Krefjandi aðstæður fyrir tvíhliðaskráningu Marels Helgi Vífill Júlíusson skrifar 9. janúar 2019 09:00 Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels. Markaðsvirði keppinauta Marels, sem skráðir eru í kauphallir erlendis, lækkaði um 20-30 prósent á liðnu ári. Ef markaðsaðstæður verða með sama hætti kann að vera að tvískráning Marels muni ekki vera hluthöfum jafn happadrjúg og vonir stóðu til. Að sama skapi hækkaði gengi Marels um 15 prósent í krónum talið en fjögur prósent mælt í evrum. Verðkennitölur Marels eru um 15-20 prósent lægri en stórra keppinauta. Þetta kemur fram í nýju verðmati frá Hagdeild Landsbankans, sem ritað er á ensku. Að því sögðu, starfi Marel á markaði þar sem mikið sé um minni fyrirtæki en þau hafi verið að sameinast. Tvíhliðaskráning gæti liðkað fyrir sameiningum fyrir Marel og mögulega vakið frekari athygli á fyrirtækinu hjá stærri keppinautum sem hafi hug á að sameinast eða taka yfir reksturinn. Auk þess yrði það líklegra að fjárfestar, sem taki félög yfir, myndu beina sjónum sínum að því. Loks, segir í verðmatinu, ættu fjárfestar sem reiknað hafa með að gengi hlutabréfa Marels yrði stöðugra í erlendri kauphöll en í þeirri íslensku að endurskoða þá afstöðu af því að að jafnaði hafi gengi helstu keppinauta sveiflast mun meira á markaði á undanförnum fimm árum. Forsvarsmenn Marels hafa sagt að stefnt sé að því að skrá félagið tvíhliða í erlenda kauphöll. Til skoðunar er skráning í Amsterdam, Kaupmannahöfn eða London. Líklegt er að niðurstaðan verði kynnt á aðalfundi í ár ásamt ósk um að auka hlutaféð um 15 prósent til að styðja við skráninguna. Landsbankinn telur líklegast að félagið verði skráð á markaði í Amsterdam eða Kaupmannahöfn. Landsbankinn mælir með kaupum í Marel. Verðmatið hækkaði úr 456 krónum á hlut í 466 en í evrum talið lækkaði það um 4 prósent. Mat Landsbankans var 27 prósent hærra en gengi á markaði við birtingu matsins á mánudag. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stökk beint í djúpu laugina við þróun laxaverksmiðju í nýsköpunarkjarna Marel Innan við einu ári frá útskrift úr hugbúnaðarverkfræði tók ungur forritari í nýsköpunarkjarna Marel þátt í hönnun á einni stærstu og fullkomnustu laxaverksmiðju heims sem hefur nú risið á eyjunni Hidra við strendur Noregs. Hún segir þetta hafa verið draumaverkefni. 2. desember 2018 20:15 Marel sagt vera á leið í dönsku kauphöllina Marel er sagt vera með það til alvarlegrar skoðunar að skrá félagið í Kauphöllina í Kaupmannahöfn að því er fram kemur í frétt Berlingske Tidende. Félagið hefur haft tvíhliða skráningu til skoðunar í nokkrum evrópskum kauphöllum. 4. desember 2018 14:30 Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Markaðsvirði keppinauta Marels, sem skráðir eru í kauphallir erlendis, lækkaði um 20-30 prósent á liðnu ári. Ef markaðsaðstæður verða með sama hætti kann að vera að tvískráning Marels muni ekki vera hluthöfum jafn happadrjúg og vonir stóðu til. Að sama skapi hækkaði gengi Marels um 15 prósent í krónum talið en fjögur prósent mælt í evrum. Verðkennitölur Marels eru um 15-20 prósent lægri en stórra keppinauta. Þetta kemur fram í nýju verðmati frá Hagdeild Landsbankans, sem ritað er á ensku. Að því sögðu, starfi Marel á markaði þar sem mikið sé um minni fyrirtæki en þau hafi verið að sameinast. Tvíhliðaskráning gæti liðkað fyrir sameiningum fyrir Marel og mögulega vakið frekari athygli á fyrirtækinu hjá stærri keppinautum sem hafi hug á að sameinast eða taka yfir reksturinn. Auk þess yrði það líklegra að fjárfestar, sem taki félög yfir, myndu beina sjónum sínum að því. Loks, segir í verðmatinu, ættu fjárfestar sem reiknað hafa með að gengi hlutabréfa Marels yrði stöðugra í erlendri kauphöll en í þeirri íslensku að endurskoða þá afstöðu af því að að jafnaði hafi gengi helstu keppinauta sveiflast mun meira á markaði á undanförnum fimm árum. Forsvarsmenn Marels hafa sagt að stefnt sé að því að skrá félagið tvíhliða í erlenda kauphöll. Til skoðunar er skráning í Amsterdam, Kaupmannahöfn eða London. Líklegt er að niðurstaðan verði kynnt á aðalfundi í ár ásamt ósk um að auka hlutaféð um 15 prósent til að styðja við skráninguna. Landsbankinn telur líklegast að félagið verði skráð á markaði í Amsterdam eða Kaupmannahöfn. Landsbankinn mælir með kaupum í Marel. Verðmatið hækkaði úr 456 krónum á hlut í 466 en í evrum talið lækkaði það um 4 prósent. Mat Landsbankans var 27 prósent hærra en gengi á markaði við birtingu matsins á mánudag.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stökk beint í djúpu laugina við þróun laxaverksmiðju í nýsköpunarkjarna Marel Innan við einu ári frá útskrift úr hugbúnaðarverkfræði tók ungur forritari í nýsköpunarkjarna Marel þátt í hönnun á einni stærstu og fullkomnustu laxaverksmiðju heims sem hefur nú risið á eyjunni Hidra við strendur Noregs. Hún segir þetta hafa verið draumaverkefni. 2. desember 2018 20:15 Marel sagt vera á leið í dönsku kauphöllina Marel er sagt vera með það til alvarlegrar skoðunar að skrá félagið í Kauphöllina í Kaupmannahöfn að því er fram kemur í frétt Berlingske Tidende. Félagið hefur haft tvíhliða skráningu til skoðunar í nokkrum evrópskum kauphöllum. 4. desember 2018 14:30 Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Stökk beint í djúpu laugina við þróun laxaverksmiðju í nýsköpunarkjarna Marel Innan við einu ári frá útskrift úr hugbúnaðarverkfræði tók ungur forritari í nýsköpunarkjarna Marel þátt í hönnun á einni stærstu og fullkomnustu laxaverksmiðju heims sem hefur nú risið á eyjunni Hidra við strendur Noregs. Hún segir þetta hafa verið draumaverkefni. 2. desember 2018 20:15
Marel sagt vera á leið í dönsku kauphöllina Marel er sagt vera með það til alvarlegrar skoðunar að skrá félagið í Kauphöllina í Kaupmannahöfn að því er fram kemur í frétt Berlingske Tidende. Félagið hefur haft tvíhliða skráningu til skoðunar í nokkrum evrópskum kauphöllum. 4. desember 2018 14:30