Stöðum Dunkin' Donuts á Íslandi hefur öllum verið lokað Atli Ísleifsson skrifar 4. janúar 2019 13:11 Fyrsti staður Dunkin' Donuts opnaði í ágúst 2015. Vísir/Vilhelm Öllum stöðum Dunkin‘ Donuts á Íslandi hefur nú verið lokað, en sölustaðnum í Kringlunni var lokað um áramót. Þetta staðfestir Sigurður Karlsson, forstjóri Basko, í samtali við Vísi. „Það var tekin ákvörðun um að loka Dunkin‘. Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að rekstrarkostnaður hefur verið hár. Kostnaður við framleiðslu hefur verið of mikill og við stóðum frammi fyrir því að þurfa að hækka verð mjög mikið eða slaufa þessu.“ Sigurður segir að viðtökurnar í upphafi verið mjög fínar og að fyrirtækið hafi fengið fullt af viðskiptavinum. „Við erum búin að verðleggja okkur svipað og í Danmörku og í Svíþjóð, en það var ekki nóg. Við treystum okkur ekki í að hækka verð svo við tókum ákvörðun um það að loka.“Löng biðröð við opnun Mikið var talað um það þegar fyrsti Dunkin‘ Donuts staðurinn opnaði á Laugavegi í ágúst 2015. Myndaðist löng röð fyrir utan staðinn kvöldið og nóttina fyrir opnun þar sem fólk reyndi að komast yfir árskort af kleinuhringjum.Sjá einnig: Opnun Dunkin' Donuts: „Nóttin köld en fljót að líða“ Sigurður segir að vel hafi gengið eftir að fyrsti staðurinn opnaði á Laugavegi. „Þar var mjög mikið að gera og við fengum mjög mikið af fólki. Framleiðslukostnaðurinn var hins vegar hár þar sem voru miklar launahækkanir síðastliðin ár og svo var að sjálfsögðu hár húsnæðiskostnaður. Svo var launahlutfall hátt og það gekk einfaldlega ekki upp.“ Þegar tilkynnt var um fyrirhugaða komu Dunkin‘ Donuts til landsins í apríl 2015 var sagt frá því að dótturfélag Drangaskers, dótturfélags 10/11, hafi gert sérleyfissamning við móðurfélag Dunkin‘ Donuts um opnun alls sextán veitingastaða á landinu fram til ársins 2020. Staðnum á Laugavegi var lokað í október 2017. Lokuðu vöruhúsinu í Klettagörðum Sigurður segir að ákvörðunin um lokunina í Kringlunni hafi komið í kjölfar einföldunar á rekstri Basko, sem rekið hefur staði Dunkin‘ Donuts. „Við höfum verið að selja eignir til Samkaupa. Það kláraðist nú í desember. Hluti af því er líka að við lokum vöruhúsinu í Klettagörðum þar sem Dunkin‘ framleiðslan hefur verið ásamt öðru. Þegar við tókum ákvörðun um að fara út úr vöruhúsinu er líka tekin ákvörðun um að Dunkin‘ verði ekki áfram hjá okkur í stað þess að færa framleiðsluna annað.“ Fyrirtækið hefur einnig selt kleinuhringi í Leifsstöð, í Fitjum í Reykjanesbæ, í Hagasmára og í Kringunni. „Við höfum lokað þeim öllum,“ segir Sigurður. Aðdáendur kleinuhringja Dunkin Donuts þurfa þó ekki að örvænta því Sigurður segir að kleinuhringir Dunkin‘ verði áfram seldir í verslunum Basko, 10/11 og Kvikk, frá og með næsta mánuði. „Þeir koma fullbúnir að utan og við munum selja þá eins og hverja aðra vöru.“Það er búið að loka báðum Dunkin’ Donuts stöðunum á Íslandi og það er enginn að tala um það? pic.twitter.com/1wDIUeBZRv — Erlingur Sigvaldason (@ellivithit) January 4, 2019 Neytendur Reykjanesbær Veitingastaðir Tengdar fréttir Dunkin' Donuts á Laugavegi lokar Tvö ár eru síðan staðurinn opnaði við mikla viðhöfn. 30. október 2017 15:45 Þriðji Dunkin' staðurinn opnaður Þriðji Dunkin' Donuts staðurinn á Íslandi verður opnaður í dag í Hagasmára í Kópavogi. 3. mars 2016 07:00 Röðin á Dunkin Donuts: „Ég kom í útifötunum og með útilegustól en ég þurfti svo ekkert að nota þetta“ Afar fámennt var í röðinni við Dunkin' Donuts í Kringlunni í morgun en búið var að lofa fyrstu 20 viðskiptavinunum ársbirgðum af kleinuhringjum. 13. nóvember 2015 09:20 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Öllum stöðum Dunkin‘ Donuts á Íslandi hefur nú verið lokað, en sölustaðnum í Kringlunni var lokað um áramót. Þetta staðfestir Sigurður Karlsson, forstjóri Basko, í samtali við Vísi. „Það var tekin ákvörðun um að loka Dunkin‘. Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að rekstrarkostnaður hefur verið hár. Kostnaður við framleiðslu hefur verið of mikill og við stóðum frammi fyrir því að þurfa að hækka verð mjög mikið eða slaufa þessu.“ Sigurður segir að viðtökurnar í upphafi verið mjög fínar og að fyrirtækið hafi fengið fullt af viðskiptavinum. „Við erum búin að verðleggja okkur svipað og í Danmörku og í Svíþjóð, en það var ekki nóg. Við treystum okkur ekki í að hækka verð svo við tókum ákvörðun um það að loka.“Löng biðröð við opnun Mikið var talað um það þegar fyrsti Dunkin‘ Donuts staðurinn opnaði á Laugavegi í ágúst 2015. Myndaðist löng röð fyrir utan staðinn kvöldið og nóttina fyrir opnun þar sem fólk reyndi að komast yfir árskort af kleinuhringjum.Sjá einnig: Opnun Dunkin' Donuts: „Nóttin köld en fljót að líða“ Sigurður segir að vel hafi gengið eftir að fyrsti staðurinn opnaði á Laugavegi. „Þar var mjög mikið að gera og við fengum mjög mikið af fólki. Framleiðslukostnaðurinn var hins vegar hár þar sem voru miklar launahækkanir síðastliðin ár og svo var að sjálfsögðu hár húsnæðiskostnaður. Svo var launahlutfall hátt og það gekk einfaldlega ekki upp.“ Þegar tilkynnt var um fyrirhugaða komu Dunkin‘ Donuts til landsins í apríl 2015 var sagt frá því að dótturfélag Drangaskers, dótturfélags 10/11, hafi gert sérleyfissamning við móðurfélag Dunkin‘ Donuts um opnun alls sextán veitingastaða á landinu fram til ársins 2020. Staðnum á Laugavegi var lokað í október 2017. Lokuðu vöruhúsinu í Klettagörðum Sigurður segir að ákvörðunin um lokunina í Kringlunni hafi komið í kjölfar einföldunar á rekstri Basko, sem rekið hefur staði Dunkin‘ Donuts. „Við höfum verið að selja eignir til Samkaupa. Það kláraðist nú í desember. Hluti af því er líka að við lokum vöruhúsinu í Klettagörðum þar sem Dunkin‘ framleiðslan hefur verið ásamt öðru. Þegar við tókum ákvörðun um að fara út úr vöruhúsinu er líka tekin ákvörðun um að Dunkin‘ verði ekki áfram hjá okkur í stað þess að færa framleiðsluna annað.“ Fyrirtækið hefur einnig selt kleinuhringi í Leifsstöð, í Fitjum í Reykjanesbæ, í Hagasmára og í Kringunni. „Við höfum lokað þeim öllum,“ segir Sigurður. Aðdáendur kleinuhringja Dunkin Donuts þurfa þó ekki að örvænta því Sigurður segir að kleinuhringir Dunkin‘ verði áfram seldir í verslunum Basko, 10/11 og Kvikk, frá og með næsta mánuði. „Þeir koma fullbúnir að utan og við munum selja þá eins og hverja aðra vöru.“Það er búið að loka báðum Dunkin’ Donuts stöðunum á Íslandi og það er enginn að tala um það? pic.twitter.com/1wDIUeBZRv — Erlingur Sigvaldason (@ellivithit) January 4, 2019
Neytendur Reykjanesbær Veitingastaðir Tengdar fréttir Dunkin' Donuts á Laugavegi lokar Tvö ár eru síðan staðurinn opnaði við mikla viðhöfn. 30. október 2017 15:45 Þriðji Dunkin' staðurinn opnaður Þriðji Dunkin' Donuts staðurinn á Íslandi verður opnaður í dag í Hagasmára í Kópavogi. 3. mars 2016 07:00 Röðin á Dunkin Donuts: „Ég kom í útifötunum og með útilegustól en ég þurfti svo ekkert að nota þetta“ Afar fámennt var í röðinni við Dunkin' Donuts í Kringlunni í morgun en búið var að lofa fyrstu 20 viðskiptavinunum ársbirgðum af kleinuhringjum. 13. nóvember 2015 09:20 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Dunkin' Donuts á Laugavegi lokar Tvö ár eru síðan staðurinn opnaði við mikla viðhöfn. 30. október 2017 15:45
Þriðji Dunkin' staðurinn opnaður Þriðji Dunkin' Donuts staðurinn á Íslandi verður opnaður í dag í Hagasmára í Kópavogi. 3. mars 2016 07:00
Röðin á Dunkin Donuts: „Ég kom í útifötunum og með útilegustól en ég þurfti svo ekkert að nota þetta“ Afar fámennt var í röðinni við Dunkin' Donuts í Kringlunni í morgun en búið var að lofa fyrstu 20 viðskiptavinunum ársbirgðum af kleinuhringjum. 13. nóvember 2015 09:20
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent