Stöðum Dunkin' Donuts á Íslandi hefur öllum verið lokað Atli Ísleifsson skrifar 4. janúar 2019 13:11 Fyrsti staður Dunkin' Donuts opnaði í ágúst 2015. Vísir/Vilhelm Öllum stöðum Dunkin‘ Donuts á Íslandi hefur nú verið lokað, en sölustaðnum í Kringlunni var lokað um áramót. Þetta staðfestir Sigurður Karlsson, forstjóri Basko, í samtali við Vísi. „Það var tekin ákvörðun um að loka Dunkin‘. Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að rekstrarkostnaður hefur verið hár. Kostnaður við framleiðslu hefur verið of mikill og við stóðum frammi fyrir því að þurfa að hækka verð mjög mikið eða slaufa þessu.“ Sigurður segir að viðtökurnar í upphafi verið mjög fínar og að fyrirtækið hafi fengið fullt af viðskiptavinum. „Við erum búin að verðleggja okkur svipað og í Danmörku og í Svíþjóð, en það var ekki nóg. Við treystum okkur ekki í að hækka verð svo við tókum ákvörðun um það að loka.“Löng biðröð við opnun Mikið var talað um það þegar fyrsti Dunkin‘ Donuts staðurinn opnaði á Laugavegi í ágúst 2015. Myndaðist löng röð fyrir utan staðinn kvöldið og nóttina fyrir opnun þar sem fólk reyndi að komast yfir árskort af kleinuhringjum.Sjá einnig: Opnun Dunkin' Donuts: „Nóttin köld en fljót að líða“ Sigurður segir að vel hafi gengið eftir að fyrsti staðurinn opnaði á Laugavegi. „Þar var mjög mikið að gera og við fengum mjög mikið af fólki. Framleiðslukostnaðurinn var hins vegar hár þar sem voru miklar launahækkanir síðastliðin ár og svo var að sjálfsögðu hár húsnæðiskostnaður. Svo var launahlutfall hátt og það gekk einfaldlega ekki upp.“ Þegar tilkynnt var um fyrirhugaða komu Dunkin‘ Donuts til landsins í apríl 2015 var sagt frá því að dótturfélag Drangaskers, dótturfélags 10/11, hafi gert sérleyfissamning við móðurfélag Dunkin‘ Donuts um opnun alls sextán veitingastaða á landinu fram til ársins 2020. Staðnum á Laugavegi var lokað í október 2017. Lokuðu vöruhúsinu í Klettagörðum Sigurður segir að ákvörðunin um lokunina í Kringlunni hafi komið í kjölfar einföldunar á rekstri Basko, sem rekið hefur staði Dunkin‘ Donuts. „Við höfum verið að selja eignir til Samkaupa. Það kláraðist nú í desember. Hluti af því er líka að við lokum vöruhúsinu í Klettagörðum þar sem Dunkin‘ framleiðslan hefur verið ásamt öðru. Þegar við tókum ákvörðun um að fara út úr vöruhúsinu er líka tekin ákvörðun um að Dunkin‘ verði ekki áfram hjá okkur í stað þess að færa framleiðsluna annað.“ Fyrirtækið hefur einnig selt kleinuhringi í Leifsstöð, í Fitjum í Reykjanesbæ, í Hagasmára og í Kringunni. „Við höfum lokað þeim öllum,“ segir Sigurður. Aðdáendur kleinuhringja Dunkin Donuts þurfa þó ekki að örvænta því Sigurður segir að kleinuhringir Dunkin‘ verði áfram seldir í verslunum Basko, 10/11 og Kvikk, frá og með næsta mánuði. „Þeir koma fullbúnir að utan og við munum selja þá eins og hverja aðra vöru.“Það er búið að loka báðum Dunkin’ Donuts stöðunum á Íslandi og það er enginn að tala um það? pic.twitter.com/1wDIUeBZRv — Erlingur Sigvaldason (@ellivithit) January 4, 2019 Neytendur Reykjanesbær Veitingastaðir Tengdar fréttir Dunkin' Donuts á Laugavegi lokar Tvö ár eru síðan staðurinn opnaði við mikla viðhöfn. 30. október 2017 15:45 Þriðji Dunkin' staðurinn opnaður Þriðji Dunkin' Donuts staðurinn á Íslandi verður opnaður í dag í Hagasmára í Kópavogi. 3. mars 2016 07:00 Röðin á Dunkin Donuts: „Ég kom í útifötunum og með útilegustól en ég þurfti svo ekkert að nota þetta“ Afar fámennt var í röðinni við Dunkin' Donuts í Kringlunni í morgun en búið var að lofa fyrstu 20 viðskiptavinunum ársbirgðum af kleinuhringjum. 13. nóvember 2015 09:20 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Öllum stöðum Dunkin‘ Donuts á Íslandi hefur nú verið lokað, en sölustaðnum í Kringlunni var lokað um áramót. Þetta staðfestir Sigurður Karlsson, forstjóri Basko, í samtali við Vísi. „Það var tekin ákvörðun um að loka Dunkin‘. Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að rekstrarkostnaður hefur verið hár. Kostnaður við framleiðslu hefur verið of mikill og við stóðum frammi fyrir því að þurfa að hækka verð mjög mikið eða slaufa þessu.“ Sigurður segir að viðtökurnar í upphafi verið mjög fínar og að fyrirtækið hafi fengið fullt af viðskiptavinum. „Við erum búin að verðleggja okkur svipað og í Danmörku og í Svíþjóð, en það var ekki nóg. Við treystum okkur ekki í að hækka verð svo við tókum ákvörðun um það að loka.“Löng biðröð við opnun Mikið var talað um það þegar fyrsti Dunkin‘ Donuts staðurinn opnaði á Laugavegi í ágúst 2015. Myndaðist löng röð fyrir utan staðinn kvöldið og nóttina fyrir opnun þar sem fólk reyndi að komast yfir árskort af kleinuhringjum.Sjá einnig: Opnun Dunkin' Donuts: „Nóttin köld en fljót að líða“ Sigurður segir að vel hafi gengið eftir að fyrsti staðurinn opnaði á Laugavegi. „Þar var mjög mikið að gera og við fengum mjög mikið af fólki. Framleiðslukostnaðurinn var hins vegar hár þar sem voru miklar launahækkanir síðastliðin ár og svo var að sjálfsögðu hár húsnæðiskostnaður. Svo var launahlutfall hátt og það gekk einfaldlega ekki upp.“ Þegar tilkynnt var um fyrirhugaða komu Dunkin‘ Donuts til landsins í apríl 2015 var sagt frá því að dótturfélag Drangaskers, dótturfélags 10/11, hafi gert sérleyfissamning við móðurfélag Dunkin‘ Donuts um opnun alls sextán veitingastaða á landinu fram til ársins 2020. Staðnum á Laugavegi var lokað í október 2017. Lokuðu vöruhúsinu í Klettagörðum Sigurður segir að ákvörðunin um lokunina í Kringlunni hafi komið í kjölfar einföldunar á rekstri Basko, sem rekið hefur staði Dunkin‘ Donuts. „Við höfum verið að selja eignir til Samkaupa. Það kláraðist nú í desember. Hluti af því er líka að við lokum vöruhúsinu í Klettagörðum þar sem Dunkin‘ framleiðslan hefur verið ásamt öðru. Þegar við tókum ákvörðun um að fara út úr vöruhúsinu er líka tekin ákvörðun um að Dunkin‘ verði ekki áfram hjá okkur í stað þess að færa framleiðsluna annað.“ Fyrirtækið hefur einnig selt kleinuhringi í Leifsstöð, í Fitjum í Reykjanesbæ, í Hagasmára og í Kringunni. „Við höfum lokað þeim öllum,“ segir Sigurður. Aðdáendur kleinuhringja Dunkin Donuts þurfa þó ekki að örvænta því Sigurður segir að kleinuhringir Dunkin‘ verði áfram seldir í verslunum Basko, 10/11 og Kvikk, frá og með næsta mánuði. „Þeir koma fullbúnir að utan og við munum selja þá eins og hverja aðra vöru.“Það er búið að loka báðum Dunkin’ Donuts stöðunum á Íslandi og það er enginn að tala um það? pic.twitter.com/1wDIUeBZRv — Erlingur Sigvaldason (@ellivithit) January 4, 2019
Neytendur Reykjanesbær Veitingastaðir Tengdar fréttir Dunkin' Donuts á Laugavegi lokar Tvö ár eru síðan staðurinn opnaði við mikla viðhöfn. 30. október 2017 15:45 Þriðji Dunkin' staðurinn opnaður Þriðji Dunkin' Donuts staðurinn á Íslandi verður opnaður í dag í Hagasmára í Kópavogi. 3. mars 2016 07:00 Röðin á Dunkin Donuts: „Ég kom í útifötunum og með útilegustól en ég þurfti svo ekkert að nota þetta“ Afar fámennt var í röðinni við Dunkin' Donuts í Kringlunni í morgun en búið var að lofa fyrstu 20 viðskiptavinunum ársbirgðum af kleinuhringjum. 13. nóvember 2015 09:20 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Dunkin' Donuts á Laugavegi lokar Tvö ár eru síðan staðurinn opnaði við mikla viðhöfn. 30. október 2017 15:45
Þriðji Dunkin' staðurinn opnaður Þriðji Dunkin' Donuts staðurinn á Íslandi verður opnaður í dag í Hagasmára í Kópavogi. 3. mars 2016 07:00
Röðin á Dunkin Donuts: „Ég kom í útifötunum og með útilegustól en ég þurfti svo ekkert að nota þetta“ Afar fámennt var í röðinni við Dunkin' Donuts í Kringlunni í morgun en búið var að lofa fyrstu 20 viðskiptavinunum ársbirgðum af kleinuhringjum. 13. nóvember 2015 09:20