlegar eða skaðlegar lýðræðislegum stofnunum,“ skrifar Romney.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Romney sækist eftir sæti á Bandaríkjaþingi Repúblikaninn Mitt Romney hefur tilkynnt að hann sækist eftir sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Utah-ríki. 16. febrúar 2018 13:42 Trump og Romney snæddu saman Líklegt þykir að Trump vilji skipa Romney í embætti utanríkisráðherra. 30. nóvember 2016 09:02 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira
Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38
Romney sækist eftir sæti á Bandaríkjaþingi Repúblikaninn Mitt Romney hefur tilkynnt að hann sækist eftir sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Utah-ríki. 16. febrúar 2018 13:42
Trump og Romney snæddu saman Líklegt þykir að Trump vilji skipa Romney í embætti utanríkisráðherra. 30. nóvember 2016 09:02