Segir sjálfsagt að Aron og Kristbjörg beri fjárhagslega áhættu eins og aðrir Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. janúar 2019 14:36 Kolfinna Von Arnardóttir segist hafa tekið málið mjög inn á sig. Vísir/Vilhelm Kolfinna Von Arnardóttir segir að hún hafi ítrekað reynt að semja við Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörgu Jónasdóttur, en án árangurs. Tilraunir til að bera klæði á vopnin hafi misst marks og viðskiptasaga þeirra hafi verið sér dýrkeyptur lærdómur. Greint var frá því fyrr í dag að Aron hafi krafist gjaldþrots Kolfinnu Vonar eftir misheppnuð viðskipti tengd fatamerkinu JÖR árið 2016, viðskiptum sem Kolfinna lýsir sem áhættufjárfestingu. Vísir reyndi árangurslaust að ná tali af Kolfinnu Von í morgun en hún sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins nú eftir hádegi. Í færslu sinni á Facebook rekur hún sína hlið á málinu, sem tíunduð var í frétt Vísis í morgun. Kolfinna segir í færslu sinni að það sé rétt að hún hafi boðist til að kaupa hlut Arons Einars og Kristbjargar í JÖR. Það hafi þó, eftir á að hyggja, verið mistök að sögn Kolfinnu enda telur hún sjálfsagt að þau hjónin eigi að bera fjárhagslega áhættu af fjárfestingum eins og aðrir. Hún segir þannig að það hafi aldrei komið til neinnar skuldar, því hún hafi ekki fengið neina fjármuni lánaða frá knattspyrnumanninum og eiginkonu hans. „En ég vildi koma til móts við þau með því að kaupa af þeim þeirra hlut, en átti í erfiðleikum með að standa við þær greiðslur sem samið var um. Ég reyndi ítrekað að semja um málið við þau, án árangurs,“ skrifar Kolfinna.Sjá einnig: Aron Einar fór fram á gjalþrot KolfinnuHún segir að málið hafi verið sér dýrkeyptur lærdómur, erfitt sé að verjast í máli sem þessu þar sem miklar tilfinningar eru í spilinu og segist Kolfinna hafa tekið það allt mjög nærri sér. „[É]g hef alltaf verið svolítið gamaldags með það að telja vináttuna verðmætari en peninga og tók nærri mér að deilur um fjármuni hefðu áhrif á gamla vináttu. Ég var veislustjóri í brúðkaupi þeirra hjóna og fór eitt sinn til Amsterdam þegar Ísland lék þar við Hollendinga, gagngert til að gæta drengsins þeirra svo Kristbjörg vinkona mín gæti farið á leikinn. Ég leit á þau sem nána vini mína og reyndi þess vegna ítrekað að bera klæði á vopnin — án árangurs,“ skrifar Kolfinna. Hún telur þó að „allt vel meinandi fólk sjái hvernig í þessu liggur,“ og hyggst ekki tjá sig frekar um málið umfram það sem kemur fram í eftirfarandi færslu. Gjaldþrot Tengdar fréttir Kolfinna Von segir sárt að deilur um peninga valdi vinslitum Aron Einar segist hafa brennt sig á viðskiptum með Birni Inga Hrafnssyni og Kolfinnu Von eiginkonu hans. 23. nóvember 2018 16:10 Aron Einar fer fram á gjaldþrot Kolfinnu Landsliðsfyrirliðinn telur Kolfinnu Von Arnardóttur hafa hlunnfarið sig í tengslum við fjárfestingu í fatamerkinu JÖR. 3. janúar 2019 12:00 Myndir úr brúðkaupi Arons Einars og Kristbjargar: Gleðin skein úr andlitum veislugesta Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu og Kristbjörg Jónasdóttir, afrekskona í fitness, gengu í það heilaga í gær. 18. júní 2017 17:14 Guðmundur í Jör segir fjárfesta hafa brugðist Björn Ingi Hrafnsson segir það ekki rétt að til hafi staðið að kaupa hlut í fyrirtækinu, 29. nóvember 2016 05:00 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
Kolfinna Von Arnardóttir segir að hún hafi ítrekað reynt að semja við Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörgu Jónasdóttur, en án árangurs. Tilraunir til að bera klæði á vopnin hafi misst marks og viðskiptasaga þeirra hafi verið sér dýrkeyptur lærdómur. Greint var frá því fyrr í dag að Aron hafi krafist gjaldþrots Kolfinnu Vonar eftir misheppnuð viðskipti tengd fatamerkinu JÖR árið 2016, viðskiptum sem Kolfinna lýsir sem áhættufjárfestingu. Vísir reyndi árangurslaust að ná tali af Kolfinnu Von í morgun en hún sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins nú eftir hádegi. Í færslu sinni á Facebook rekur hún sína hlið á málinu, sem tíunduð var í frétt Vísis í morgun. Kolfinna segir í færslu sinni að það sé rétt að hún hafi boðist til að kaupa hlut Arons Einars og Kristbjargar í JÖR. Það hafi þó, eftir á að hyggja, verið mistök að sögn Kolfinnu enda telur hún sjálfsagt að þau hjónin eigi að bera fjárhagslega áhættu af fjárfestingum eins og aðrir. Hún segir þannig að það hafi aldrei komið til neinnar skuldar, því hún hafi ekki fengið neina fjármuni lánaða frá knattspyrnumanninum og eiginkonu hans. „En ég vildi koma til móts við þau með því að kaupa af þeim þeirra hlut, en átti í erfiðleikum með að standa við þær greiðslur sem samið var um. Ég reyndi ítrekað að semja um málið við þau, án árangurs,“ skrifar Kolfinna.Sjá einnig: Aron Einar fór fram á gjalþrot KolfinnuHún segir að málið hafi verið sér dýrkeyptur lærdómur, erfitt sé að verjast í máli sem þessu þar sem miklar tilfinningar eru í spilinu og segist Kolfinna hafa tekið það allt mjög nærri sér. „[É]g hef alltaf verið svolítið gamaldags með það að telja vináttuna verðmætari en peninga og tók nærri mér að deilur um fjármuni hefðu áhrif á gamla vináttu. Ég var veislustjóri í brúðkaupi þeirra hjóna og fór eitt sinn til Amsterdam þegar Ísland lék þar við Hollendinga, gagngert til að gæta drengsins þeirra svo Kristbjörg vinkona mín gæti farið á leikinn. Ég leit á þau sem nána vini mína og reyndi þess vegna ítrekað að bera klæði á vopnin — án árangurs,“ skrifar Kolfinna. Hún telur þó að „allt vel meinandi fólk sjái hvernig í þessu liggur,“ og hyggst ekki tjá sig frekar um málið umfram það sem kemur fram í eftirfarandi færslu.
Gjaldþrot Tengdar fréttir Kolfinna Von segir sárt að deilur um peninga valdi vinslitum Aron Einar segist hafa brennt sig á viðskiptum með Birni Inga Hrafnssyni og Kolfinnu Von eiginkonu hans. 23. nóvember 2018 16:10 Aron Einar fer fram á gjaldþrot Kolfinnu Landsliðsfyrirliðinn telur Kolfinnu Von Arnardóttur hafa hlunnfarið sig í tengslum við fjárfestingu í fatamerkinu JÖR. 3. janúar 2019 12:00 Myndir úr brúðkaupi Arons Einars og Kristbjargar: Gleðin skein úr andlitum veislugesta Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu og Kristbjörg Jónasdóttir, afrekskona í fitness, gengu í það heilaga í gær. 18. júní 2017 17:14 Guðmundur í Jör segir fjárfesta hafa brugðist Björn Ingi Hrafnsson segir það ekki rétt að til hafi staðið að kaupa hlut í fyrirtækinu, 29. nóvember 2016 05:00 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
Kolfinna Von segir sárt að deilur um peninga valdi vinslitum Aron Einar segist hafa brennt sig á viðskiptum með Birni Inga Hrafnssyni og Kolfinnu Von eiginkonu hans. 23. nóvember 2018 16:10
Aron Einar fer fram á gjaldþrot Kolfinnu Landsliðsfyrirliðinn telur Kolfinnu Von Arnardóttur hafa hlunnfarið sig í tengslum við fjárfestingu í fatamerkinu JÖR. 3. janúar 2019 12:00
Myndir úr brúðkaupi Arons Einars og Kristbjargar: Gleðin skein úr andlitum veislugesta Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu og Kristbjörg Jónasdóttir, afrekskona í fitness, gengu í það heilaga í gær. 18. júní 2017 17:14
Guðmundur í Jör segir fjárfesta hafa brugðist Björn Ingi Hrafnsson segir það ekki rétt að til hafi staðið að kaupa hlut í fyrirtækinu, 29. nóvember 2016 05:00