Töggur í Sears þrátt fyrir orðróma um gjaldþrot Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. janúar 2019 15:42 Sears hefur lokað rúmlega helmingi verslana sinna á síðustu mánuðum. Getty/Spencer Platt Svo virðist sem bandaríska smásölukeðjan Sears, sem eitt sinn sett svip sinn á allar helstu verslunarmiðstöðvar í Bandaríkjunum, verði tekin til gjaldþrotaskipta ef marka má fjölmiðla vestanhafs. Fyrirtækið virðist þó ekki vera búið að leggja árar í bát ef marka má yfirlýsingar Sears á samfélagsmiðlum. Fjárhagur keðjunnar hefur versnað hratt undanfarin ár, samhliða aukinni netverslun og breyttri hegðun neytenda, og gat hún ekki staðið í skilum með skuldir sem voru á gjalddaga í október síðastliðnum. Í því samhengi er nefnt að Sears hafi síðast skilað hagnaði árið 2010. Sáu stjórnendur Sears því fátt annað í stöðunni en að fara fram á greiðslustöðvun í október og lýsa því yfir að um helmingi verslana keðjunnar, eða rúmlega 400, yrði lokað fyrir nýliðin áramót. Forstjóri Sears lagði fram yfirtökutilboð upp á 4,4 milljarða dala, rúmlega 520 milljarða króna, með það fyrir augum að bjarga rekstrinum en ráðgjöfum keðjunnar þótti tilboðið ófullnægjandi. Smásölusérfræðingar telja að þrátt fyrir að Sears verði tekið til gjaldþrotaskipta, sem hefur þó ekki enn verið staðfest, er ekki útilokað að hægt verði að halda lífi í einhverjum deildum keðjunnar. Það myndi koma í veg fyrir að allir 50 þúsund starfsmenn Sears myndu missa vinnuna á einu bretti. Engu að síður myndu gjaldþrotaskiptin marka sorgleg endalok á 126 ára sögu Sears, sem fram til ársins 1989 var stærsta smásölukeðja Bandaríkjanna. Sem fyrr segir er þó ekkert staðfest í þessum efnum enn sem komið er. Til að mynda er engan bilbug á samfélagsmiðlateymi Sears að finna, sem skrifaði á Twitter í gær að þrátt fyrir að búið væri að hægjast á þeim ætti ekki að afskrifa þau strax. We would say that as well, but we are Marathon Runners, and we are still running. We may be slowing down, but we are not out of the race just yet. Don't count us completely out. Happy Shopping! -SMT— Sears (@Sears) January 7, 2019 Bandaríkin Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Svo virðist sem bandaríska smásölukeðjan Sears, sem eitt sinn sett svip sinn á allar helstu verslunarmiðstöðvar í Bandaríkjunum, verði tekin til gjaldþrotaskipta ef marka má fjölmiðla vestanhafs. Fyrirtækið virðist þó ekki vera búið að leggja árar í bát ef marka má yfirlýsingar Sears á samfélagsmiðlum. Fjárhagur keðjunnar hefur versnað hratt undanfarin ár, samhliða aukinni netverslun og breyttri hegðun neytenda, og gat hún ekki staðið í skilum með skuldir sem voru á gjalddaga í október síðastliðnum. Í því samhengi er nefnt að Sears hafi síðast skilað hagnaði árið 2010. Sáu stjórnendur Sears því fátt annað í stöðunni en að fara fram á greiðslustöðvun í október og lýsa því yfir að um helmingi verslana keðjunnar, eða rúmlega 400, yrði lokað fyrir nýliðin áramót. Forstjóri Sears lagði fram yfirtökutilboð upp á 4,4 milljarða dala, rúmlega 520 milljarða króna, með það fyrir augum að bjarga rekstrinum en ráðgjöfum keðjunnar þótti tilboðið ófullnægjandi. Smásölusérfræðingar telja að þrátt fyrir að Sears verði tekið til gjaldþrotaskipta, sem hefur þó ekki enn verið staðfest, er ekki útilokað að hægt verði að halda lífi í einhverjum deildum keðjunnar. Það myndi koma í veg fyrir að allir 50 þúsund starfsmenn Sears myndu missa vinnuna á einu bretti. Engu að síður myndu gjaldþrotaskiptin marka sorgleg endalok á 126 ára sögu Sears, sem fram til ársins 1989 var stærsta smásölukeðja Bandaríkjanna. Sem fyrr segir er þó ekkert staðfest í þessum efnum enn sem komið er. Til að mynda er engan bilbug á samfélagsmiðlateymi Sears að finna, sem skrifaði á Twitter í gær að þrátt fyrir að búið væri að hægjast á þeim ætti ekki að afskrifa þau strax. We would say that as well, but we are Marathon Runners, and we are still running. We may be slowing down, but we are not out of the race just yet. Don't count us completely out. Happy Shopping! -SMT— Sears (@Sears) January 7, 2019
Bandaríkin Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira