Liverpool getur sett átta fingur á titilinn í Manchester í kvöld Hjörvar Ólafsson skrifar 3. janúar 2019 07:45 Klopp og Guardiola ræðast við Vísir/Getty Stuðningsmenn Liverpool hafa beðið í tæp 29 ár eftir þeirri tilfinningu að fá að sjá leikmenn liðsins lyfta enska meistaratitlinum í knattspyrnu karla. Nú er liðið með sex stiga forystu á toppnum þegar 20 umferðir hafa verið leiknar. Liðið heimsækir ríkjandi meistara Manchester City á Etihad-leikvanginn í kvöld og getur komið sér í ansi þægilega stöðu í baráttu sinni um að verða enskur meistari í 19. skipti í sögu félagsins í vor. Síðan Liverpool varð meistari árið 1999 hefur það lið sem situr á toppi deildarinnar yfir jólahátíðina oftast nær staðið uppi sem sigurvegari vorið eftir. Þeir sem hafa stutt Liverpool í blíðu og stríðu minna sig hins vegar á það að liðið var í þeim sporum bæði tímabilin 2008-09 og 2013-14, en liðinu tókst ekki að enda biðina löngu þá. Þeir vilja því margir hverjir ekki fara á flug í að láta sig dreyma um að geta aftur kallað sig ríkjandi meistara, en láta sér nægja að gaspra um það í lokuðum hópum að nú hljóti að vera komið að stóru stundinni. Manchester City hóf leiktíðina af sama krafti og liðið endaði deildina síðasta vor. Eftir að hafa gert markalaust jafntefli við Liverpool í fyrri umferð deildarinnar á Anfield fylgdu sjö sigurleikir í deildinni í röð. Þá tapaði liðið þremur af næstu fjórum deildarleikjum sínum og liðið er fyrir þennan leik í þriðja sæti deildarinnar með 47 stig, stigi á eftir Tottenham Hotspur sem er í öðru sæti með 48 stig og sjö stigum á eftir andstæðingi sínum í kvöld. Margir telja að taphrinu Manchester City megi skýra með brotthvarfi Benjamins Mendy og svo því að Fernandinho, Sergio Agüero og Kevin De Bruyne hafi verið meiddir en þeir eru að skríða saman eftir meiðsli á þessum tímapunkti. Fernandinho var á sínum stað sem akkerið inni á miðsvæðinu hjá Manchester City þegar liðið komst aftur á sigurbraut með 3-1 sigri á Southampton í síðustu umferð og Agüero skoraði eitt marka liðsins í þeim leik. Óvíst er aftur á móti hvort Pep Guardiola geti teflt fram Kevin De Bruyne í kvöld. Belgíski sóknartengiliðurinn æfði með liðinu í gær og tekin verður ákvörðun í dag um hvort hann sé leikfær eður ei. Liverpool hefur hins vegar haft betur í síðustu átta leikjum sínum í öllum keppnum eða frá því að liðið laut í lægra haldi fyrir PSG í næstsíðustu umferð riðlakeppninnar í Meistaradeild Evrópu í lok nóvember. Liðið kom sér með þessum sigrum áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar og í þægilegt forskot á toppi deildarinnar. Liverpool fór illa með Arsenal í síðustu umferð þar sem lokatölur urðu 5-1, en Roberto Firmino sem hafði haft hægt um sig í markaskorun fram að því skoraði þrennu í þeim leik. Jafntefli í leiknum í kvöld viðheldur þeirri stöðu sem liðið er í, en sigur myndi mögulega koma stuðningsmönnum Liverpool úr lokuðum hópum og fram í dagsljósið og á samfélagsmiðla þar sem básúnað verður að nú verði stuðningsmenn annarra liða að trúa því að liðið bæti 19. meistaratitlinum í safn sitt og minnki forskot Manchester United sem sigursælasta liðs í sögu ensku efstu deildarinnar í einn titil. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira
Stuðningsmenn Liverpool hafa beðið í tæp 29 ár eftir þeirri tilfinningu að fá að sjá leikmenn liðsins lyfta enska meistaratitlinum í knattspyrnu karla. Nú er liðið með sex stiga forystu á toppnum þegar 20 umferðir hafa verið leiknar. Liðið heimsækir ríkjandi meistara Manchester City á Etihad-leikvanginn í kvöld og getur komið sér í ansi þægilega stöðu í baráttu sinni um að verða enskur meistari í 19. skipti í sögu félagsins í vor. Síðan Liverpool varð meistari árið 1999 hefur það lið sem situr á toppi deildarinnar yfir jólahátíðina oftast nær staðið uppi sem sigurvegari vorið eftir. Þeir sem hafa stutt Liverpool í blíðu og stríðu minna sig hins vegar á það að liðið var í þeim sporum bæði tímabilin 2008-09 og 2013-14, en liðinu tókst ekki að enda biðina löngu þá. Þeir vilja því margir hverjir ekki fara á flug í að láta sig dreyma um að geta aftur kallað sig ríkjandi meistara, en láta sér nægja að gaspra um það í lokuðum hópum að nú hljóti að vera komið að stóru stundinni. Manchester City hóf leiktíðina af sama krafti og liðið endaði deildina síðasta vor. Eftir að hafa gert markalaust jafntefli við Liverpool í fyrri umferð deildarinnar á Anfield fylgdu sjö sigurleikir í deildinni í röð. Þá tapaði liðið þremur af næstu fjórum deildarleikjum sínum og liðið er fyrir þennan leik í þriðja sæti deildarinnar með 47 stig, stigi á eftir Tottenham Hotspur sem er í öðru sæti með 48 stig og sjö stigum á eftir andstæðingi sínum í kvöld. Margir telja að taphrinu Manchester City megi skýra með brotthvarfi Benjamins Mendy og svo því að Fernandinho, Sergio Agüero og Kevin De Bruyne hafi verið meiddir en þeir eru að skríða saman eftir meiðsli á þessum tímapunkti. Fernandinho var á sínum stað sem akkerið inni á miðsvæðinu hjá Manchester City þegar liðið komst aftur á sigurbraut með 3-1 sigri á Southampton í síðustu umferð og Agüero skoraði eitt marka liðsins í þeim leik. Óvíst er aftur á móti hvort Pep Guardiola geti teflt fram Kevin De Bruyne í kvöld. Belgíski sóknartengiliðurinn æfði með liðinu í gær og tekin verður ákvörðun í dag um hvort hann sé leikfær eður ei. Liverpool hefur hins vegar haft betur í síðustu átta leikjum sínum í öllum keppnum eða frá því að liðið laut í lægra haldi fyrir PSG í næstsíðustu umferð riðlakeppninnar í Meistaradeild Evrópu í lok nóvember. Liðið kom sér með þessum sigrum áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar og í þægilegt forskot á toppi deildarinnar. Liverpool fór illa með Arsenal í síðustu umferð þar sem lokatölur urðu 5-1, en Roberto Firmino sem hafði haft hægt um sig í markaskorun fram að því skoraði þrennu í þeim leik. Jafntefli í leiknum í kvöld viðheldur þeirri stöðu sem liðið er í, en sigur myndi mögulega koma stuðningsmönnum Liverpool úr lokuðum hópum og fram í dagsljósið og á samfélagsmiðla þar sem básúnað verður að nú verði stuðningsmenn annarra liða að trúa því að liðið bæti 19. meistaratitlinum í safn sitt og minnki forskot Manchester United sem sigursælasta liðs í sögu ensku efstu deildarinnar í einn titil.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira