Liverpool getur sett átta fingur á titilinn í Manchester í kvöld Hjörvar Ólafsson skrifar 3. janúar 2019 07:45 Klopp og Guardiola ræðast við Vísir/Getty Stuðningsmenn Liverpool hafa beðið í tæp 29 ár eftir þeirri tilfinningu að fá að sjá leikmenn liðsins lyfta enska meistaratitlinum í knattspyrnu karla. Nú er liðið með sex stiga forystu á toppnum þegar 20 umferðir hafa verið leiknar. Liðið heimsækir ríkjandi meistara Manchester City á Etihad-leikvanginn í kvöld og getur komið sér í ansi þægilega stöðu í baráttu sinni um að verða enskur meistari í 19. skipti í sögu félagsins í vor. Síðan Liverpool varð meistari árið 1999 hefur það lið sem situr á toppi deildarinnar yfir jólahátíðina oftast nær staðið uppi sem sigurvegari vorið eftir. Þeir sem hafa stutt Liverpool í blíðu og stríðu minna sig hins vegar á það að liðið var í þeim sporum bæði tímabilin 2008-09 og 2013-14, en liðinu tókst ekki að enda biðina löngu þá. Þeir vilja því margir hverjir ekki fara á flug í að láta sig dreyma um að geta aftur kallað sig ríkjandi meistara, en láta sér nægja að gaspra um það í lokuðum hópum að nú hljóti að vera komið að stóru stundinni. Manchester City hóf leiktíðina af sama krafti og liðið endaði deildina síðasta vor. Eftir að hafa gert markalaust jafntefli við Liverpool í fyrri umferð deildarinnar á Anfield fylgdu sjö sigurleikir í deildinni í röð. Þá tapaði liðið þremur af næstu fjórum deildarleikjum sínum og liðið er fyrir þennan leik í þriðja sæti deildarinnar með 47 stig, stigi á eftir Tottenham Hotspur sem er í öðru sæti með 48 stig og sjö stigum á eftir andstæðingi sínum í kvöld. Margir telja að taphrinu Manchester City megi skýra með brotthvarfi Benjamins Mendy og svo því að Fernandinho, Sergio Agüero og Kevin De Bruyne hafi verið meiddir en þeir eru að skríða saman eftir meiðsli á þessum tímapunkti. Fernandinho var á sínum stað sem akkerið inni á miðsvæðinu hjá Manchester City þegar liðið komst aftur á sigurbraut með 3-1 sigri á Southampton í síðustu umferð og Agüero skoraði eitt marka liðsins í þeim leik. Óvíst er aftur á móti hvort Pep Guardiola geti teflt fram Kevin De Bruyne í kvöld. Belgíski sóknartengiliðurinn æfði með liðinu í gær og tekin verður ákvörðun í dag um hvort hann sé leikfær eður ei. Liverpool hefur hins vegar haft betur í síðustu átta leikjum sínum í öllum keppnum eða frá því að liðið laut í lægra haldi fyrir PSG í næstsíðustu umferð riðlakeppninnar í Meistaradeild Evrópu í lok nóvember. Liðið kom sér með þessum sigrum áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar og í þægilegt forskot á toppi deildarinnar. Liverpool fór illa með Arsenal í síðustu umferð þar sem lokatölur urðu 5-1, en Roberto Firmino sem hafði haft hægt um sig í markaskorun fram að því skoraði þrennu í þeim leik. Jafntefli í leiknum í kvöld viðheldur þeirri stöðu sem liðið er í, en sigur myndi mögulega koma stuðningsmönnum Liverpool úr lokuðum hópum og fram í dagsljósið og á samfélagsmiðla þar sem básúnað verður að nú verði stuðningsmenn annarra liða að trúa því að liðið bæti 19. meistaratitlinum í safn sitt og minnki forskot Manchester United sem sigursælasta liðs í sögu ensku efstu deildarinnar í einn titil. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira
Stuðningsmenn Liverpool hafa beðið í tæp 29 ár eftir þeirri tilfinningu að fá að sjá leikmenn liðsins lyfta enska meistaratitlinum í knattspyrnu karla. Nú er liðið með sex stiga forystu á toppnum þegar 20 umferðir hafa verið leiknar. Liðið heimsækir ríkjandi meistara Manchester City á Etihad-leikvanginn í kvöld og getur komið sér í ansi þægilega stöðu í baráttu sinni um að verða enskur meistari í 19. skipti í sögu félagsins í vor. Síðan Liverpool varð meistari árið 1999 hefur það lið sem situr á toppi deildarinnar yfir jólahátíðina oftast nær staðið uppi sem sigurvegari vorið eftir. Þeir sem hafa stutt Liverpool í blíðu og stríðu minna sig hins vegar á það að liðið var í þeim sporum bæði tímabilin 2008-09 og 2013-14, en liðinu tókst ekki að enda biðina löngu þá. Þeir vilja því margir hverjir ekki fara á flug í að láta sig dreyma um að geta aftur kallað sig ríkjandi meistara, en láta sér nægja að gaspra um það í lokuðum hópum að nú hljóti að vera komið að stóru stundinni. Manchester City hóf leiktíðina af sama krafti og liðið endaði deildina síðasta vor. Eftir að hafa gert markalaust jafntefli við Liverpool í fyrri umferð deildarinnar á Anfield fylgdu sjö sigurleikir í deildinni í röð. Þá tapaði liðið þremur af næstu fjórum deildarleikjum sínum og liðið er fyrir þennan leik í þriðja sæti deildarinnar með 47 stig, stigi á eftir Tottenham Hotspur sem er í öðru sæti með 48 stig og sjö stigum á eftir andstæðingi sínum í kvöld. Margir telja að taphrinu Manchester City megi skýra með brotthvarfi Benjamins Mendy og svo því að Fernandinho, Sergio Agüero og Kevin De Bruyne hafi verið meiddir en þeir eru að skríða saman eftir meiðsli á þessum tímapunkti. Fernandinho var á sínum stað sem akkerið inni á miðsvæðinu hjá Manchester City þegar liðið komst aftur á sigurbraut með 3-1 sigri á Southampton í síðustu umferð og Agüero skoraði eitt marka liðsins í þeim leik. Óvíst er aftur á móti hvort Pep Guardiola geti teflt fram Kevin De Bruyne í kvöld. Belgíski sóknartengiliðurinn æfði með liðinu í gær og tekin verður ákvörðun í dag um hvort hann sé leikfær eður ei. Liverpool hefur hins vegar haft betur í síðustu átta leikjum sínum í öllum keppnum eða frá því að liðið laut í lægra haldi fyrir PSG í næstsíðustu umferð riðlakeppninnar í Meistaradeild Evrópu í lok nóvember. Liðið kom sér með þessum sigrum áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar og í þægilegt forskot á toppi deildarinnar. Liverpool fór illa með Arsenal í síðustu umferð þar sem lokatölur urðu 5-1, en Roberto Firmino sem hafði haft hægt um sig í markaskorun fram að því skoraði þrennu í þeim leik. Jafntefli í leiknum í kvöld viðheldur þeirri stöðu sem liðið er í, en sigur myndi mögulega koma stuðningsmönnum Liverpool úr lokuðum hópum og fram í dagsljósið og á samfélagsmiðla þar sem básúnað verður að nú verði stuðningsmenn annarra liða að trúa því að liðið bæti 19. meistaratitlinum í safn sitt og minnki forskot Manchester United sem sigursælasta liðs í sögu ensku efstu deildarinnar í einn titil.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira